Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1931, Blaðsíða 2
ÍSÖ
•3f LESBOK MOKQaNBLADtíiNÍÍ
var í stuttu máli þetta: 1. Þjóð-
nýtingu framleiðslutækjanna verð-
ur ekki komið á, nema á lönguni
tíma með hægfara breytingu at-
vinnulífsins. 2. Fyrst um sihn'vérð
u: núverandi skipulag að haldast,
hvað snertir iðnaðarvörur til út-
flutnings og verslun. 3. Eignar-
rjett bænda má ekki skerða að
svo komnu, en fjelagsbúskapverð-
ur að örva og styrkja. 4. Alþjóð
verður um fram alt að fá umráð
yfir mikilsverðustu hráefuum, kol-
um og járni. 5. Við þjóðnýtingu
ræður eðli atvinnugreinarinnar,
hvort sveitarfjelög, samvinnufje-
lög (Genossenschaften) eða ríkið
taka við rekstri hennars — Arang-
ui tilrauua þessara til þjóðnýting-
ingar varð minni en í fyrstu var
til stofnað. Andstæðingar ,sósíal-
demokrata" benda þeim því ó-
spart á, að enn sje þjóðnýtingin
þeirra lítt framkvæmd, hún sje
þann dag í dag að mestu á pappírn
um. „Sósíaldemokratar" hafa þó
komið fram 3 mikilsverðum laga-
bálkum, er fara í þjóðnýtingarátt:
1. Lög um kolavinslu. 2. Lög um
kalivinslu og 3. lög um raforku-
stöðvar. Lögin um kolavinslu
mæla svo fyrir, að kolahjeruðunum
þýsku skuli skift í 11 umdæmi.
Mynda kolaframleiðendur í hverju
einstbku umdæmi síðan með sjer
fjelagsskap. Fjelög hinna einstöku
umdæma mynda síðan eitt alls-
herjar samband, er nefnist „Reichs
kohlenrat" (Ráð kolasambands rík
isins) Ráð þetta skipa 60 meðlimir.
Hafa verkamenn og atvinnurekend
ur hvorir um sig 15 fulltrúa, hina
fulltrúana velja útgerðarmenn,
kaupmenn o. s. frv. Ráð þetta
hefir eftirlit með öllum rekstri
kolavinslunnar, ákveður verð kola
og verð annara efna, sem úr kolum
eru unnin. Ríkið, þ. e. atvinnumála
ráðherra hefir yfirumsjón með
kolavinslunni og málum þeim öll-
um, sem hana snerta. — Lögin um
kaliiðnaðinn eru svipuð og lög þau
um kolavinslu, sem að framan hef-
ir verið lýst í aðaldráttum. Lögin
um raforku veita ríkinu rjett til
að taka meiriháttar rafveitur og
orkustöðvar eignarnámi gegn
skaðabótum, vatnsorku hefir ríkið
og fengið heimild til að taka eign-
arnámi. — Það er hvort tveggja.
að sósíaldemokratar hafa setið við
völd á miklum þrengingartímum
fyrir Þjóðverja, enda hefir þeim
þótt verða lítið ágengt. Hafa þeir
því orðið fyrir miklu aðkasti and-
stæðinganna, eins og áður er sagt.
Áköfustu þjóðernisflokkarnir bera
þeim jafnvel á brýn, að hafa geng-
ið að harðari friðarkostum fyrir
hönd þjóðarinnar en nauðsyn
krafði. Þeir hafi hnept þjóðina
undir þrældomsokið í þeim eigin-
gjarna -tilgangi að komast sem
fyrst í valdasessinn. Tæplega mun
þó þessi ásökun eiga við rök að
styðjast. •— A umliðnum árum
hafa „sósíaldemokratar'' þráfald-
lega verið nauðbeygðir til að víkja
fiá stefnuskrá sinni, sjerstaklega
í utanríkismálunum, þar sem þeir
komu fram fyrir hönd allrar þjóð--
arinnar. Þykir kommúnistum sem
þar hafi þeir einatt verið íhalds-
samari og þjóðernissinnaðri en
stefnuskrá þeirra mælir fyrir. Hjer
við bætist andbyr í fjármálastjórn
ilini. Var svo komið í mars mánuði
1929, að ríkissjóður var gersam-
lega þurausinn, svo ekki var einu
sinuu fje fyrir hendi, til þess að
greiða opinberum embættismönn-
um laún sín. Var þá tekið það ör-
þrifaráð að fá stórlán hjá eld-
spýtnahringnum sænska. Um lán
þetta hefir mikið verið rætt ,og
mun mönnum hjer á íslandi vera
það kunnugt í aðalatriðum af
blaðafregnum. „Sósíaldemokratar''
gáfus't nú með öllu upp að reyna
að koma fjármálunum á rjettan
kjöl aftur, enda þótt þeir væru
fjölmennasti flokkur ríkisþingsins.
— Skipaði Hindenburg forseti þá
stjórn þá er við hann er kend og
enn situr við völd. Forsætisráð-
herra eða ríkiskanslari er maður
ao nafni Briining. Telst hann til
flokks þess er „Miðflokkur"
(Zentrum) nefnist. „Miðflokkur-
inn" á aðalítök sín meðal kaþ-
ólskra manna í Þýskalandi og þá
einkum í Suður-Þýskalandi, þar
sem flestir íbúarnir eru kaþólskir.
Flokknrinu er sá 4. fjölmennasti í
ríkisþinginu, á 69 fulltrúa. „Mið-
flokkur" hefir löngum haft orð á
sjer fyrir kæna flokksstjórn. Hefir
hann jafnan forðast að binda sig
kenníngum öfgaflokkanna, er
standa honum til hægri og vinstri,
eu fylgt jafnan því, er honum í
hvert sinn virtist hágkvæmast. í
trúmálum og uppeldismálum fylg-
ii flokkurinn auðvitað kenniugum
kaþólsku kirkjunnar. Nokkrir ráð-
hcrrar í ráðuneyti Briinings eru
úr flokki „sósíaldemokrata". Brún
ing tók brátt til óspiltra málanna
að koma fjárhag rikisius úr því
öngþveiti, er fyrirrennarar hans
höíöu skilið við hann í. Flestar
af tilraunum hans í þessa átt hafa
komið fram í mynd bráðabirgða-
laga og neyðarráðstafana ser
margs konar tollahækkanir, launt
liekkanir. Framan af kom hann
þtssum bráðabirgðalögum í gildi
með undirskrift forsetans einni, án
þess að bera þau undir ríkisþing-
ið. Varð hann brátt illa þokkaður
fyrir þetta af andstæðingunum,
sem nefndu hann öllum illum nöfn
um t. d. sultarharðstjóraun (Hun-
gerdiktator) o. s. frv. í utanríkis-
málum hjelt Briining sömu stefnu
og hið fyrra ráðuneyti, enda var
og er utanríkisráðherrann hinn
sami, Dr. Curtius, samverkamaður
og lærisveinn Stresemanns. — Því
hærri kröfur sem Brúning gerði
til sparsemi og fórnfýsi þjóðarinn-
ar, því meir óx ólga andúðar
öfgaflokkanna, kommúnista og
þjóðernissinna dag frá degi. Um
stefnuskrá kommúnista þarf ekki
að fjölyrða hjer. Öllum almenningi
mun hún kunn í aðaldráttum, en
lýsa verður þjóðerninsinnum með
nokkrum orðum. Þeir skiftast í 2
aðalflokka: ,Þýska þjóðernissinna'
(Deutschnationale) og „Þjóðernis-
sinnaða sósíalista" (Nationsozial-
itten, oft stytt í Nazis, er jeg ætla
að nefna Nazista til hægðarauka).
Flokkur „þýskra þjóðernissinna''
á nú 41 fulltrúa í ríkisþinginu.
Foringi þeirra er maður að nafni
Hugenberg. Hann var fyrir ófrið-
inn starfsmaður í fjármálaráðu-
neyti alríkisins. Eftir ófriðinn hef-
ir hann haft á hendi stjórn nokk-
urra mikilshattar iðnaðarfyrir-
tækja. Kjarnann í flokki Hugen-
bergs mynda liðsforingjar gamla
keisarahersins, aðalsmenn og stór-
iðjuhöldar. — Stefna flokksins er
mjög íhaldssöm og ákaflega and-
víg öllu því, sem sver sig í ætt
við kenningar Marx og Lenins. Að
alhugsjónir hennar eru frá keisara