Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1931, Blaðsíða 7
T.P.mOK MORGTJNBLAÐ8INS 135 Eldgos á Java. Fyrir nokkru urðu hræðileg eldgos á eynni Javst. sem er ein af austurindisku eyj- unum og nýlenda Hollendinga. Þessi ægifagra mynd er tekin meðan gosin stóðu sem liæst. Sveitabúskapur í Noregi 1815—1825. Eftir lýsingu J. Smiths bún- aðarstjóra var búskapur í Nor- egi gamaldags og stóð á lágu stigi í byrjun 19. aldar. — Plæg- ing öll og jarðvinsla var ófull- komin og grunntæk, áhöldin beima gerð og ljeleg. Allir notuðu rekur með járnvari og þær voru víða einu áhöldin til jarðvinslu. Þar sem plógar voru notaðir voru þeir að mestu úr trje, litlir ljettir og ristu grunt. Herfin voru líka ljett og allajafna með trjetindum. Ekki var betur statt með vinnu við áburðinn. Pæstir kunnu að drýgja hann eða blanda og ýmist var mykjan borin á túnið á smá um mykjusleðum eða hripi, sem slúlkurnar báru á bakinu. Á ökrum fyltist alt af illgresi og stafaði það að nokkru af því að bændur kunnu ekki til framræslu enda ljetu betri bændur sjer nægja að rækta hæfilega þurra móa. Svo var sömu korntegund sáð ár eftir ár án þess að hvíla jarðveginn þangað til ekkert vildi lengur spretta. Þá var sá akurbletturinn lagður niður og annar ræktaður í hans stað. Þeir, sem ræktuðu jörð- ina betur og báru vel á, fengu rnargfalt betri uppskeru og svo var þetta um ýmsa bæjabúa. Oft og einatt var útsæðið biandað, svo að fieira spratt á ókrunum en til var ætlast. Trúðu menn því, að bygg yrði að hófrum í votviðrum. Ekki var sú hjátrú betri að kartöflur væru eitraðar, jafnvel að menn fengju holdsveiki af þeim. Ekki var betur statt með með- ferð á skepnum. Alt var bygt á beit og útigangi. A haustin voru skepnurnar látnar ganga úti í lengstu lög, en þegar þær voru komnar á gjöf spreyttu stúlkurn- ar, sem hirtu búpeninginn, sig á þeirri erfiðu list, sultargjöfinni, að fleyta skepnunum á sem allra minstu fóðri. Fóðrið var aðallega úthey og hálmur en líka var notað trjálauf, lyng, þang og fiskúrgang- ur. Víðsvegar gáfu menn líka kún- um hrossatað. Þegar mest var haft við var hrossataðið soðið og bland- að í það dálitlu af mjöli. Þó stúlkurnar væru furðu leikn- ar í því að fóðra skepnurnar á sem minstri gjöf, þá fór sjaldan hjá því að eitthvað fjelli úr hor. A útmánuðum urðu menn oftast nær að draga mjög af fóðrinu, því allir strekktu við að setja sem mest á heyin. Kvenfólkið hvatti mjög til bess því það taldi veg sinn fara mjög eftir búfjáreigninni. Þær hirtu skepnurnar og kröfðust þess að sett væri á eftir sínu höfði, sjerstaklega hve margt væri haít í fjósi. Á vondum vetrum bar það og oft til að hver kýrin eítir aðra drapst úr hor á básunum. Fáir liöfðu efni á því að kaupa fóður handa skepnum hjá kaupmönnum. En það var ekki sulturinn einn, sem amaði dýrumun. Bændur vissu að kýrnar kæinust af með miima fóður ef vel var heitt í fjósinu og gerðu þess vegna fjósiii svo lág sem mest mátti verða. í þeim var hver básinn við annan og engin fóðurjata. Austaní'jalls voru glugg ar á fjósunum en vestiiní'jalls eng- ir nema ljóraop á þaki, eða smá- vindauga á veggjum, sem heyi var stungið í, þegar i'jósverkum var lokið. Var þá koldimt í fjósinu milli mjalta. Þá var ekki meira hugsað um að halda kúnum hrein- um en svo, að oft voru þær mor- andi í lús og sífelt með andstyggi- legum sárum og fleiðrum. Með hestana var betur farið en flestar aðrar skepnur. Þeir þurftu að vera í góðum holdum til þess að geta þolað brúkun og oft mátti á þeim græða, það hjálpaði og til að karlmönnum þótti það hinn mesti vegsauki að eiga góða hesta engu síður en konunum að eiga margar kýr. Þó margir hafi felt harða dóma um þetta ljelega búskaparlag, þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.