Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1931, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
133
Zamora, forseti bráðabirgðastjórnarinnar í Spáni, ávarpar lýðinn. Til hægri kröfuganga í Madriil,
Spánverja burtu frá ættjörðinni til
Frakklands.
Eftir komu sína til París ljet
Alfons tilkynna, að hann hefði
ekki afsalað sjer neinum af rjett-
indum sínum. Hann kvaðst aðeins
vera farinn úr landi um stundar
sakir. Þangað til fyrirhugað þjóð-
þing hefði ákveðið, hvort Spánn
ætti framvegis að vera lýðveldi
eða ¦ konungsríki sem fyr. Stjórn
Zamoras viðurkennir, að Alfons
hafi ekki formlega afsalað sjer
vóldum, en Zamora segir að það
hafi enga þýðingu.
Mörg og mikilvæg hlutverk
liggja fyrir stjórn lýðveldisoipruia
á Spáni. Umskifti frá einræði t.il
þingræðis eru oftast miklum ¦ fið-
leikum bundin. ekki síst þe^ar
mikill hluti þjóðarinnar hefir lít-
inn eða engan pólitískan þroska;
en þannig er ástatt á Spáni. —
Þar að auki eru ráðherrarnir í
st.jórn Zamoras ósammála um
margt. Stjórn hans er skipuð bæði
borgaralegum lýðveldismönnum og
sósíalistum. Baráttan á móti kon-
ungsvaldinu hefir sameinað þá að
undanförnu. En geta þeir haldið
saman nú þegar þeir eru komnir
til valdat
Margar hættur eru búnar hinu
unga spánska lýðveldi, m. a. af
hálfu konungssinna. Konungurinn
hefir enn marga fylgismenn. En
v Prá Madrid þegar konungHr sagði af sjer. Sporvagnarnir voru
notaðir sem ræðustólar fyrir hrifnh lýðveldissinna.
þó virðist sem stendur ólíklegt að
konungssinnar muni vinna sigur.
Margir óttast. að á Spáni muni
i'ara eins og í Rússlandi: Fyrst
einveldi, svo frjálslynt lýðveldi og
loks „rautt" einræði. Verkfóll hafa
verið gerð í ýmsum borgum, síðan
lýðveldið var sett á stofn, og
kommúnistar hafa víða stofnað til
alvarlegra og blóðugra óeirða. En
stjórninni tókst fljótlega að bæla
('((•irðirnar níður og sem stendur
er friður í landinu. En rússnesk-
ir erindrekar hafa verið sendir til
Spánar, til þess að undirbúa „bylt-
ingu öreiganna".
Mesta hætta á Spáni er þó scrn
stendur sú, að spánska ríkið kunni
að liðast í sundur. Macia forseti
lýðveldisins í Kataloníu hefir lýst
því yfir að Katalonía sje sjálfstætt
ríki í sambandi við spánska ríkið.