Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1931, Blaðsíða 4
132
LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS
Byltingin áSpáni.
Baráttan milli lýðveldismanna
og konungsins á Spáni er á enda,
að minsta kosti fyrst um sinn. Enn
einn af konungunum í Evrópu er
farinn frá völdum. Alfonso 13.
hefir bættst við í hóp hinna mörgu
konunga, sem steypt hefir verið af
stóli síðan heimsófriðnum lauk.
Lýðveldi er sett á stofn á Spáni.
Og einræðið er á enda þar í landi.
Lán vifðist ekki fylgja einræðinu,
hvorki þar nje annars staðar.
Tímarnir breytast. Fjöldi Spán-
verja flýðu land og lifðu í útlegð á
einræðisárunum. Nú streyma þeir
heim til Spánar. Á frönsk-spánsku
landamærastöðinni Hendaye mæta
þeir öðrum straumi, aðalsmönnum
o. ö. konungssinnum, sem flytja
með sjer skartgripi sína og aðra
verðmæta hluti.
Fyrir nokkrum vikum voru að-
alleiðtogar lýðveldismanna, Zam-
ora o. fl., pólitískir fangar í Mo-
delo-fangelsinu í Madrid. Nú er
Zamera æðsti valdhafi á Spáni,
stjómarforseti hins nýja lýðveldis.
Flestir ráðherranna í stjórn hans
eru fjelagar hans frá Modelo-fang-
elsinu.
Hinn mikli og óvænti sigur lýð-
veldismanna við bæjarstjórnar-
kosningarnar þ. 12. þ. m. neyddi
konunginn að lokum til þess að
fara frá völdum. Fyrst eftir kosn-
ingarnar ætlaði hann sjer þó að
sitja áfram við völd og gefast ekki
upp fyr en í fulla hnefana. En lýð-
veldishreyfingin var orðin honum
ofurefli. Hinn 14. þ. m. var upp
reisn hafin í flestum borgum á
Spáni. Ibúarnir í Barcelona, höfuð-
borginni í Kataloniu, riðu á vaðið
og settu lýðv«ldi á stofn undir'
forystu Mácia ofursta.
Uppreisnin breiddist á fáeínum
klukkustundum um svo að segja
alt landið. í hverri borginni á
fætur annari voru fánar lýðveldis-
ics dregnir á stöng á opinberum
Macia ofursti
bráðabirgðaforseti Kataloníu.
byggingum, og lýðveldismenu
ýstu því yfir, að lýðveldi væri sett
á stofn. Hvergi þorðu yfirvöldin
að skerast í leikinn.
Spánska stjórnin, konungssinna-
stjórn Aznars, sá sjer ekki annað
fært en að segja af sjer. Konung-
urinn leitaði nú samvinnu við Zam-
ora. en hann n itaði samvinnu við
konunginn. Konungurinn bauðst þá
til að afsala sjer völdum í hendur
sonar síns, prinsins af Asturiu, en
lýðveldismenn heimtuðu lýðveldi
þegar í stað.
Konungurinn hafði nú aðeins um
tvent að velja: Annað hvort að
setja hart á móti hörðu eða að
fara frá völdum. Mótspyrna af
hálfu konungsins hefði án efa leitt
til borgarastríðs. Foringjar kon-
ungssinna ráðlögðu því konungn-
um að fara frá völdum. Að lokum
afrjeð hann að gefast upp. Gerði
hann það til þess að komast hjá
borgarastríði? Eða gat hann ekki
reitt sig á herinn?
Alfons konungur, myndin te kin rjett áður en hann varð að
hrökklast frá völdum.
Kl. 6 þ. 14. var tilkynt opinber-
lega, að konungurinn væri farinn
fiá völdum. Ronianonps utanríkis-
ráðherra gekk á fnnd Zamoras
og lagði alt vald í hans hendur.
Zamora hafði skömmu áður mynd-
af lvðveldisstjórn.
Að kvöldi sama daers fór Alfons
13. frá Madrid. Klökkur kvaddi
hann hirðfólkið og sagði um leið:
,..Teg fer úr landi, en kem aftur".
Hann ók svo í bfl til Carta?ena.
Spánskt herskip beið hans þar og
flutti sro hinn síðasta konung