Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Side 2
154 LESBÓK MOHötrNBLADSINS heim kom hann 1872, hafði þá ver- ið settur kennari við latínuskólann en fekk veitingu fyrir embættinu 1874. Yfirkennari varð hann 1895 og 1905 rektor skólans. Því em- bætti gegndi hann fram á árið 1913 og vann því við skólan yfir 40 ár. Hann var ágætlega mentaður maö- ur og víðlesinn, bæði í latneskum og grískum fornbókmentum og í helstu skáldbókmentum síðari tíma. Hann varð líka einn af helstu máttarstólpunum, sem báru uppi skáldbókmentir okkar um langt skeið, og þar af leiðandi einn þeirra manna, sem víðtæk áhrif liafa haft á andlegt líí þjóðarinn- ar. Mörg af ljóðum hans hafa nú um langan aldur verið meðal hins fyrsta, sem íslenskir unglingar hafa lært og sungið, fest í minni og tekið trygð við. Flest allir eiga þeir honum að þakka fleiri eða færri ánægjustundir, fleiri eða færri fagrar og frjálsmannlegar hugsan- ir, sem ljóð hans og rit hafa vakið. Lofsöngvar hans um frelsi, fegurð og ást, hafa látið eftir sig góð og göfgandi áhrif. Adeilukvæði hans og háðvísur geyma spakmæli, sem hafa orðið rótgróin í minnuin manna. Hann vandaði alt sem hann ljet frá sjer fara, vildi ekk- ert ljótt nje óvandað láta eftir sig iiggja. Hann vildi „bera gulliuu vitni“, eins og hann segir í einu af kvæðum sínum frá efri árum, vildi mála ,rósina‘ en ekki „þrekk- inn“, eins og hann líka segir á öðrum stað. En hvorttveggja er hjá honum ádeila gegn þeu-ri lista- stefnu, sem honum þótti fara í öfuga átt.. Annars var hann eng- inn vígamaður eða stefnuþjarkur í bókmentunum. Hann var þar frið- semdarmaður og prúðmenni, eins og í lífi sínu og dagfari. Út á við var hann yfirlætislaus, fáskiftinn og óáleitinn. En í sínum hóp var hann gamansamur og hæðinn. Hann gat fram til hins síðasta hlegið dátt að því, sem skoplegt var, einkum ef það kom fram í monti og yfirlæti. Oangi almennra mála fylgdi hann altaf með áhuga, þótt hann tæki ekki beinan þátt í stríð- inu um þau. Á Hafnarárum sín- um var hann eindreginn fylgis- maður Jóns Sigurðssonar, eins og kvæði hans bera vott um, og altaf var hann harður í dómum um þá íslendinga í Kaupmannahöfn, sein verið höfðu í andstöðu við Jón Sigurðsson. Þótt hann ílengdist í Kaupmannahöfn fram yfir fer- tugt, kvæntist danskri konu, ætti ýmsa góðkunningja meðal danskra mentamanna og fengist nokkuð við ritstörf á dönsku, þá mátti vel heyra það á honum, þegar hann mintist þeirra tíma, að hann hefir altaf verið mjög íslenskur i hugsunarhætti, og lá honum jafn- an miklu ver orð til þeirra landa sinna, sem honum fanst hafa brugð- iö út af því, heldur en liinna. Þegar Steingrímur hefir lokið skólanámi hjer heima og fer utan, er Jón Sigurðsson á besta skeiði, og er þá að koma skipulagi og festu á sjálfstjórnarkröfur íslend- íúga. Einmitt tímamótaárið sjálft, þjóðfundarsumarið 1851, kemur Steingrímur í hóp landa sinna í Kaupmannahöfn, þann hóp, sem var fyrsti vísirinn til þess stjórn- málaflokks, sem síðar fylkti sjer um Jón Sigurðsson og kenningar þær, sem hann flutti um rjettar- stöðu Islands gegn Danmörku. Dvalarár Steingríms í Kaupmanna- höfn eru baráttuár Jóns Sigurðs- sonar, vakningarárin, þegar hugir manna hjer á landi eru alment að losna úr læðingi liðinna tíða. Hugs- unarhátturinn er að breytast, von- irnar að glæðast um betri tíma framundan og trúin á landið að festa rætur hjá almenningi. Þetta er tímabil föðurlandskvæðanna og frelsisljóðanna, meðan stjórnfrels- ir er ófengið, en menn berjast fyr- ir því og vænta þess. Forsöngvar- inn, Jónas Hallgrímsson, er nýfall- inn ungur í valinn, en hin yngri og uppvaxandi skáld taka við af honum, og í þeim hópi er Stein- grímur Thorsteinsson fremstur í flokki. Ættjarðarkvæðin og frelsis- Ijóðin eru einn höfuðþátturinn i kvéðskap hans á útivistarárunum í Kaupmannahöfn. Þau eru fram- lag hans til þeirrar baráttu, sem íslenska þjóðin háði á þeim árum fyrir frelsi sínu. Og það framlag er stórt. Hvatakvæði Steingríms voru bæði ort af svo heilum hug, að þau hrifu menn þegar, og líka af svo miklu mannviti, að þau læstu sig föst í minni manna. Allir dáðust að „Yorhvöt“ Steingríms, og það er efamál, hvort nokkurt söngljóð hefir ómað betur í hug- um íslendinga en hún gerði á sín- um tíma. Hann biður vorgyðjuna, sem þá er á leið til ættlands hans, að syngja þar: „Um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú. Svo verður, ef þjóðin er sjálfri sjer trú. Vjer grátum hið liðna, en grátum sem stytst, svo grátum ei komandi tímá. Ei sturlun oss gefur þá stund, sem er mist, en störfum fyrst liðin er grípia. Því feðranna dáðleysi’ er barnanna böl og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl. Það hitti vel í mark á þeim ár- um er Steingrímur sagði í sama kvæðinu: Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelslsins þjónustu gerð. Kvæðið endar á þessu alkunna erindi: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósa log, sem ljóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur ægis um klettótta strönd. Þetta eru ómarnir frá frelsis- baráttunni fyrir 1874, en inn í þá eru fljettuð sígild spakmæli. Við, sem nú erum komin á hin efri árin, munum með hve mikilli hrifningu þetta kvæði og fleiri slík voru sungin á æskuárum okkar. Stein- grímur er áhrifaríkasta hvata- skáldið á tímabilinu fyrir 1874 og um langan t-íma þar á eftir. Annar meginþátturinn í ljóða- gerð Steingríms eru náttúrulýsing- ar hans, og meðal þeirra eru vor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.