Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Side 7
LÉSBÓK MORÖUNBLAÐSINS 15§ gera, að vita hvort eigi væri hægt að koma gamla metinu fyrir katt- arnef. 18. apríl voru því þrjár svifflugur dregnar upp í 800 m. hæð og slept þar. Tvær af flugun- um svifu frá Darmstaxlt til Bruchs- al, eða rúma 80 km. og komust þannig nokkra kílómetra fram úr gamla metinu. Þriðju flugunni gekk aftur á móti töluvert betur, því hún lenti eigi fyr en í Brúhl í Baden, eftir rúml. 140 kílómetra svifflug. Flugmaðurinn Groenhoff, sem flugunni stjórnaði, komst þannig tæpa 70 km. fram úr gamla metinu og er flug lians mjög rómað. Groenhoff segir svo frá„ að rjett eftir að flugunni hafi verið slept í 800 metra hæð, þá hafi hann lent í stormhviðu og við það hepn- aðist honum að komast upp í 1200 metra hæð. Frá Darmstadt. sveif hann suður yfir Odenwald, fram hjá Heidelberg, inn yfir Baden. — Hafði flugan þá lækkað ofan í 400 metra hæð. Brátt kom hann auga á hæðadrögin við Bruchsal þar sem fjelagar hans höfðu orðið að lenda, og var hann þá mjög í efa um, hvort takast mundi að komast yfir hæðadrögin. Heppn- aðist það vonum betur. Altaf smá- hækkaði flugan, sem sveif hægt og tignarlega suður á bóginn, og nær og nær komu hæðirnar sunnan við Briihl. Með hverri mínútu er leið, virtust þær honum verða hærri og hærri og um leið þverraði vonin um að komast yfir þær. Og engin vindhviða vildi rjetta honvlm hjálparhönd. Nú var ekki annað að gera, en að leita hæfilegs lend- ingastaðar og slíkur staður var Brúhl. Hjer rendi hann sjer ljetti- lega til jarðar og var hinn ánægð- asti yfir ferðalaginu. Nýtt met hafði hann sett, nýtt þrekvirki var unnið! Og hver er draumur allra flugmanna, ef ekki ný met og vax- andi frægð! Hann: Munduð þjer vilja gift- ast óbrotnum manni, sem á nóga peninga. Hún: Getur vel verið — hvað eigið þjer mikið? IsafoldarprentsmitSja h.f. Smælki. — Já. — Hvaða stafur kemur á eft- ir A? — Allir hinir. -— Hve lengi hafið þjer verið atvinnulaus? — Bíðum við nú við — hvað er jeg gamall? Nýgift kona: Þessi egg eru svo óttalega lítil — annað hvort gefið ])jer hænunum of lítið, eða þjer takið eggin of fljótt undan þeim. í „Nordsjællands Venstreblad“ er eftirfarandi smásaga Um prest, sem nú er dáinn. — Þegar liann var nýlega orð- inn prestur, gegndi hann presta- kalli á Vestur-Jótlandi og hall- aðist söfnuðurinn mjög að hehna- trúboði. Einn sumar sunnudag var hann að messa og söfnuðurinn hlustaði með andagift á ræðuna. Gegnt prjedikunarstólnum var giuggi og sá presturinn út um hann í kirkjugarðinn. Þar sat gömul kona, sem hjet Stina, og var með geitina sína í bandi. Það var heitt í veðri og Stínu tók að syfja. Hvað eftir annað hneig höfuð hennar niður á bringu. — Geitin hætti að kroppa og horfði á Stínu um stund. En svo var sýnilegt- að geitin hjelt að Stina ætlaði að stanga sig og bjóst hún til að taka í móti og setti sig í stellingar. Þetta þóttí prestinum svo hlægilegt, að hann skeldi upp úr í miðri ræðu. Sóknarbörnin hneyksluðust stórkostlega,á þessu og svo lauk að presturinn varð að sækja um annað brauð. — Þjer viljið skilja við mann- inn yðar, frú. Hafið þjer nú ræki- lega athugað þetta mál? — Já, herra lögfræðingur, það gerði jeg áður en jeg gifti mig. Hún: Hvað mundir þú gera ef þú værir miljónamæringur ? Hann: Ekkert. — Hann Sigurður ljet barna- heimilinu eftir allar eigur sínar. — Það var fallega gert af hon- um. Hvað var það mikið sem hann átti ? — Sjö börn. Jeg flý til þín. Jeg flý til þín ó, fagra bygð, þjer fjöll og elfur breiðar, og við jeg uni vötnin skygð, og víði grónar heiðar, ]>egar klaka bresta bönd, og birtan fyrir hiindum og grænka aftur gróðurlönd og grös á eyðisöndum. Ingvar Guðmundsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.