Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 1
EinKennilegt landndm í Ásíralíu.
Saga sameignarbygðar.
Eftir próf. A. Lodcwyckx.
Próf. A. Lodewyckx.
A 19. öldinni voru raargar til-
raunir gerðar í ýmsum löndum til
þess að stofna sameignarlendur, í
þeirri von að hagur manna yrði þá
betri. P.lestar af tilraunum þess-
um liafa þó staðið skamman tíma.
Á ferðum mínum um Ástralíu í
fyrra, rakst jeg á leifar af gamalli
sameignarmannabygð, sem þá
mátti heita fal'lin í gleymsku. Jeg
rannsakaði síðan uppruna hennar
og sögu, eftir því sem unt var, og
þykir mjer ekki ólíklegt, að les-
endum Morgunblaðsins þætti gam-
an að heyra frá henni sagt, því
ekkert hefir verið um hana ritað
utan Ástralíu.
í>að eru nú nálega 100 ár síðan,
árið 1838, að nokkur þúsund
þýskra Lútherstrúarmanna fluttu
tii Ás-tralíu, sökum þess að þeim
þótti prússneska stjórnin skerða
trúairbragðafrelsi þeirra. Þessir út-
fiytjendur voru mjög guðhræddir
og strangtrúaðir eftir fornum Lút-
herskum sið, og vildu halda öllum
kenningum Lúthers hreinum og
óspiltum. Þeir stofnuðu því sjer-
staka þýska söfnuði í Suður-
Ástralíu og síðar í Victoria, New
South Wales og Queenslandi. —
Standa margir þeirra enn í full-
um blóma.
Meðal þessara manna voru
nokkrir trúarvinglsmenn, sem
höfðu sínar sjerstöku skoðanir á
ýmsum kenningum biblíunnar, og
urðu prestum sínum til margvís-
legra vandræða. Einn þeirra var
maður nokkur frá Posen að nafni
Johan Priedrich Krumnow.
Fátt er kunnugt um æfi Krum-
nows á Þýskalandi, en svo virðist
sem hann hafi hallast að kenning-
um Herrnhúta bræðraf jelagsins, og
staðið í sambandi við það.
Krumnow mátti heita óment.aður
maður og stundaði klæðskeraiðn.
Hann var lágur vexti, næstum því
dvergur og talaði þýsku með svo
einkennilegu, .óþægilegu nefhljóði,
að erfitt var að skilja hann. Þrátt
fyrir þetta hafði hann einhver
dularfull áhrif á þessa einföldu,
þýsku landnema í Suður-Ástralíu.
Margir þeirra sóttu trúarsamkom-
ur, sem hann hjelt , á heimilum
fylgismanna sinna. Hann flutti
fagnaðarboðskapinn eftir sínu
höfði, kendi að endurkoma Krists
væri í nánd og lagði mikla áherslu
á það, að allir sannkristnir menn
ættu að hafa sameign á öllu, sem
þeir ætti. Sagði hann og, að sjer
væri gefið vald til þess að reka út
illa anda. Kunna menn að segja frá
nokkrum dæmum hversu hann fór
að því. Hann hagaði sjer svipað
og dáleiðendur gera á vorum dög-
um, en þuldi annars biblíustaði til
þess að reka þann vonda burtu.
Sameignin var þó aðalatriðið í
kenningu Krumnows. Hann reyndi
í nokkur ár að stofna sameignar-
bygð í Lobctal, en misheppnaðist
það. Hann yfirgaf því Suður-
Ástralíu og urðu Lúthersku klerk-
arnir því fegnir. Pluttist hann þá
til nágrannanýlendunnar Victoria.
Eitthvað 10—12 landnemar flutt
ust með honum, svo og fjölskyldur
þeirra. Alt voru.þetta trúir læri-
sveinar hans og aðdáendur, enda
afhentu þeir Krumnow allar eignir
sínar og fyrir þær keypti hann um
1000 hektara af landi í Vestur-
Victoria, nálægt Hamilton. Það
var á lágum graslendisásum, sem
vel voru fallnir til fjárræktar.
Þýsku landnemarnir tóku nú
strax til starfa og brátt reis þar
upp dálítið sveitaþorp. Þrjár af
byggingunum standa enn og bera