Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Síða 1
JfítflorgMtiMaiDsÍMs 4. tölublað; Suimudag'inn 31. janúar 1932. VII. áxgangúr. André Maurois: H e i I r æ ð i. Höfundur />essarar cjreinar, sem birtist í franska hlaðinu Le Joumal, er einn af fræoustu rithöfund- um Frakka. Hann er efnaður iðjuhöldur, senl hefir lac/t ást á bókmentir og ritstörf. Meðal verka sem eftir hann liggja eru æfisögur hans frægastar. Æfi- saga Byrons er meistaraverk, samin af óvenjulegri vandvirkni með sjálfstæðunn rannsóknuní, ]>ar sem höfundurinn hefir ferðast um alla />á staði sem Byron dvaldi á og ekkert sparað til að safna sem mestum og bestum gögnum. Úr öllu saman vinnur hann svo af þeirri snild, sem ást á viðfangsefninu og manninum blæs gáfuðum listanmnni í brjóst. Æfi- saga Disraeli’s er líka ein af perlwm hinwi nýrri frönsku bókmenta. Vanlíðan mannanna lýsir sjer mest í synd og kvöl, líkamlegri og andlegri. Við verðum að vor- kenna þeim, sem þannig er á- statt fyrir og reyna að koma þeimj til hjálpar. Það er ekki unt að lækna þá nema með því að nema í brott orsakirnar til þjáninga þeirra. Ástin og trúin veita mönnum hamingju, sem ekkert bítur á. Maður getur öf- undað slika menn, dáðst að þeim. En enginn getur öðlast slíka hamingju með viljamagni sínu. Mig langaði til að minnast hjer á hamingju, sem er einfaldari og ekki eins brennandi heit, ham- ingju, sem meiri hluti almennings ætti að geta öðlast með því að gæta nokkurra fyrirmæla and- legrar heilsufræði. Fyrsta heilræði: Forðastu of langar íhuganir um fortíðina. Ihugunin um sjálfan sig grefur upp daprar endurminningar, hefndarhug, ímyndaða sjúkdóma. Fagrar listir, einkum leiklist, tónlist og skáldskaparlist, hafa verið fundnar upp einmitt til að beina hugum mannanna burt frá slíkum döprum eintölum við sjálfan sig. I>að er fjarri mjer að halda því fram að menn hafi ilt af að hugleiða. Svo að segja hver einasta mikilvæg ákvörðun á að vera afleiðing af íhugunum, en slíkar íhuganir eiga sjer á- kveðið takmark og eru hættu- lausar. Hættan er í því fólgin að jórtra upp látlaust fyrir sjálf- um sjer tapið, sem maður hefir orðið fyrir, eða móðgunina sem manni hefir verið sýnd, heimsk- una sem maður hefir látið út úr sjer, í stuttu máli það sem ekki verður við gert. „Gráttu aldrei út af mjólk sem þú hefir mist niður“, segir enskt máltæki. Við þekkjum öll meðal ætt- ingja okkar þessa menn, sem finSt þeir verá hundeltir af ó- gæfunni og vildu stía aðra æfi- langt inni í sjálfheldu viðburða, sem voru sorglegir, en ekki verð- ur framar um ]>okað. Andinn ]>arf öðru hverju laugunar við, endurnýjunar. Engin hamingja án gleymsku. Til ]>ess að losna þannig við sjálfan sig eru fleiri leiðir en ein. Sú besta er vinnan. Iðjuleys- inginn er einlægt á valdi óham- ingjunnar. Svefnlausum manni líður ávalt illa, af ]>ví að honum verður ekkert ágengt á flóttan- um frá hugsunum sínum. Byron, sem var óhamingjusamur að eðl- isfari, fann hamingjuna í Grikk- landi, í frelsisstyrjöldinni. I>ar hafði hann þó hvorki þægindi nje skemtanir, en hugur hans hafði nóg að starfa, og hann gleymdi. Jeg hefi aldrei sjeð snnnan framkvæmdamann ó- hamingjusaman meðan hann var að verki. Hvernig mætti slíkt verða? Eins og barnið sem leikur sjer, hættir hann að hugsa um sjálfan sig. Ef þjer er varnað að standa í stórræðum, þá lítils- virtu ekki hin smærri störfin. Ræktaðu garðinn þinn. Safnaðu eínhverju. Legðu þig eftir em- hverri fræðigrein. Lærðu að leika á eitthvert hljóðfæri, lærðu er- lenda tungu. Ef þú getur ekki hafst neitt að sjálfur, flýðu þá sjálfan þig í leikhúsinu, í bíó, í skáldsögu. Panem et circenses, brauð og leika, hrópuðu róm- versku borgararnir. I>eim hefir verið álasað fyrir það. Hvers vegna? Jeg held að þeir hafi haft rjett fyrir sjer. Leikarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.