Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 1
bék 3Mov&mibl&b*m* 4. tölublað. Sunnudaginn 31. janúar 1932. VII. árgangiir. André Maurois: H e i I ræð i Höfundur þessarar greinar, sem birtist í franska hiaðinu Le Jountal, er einn af frægustu rithöfnnd- um Frakka. Hann er efnaður iðjuhöldur, sem hefir lagt ást ábókmentir og ritstörf. Meðal verka sem eftir hann Uggja ern æfisögur hans frægastar. Æfi- saga Biirons er meistaraverk, saniin af óvenjalegri vandvirkni með sjálfstæðwn rannsóknum, ]>ar sem höfundvrinu hefir ferðast um alla />á staði sen> Byron dvaldi á og ekkert sparað til að safna sem mestum og bestum gögnum. Úr öllu saman vinnur hann svo af þeirrí snild, sem ást á viðfangsefninu og manninum blæs gáfuðum listainmnni í brjóst. Æfi- saga Disraeli's er líka ein af perluwi hinna nýrri frönsku bókmenta. Vanlíðan mannanna lýsir sjer mest í synd og kvöl, líkamlejrri og andlegri. Við verðum að vor- kenna þeim, sem |>annig er á- statt fyrir og reyna að koma ]>eimi til hjálpar. T>að er ekki unt að lækna ]>á nema með ]>ví að nema í brott orsakirnar til ])jáninga ]>eirra. Ástin og trúin veita mönnum hamingju, sem ekkert bítur á. Maður getur öf- undað slíka menn, dáðst að ]>eim. En enginn getur öðlast slíka hamingju með viljamagni sínu. Mig langaði til að minnast hjer á hamingju, sem er einfaldari og ekki eins brennandi heit, ham- ingju, sem meiri hluti almennings ætti að geta öðlast með því að gæta nokkurra fyrirmæla and- legrar heilsufræði. Fyrsta heilræði: Forða-stu of langar ihuganir wn fortíðina. Ihugunin um sjálfan sig grefur upp daprar endurminningar, hefndarhug, ímyndaða sjúkdóma. Fagrar listir, einkum leiklist, tónlist og skáldskaparlist, hafa verið fundnar upp einmitt til að beina hugum mannanna burt frá slíkum döprum eintölum við HJálfan sig. I>að er fjarri mjer að halda j>ví fram að menn hafi ilt af að hugleiða. Svo að segja hver einasta mikilvæg ákvörðun á að vera afleiðing af íhugunum, en slíkar íhuganir eiga sjer á- kveðið takmark og eru hættu- lausar. Hættan er í því fólgin að jórtra upp látlaust fyrir sjálf- umi' sjer tapið, sem maður hefir orðið fyrir, eða móðgunina sem manni hefir verið sýnd, heimsk- una sem maður hefir látið út úr sjer, í stuttu máli ]>að sem ekki verður við gert. „Gráttu aldrei út af mjólk sem þú hefir mist niður", segir enskt máltæki. Við ]>ekkjum öll meðal ætt- ingju okkar ]>essa menn, sem finst þeir vera hundeltir af ó- gæfunni og vildu stía aðra æfi- langt inni í sjálfheldu viðburða, sem voru sorglegir, en ekki verð- ur framar um ]>okað. Andinn ]>aif öðru hverju laugunar við, ondurnýjunar. Engin hamingja án gleymsku. Til þess að losna |>annig við sjálfan sig eru fleiri leiðir en ein. Sú besta er vinnan. Iðjuleys- inginn er einlægt á valdi óham- ingjunnar. Svefnlausum manni líður ávalt illa, af ]>ví að honum verður ekkert ágengt á flóttan- um frá hugsunum sínum. Byron, sem var óhamingjusamur að eðl- isfari, fann hamingjuna í Grikk- landi, í frelsisstyrjöldinni. I>ar hafði hann ]>ó hvorki ]>ægindi n.je skemtanir, en hugur hans hafði nóg að starfa, og hann gleymdi. Jeg hefi aldrei sjeð sr>nnan framkvæmdamann ó- liamingjusaman meðan hann var að verki. Hvernig mætti slikt verða? Eins og barnið sem leikur sjer, hættir hann að hugsa um sjálfan sig. Ef ]>jer er varnað að standa í stórræðum, ]>á lítils- virtu ekki hin smærri störfin. Ræktaðu garðinn ]>inn. Safnaðu einhverju. Legðu ]>ig eftir em- hverri fræðígrein. Lærðu að leika á eitthvert hljóðfæri, lærðu er- lenda tungu. Ef þú getur ekki hafst neitt að sjálfur, flýðu þá sjálfan ]>ig í leikhúsinu, í bíó, í skáldsögu. Panem et circenses, brauð og leika, hrópuðu róm- versku borgararnir. I>eim hefir verið álasað fyrir ]>að. Hvers vegna? Jeg held að þeir hafi haft rjett fyrir sjer. Leikarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.