Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 2
Lésbók mcrgunblaðsIns sö ormi, sem kastaði gorkúlum fram- an í heiðanlegt fólk og gæti aldrei sjeð skikkanleg börn í friði. Bn móð ir Jóns þóttist víst ekki verri upp- eldisfræðingur en hver annar, að minsta kosti svaraði hún í sama tón. Þannig jókst orð af orði, og að lokum börðust þær eins og kerl- ingar og hanar geta barist, en engi önnur dýr i jarðríki. Svo þegar karlarnir komu heim um kvöldið voru þeir livor í sínu lagi eggjaðir til stórræða og hefnda, en með því að þeir höfðu verið í kolavinnu um daginn og voru nú all-dasaðir orðnir, voru þeir menn íriðsamir, borðuðu graut sinn þegjandi, siigðu kerl- ingum sínum að ha>lda kjafti og fóru að sofa. Bn nafnið festist við Jón, ef td vill mest fyrir J>á sök, að þama var fult af Jónum og erfitt að aðgreina þá í daglegu tali, nema með einkverju auknefni. III. Strax og Jón var sloppinn úr klóm skólans og prestsins fór hann í fiskvinnu. Ekki svo að skilja að hann liafi ekki verið farinn að vinna áður, því að krakkarnir í kofahverfinu eru látnir vinna frá blautu barnsbeini, ef nokkra vinnu er hægt að fá handa þeim. Jón fór að vinna eins og fullorðinn maður, við hvað sem var og hvenær sem var — allan ársins hring. Seytján ára gamall var hanu orðinn af- bragð ungra manna i kofahverfinu. Hann reykti pakkatóbak í krónu- pípu, hversdagslega. Bölvaði matn- um hjá móður sinpi. Tók systur sínar tvær með sjer á bíó á laugar- dagskvöldum, ásamt tveiinur kunn- ingjum sínum og systur annars þeirra. Hinn átti enga til alltav hamingju. Á eftir fóru svo öll niður í kaffi- hús við höfnina, þar sem drukkið var ódrekkandi kaffi og eitraður smyglaður spíritus í viðlögum og dansað eftir grammófón eða harmó niku, þegar mest var við haft. Dömurnar báru kjóia úr gerfisilki og sokka úr sama efni. Andlit þeirra voru púðruð — illa að vísu, er þó púðruð. Augabrúnirnar dekktar með eigin höndum, og varirnar litaðar með þeim ódýr- asta varalit, sem hægt var að fá tyrir peninga. Þær sátu þarna á stólræflunum, krosslögðu leggina, hölluðu undir flatt, brostu og biikkuðu, rjett eins og þær væru fínar dömur, sem ættu heima í húsi með vatnsleiðslu og skolp- rörum. 0g þær reyktu sigarettur, þær bestu, sem fáanlegar voru á heimsmarkaðinum, sögðu herrarn- ir, sem buðu, Commander. Herrarnir voru á betri fötunum, búðarfötum, sem höfðu kostað 80 kr. eða meira. Þeir drukku venju- lega pilsner og sögðu stelpunum að þær hefðu andskoti góð „body“, hvað þær tóku sem „kompliment“ og „blikkuðu“ þá elskulega í stað- inn. Þetta unga fólk sat ekki alt af á stólunum. Það dansaði yfir slitið trjególfið, eftir hljómfalli liins gargrómaða glymskratta eða drunum draggargansins. Og daris þess var ekki neinn draumur uppi í skýjum skáldskap- arins. Nei, dans þess var bara blá- köld nauðsyn í heimi raunveruleik- ans. Hinir ungu synir og hinar ungu dætur kofahverfisins þrýstust fast hvert að öðru, nutu þess að finna- fyrir stælingu vöðvanna og hita blóðsins. í ruddalegum orðum þeirra fólst ti'beiðsla, og í óhefluðum atlotum ]>eirra bjó þó undirgefni undir r ilja ástarinnar — vilja kynsins — vilja þess leyndardóms, sem er leyndardómur allra leyndardóma. IV. Tíminn leið, Jón var. ýmist í landvinnu eða á sjó. Stundum fór hann á síld á sumrin og „þjenaði'‘ ]>á vel eða illa eins og gengur. Á veturna var hann oftast nær land- maður á lóðabát. Hann hafði nti einn um tvítugt og var talinn dugnaðarmaður til allra verka, livort heldur á sjó eða landi. Þegar hann gekk um í kofa- hverfinu í nankinsgalla og klof- bússum með hendurnar í buxna- vösunum og ,,Commanderinn‘' dinglandi í munnvikinu, hefði eng- inn dirfst að minnast ]>ess í orði, að hann hefði verið kallaður Jón gorkúla. Sá hinn sami myndi hafa legið marfíatur á næsta augnabliki, með blóðnasir eða brotna tönn, þvi að Jón var hverjum manni harð- iientari. Vöðvar hans voru gildir , og harðir af að bera skippunds- börur af fiski, bisa við þunga lóða- bala, róa út herpinætur og annað þess háttar. Orðfæri hans var mótað af að skammast við fjelagana, þar sem enginn vildi láta sig. Þar dugði ekkert kurteisisgutl. Svo var það I íka auðvitað, að enginn gat þar talist maður með mönnum, nema liann gæti sagt mergjaða sögu þannig, að hann gæti haldið athygli áheyrenda sinna. V. Systur Jóns voru nú trúlofaðar kunningjum hans frá seytján ára aldrinum og fyrstu skemtununum, sem áður hefir verið minst á. Og Jón var trúlofaður systui' annars Jieirra. Það hlaut að fara svona, því að það hefir alt af verið þannig, að þegar stúlkurnar í kofahverfinu eru orðnar gjafvaxta, — svo að maður noti orð úr ritmáli, — þá leggja þær lag sitt við einhvern ungan mann í kofahverfinu, sem er á líku þroskaskeiði. Stúlkurnar þarna upp frá eru ekki eftirsóttar af ungu mönnun- nn niðri í sjá'lfum bænum nema þá xvöld og kvöld. Og ungu karlmennirnir i kofa- íverfinu yrða ekki á hinar fín- ,erðu, slaghörpuleikandi heimasæt- II niður þar, nema annað hvort út ir drukknir eða þá í svæsnustu íosningabardögum eða langvinnum erkföllum. Gróa, unnusta Jóns, var um þess- r mundir tæplega tvítug að aldri. Hún hafði skollitað hár, var dá- ítið freknótt og nokkuð munn- stór. Líkamsvöxtur hennar bar öll ýinkenni ungrar, fullþroska konu, þem aldrei hefir tekið inn dýrar pillur til að megra sig, og drukkið ■svo rjóma og súkkulaði til að fita í ig aftur. Hendur hennar og fætur báru ]>ess vott, að hún gekk í fisk eða síld á sumrin og vann einnig að fiskþvotti á veturna, útskipun, uppskipun eða hverju sem bauðst. Helstu skemtanir hennar í tóm- stundum voru að fara á bíó eða ball í „Bylgjunni“, kaffi'húsinu við höfnina. Og af þtí að hún átti því láni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.