Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 7
LE8BÓK MORGWJBLAÐattfS 35 öld. Er talan mismunandi. Á síðari hluta 17. a'ldar og alt fram undir 1740 er talan ár livert, þar sem hiin er kunn, ýmist innan eða ofan við 100; lægst 35 árið 1699, en hæst 140, árið 1703. Ætíð eru hvítir fálkar þar á meðal; stundum þó að eins einn, önnur árin fleiri, alt upp í 10—12. Árin eftir 1740 er fálkatekjan meiri; t. d. 1743; 149 gráir, 4 hálfhvítir og 3 hvítir. 1744: 180 gráir, 6 hvítir, 2 hálfhvítir. 1745: 129 gr., 21 hv., 11 hhv. Þá hafði aldrei fyr veiðst jafnmargir livítir. Næsta ár veiddust 96 gráir, 10 hvítir. Þá lcvörtuðu fálkameist- ararnir yfir því hve fáikarnir væru fáir, sjerstaklega þeir hvítu, en það var afsakað með því, að hafís hefði þá um veturinn ekki komið til landsins; veturinn verið „alt of“ mildur og rjúpurnar ekki leitað niður í bygðina, en henni fylgi fálkinn. Næstu ár veiddust ögn færri. Árin 1751—54 eru hin mestu happaár fyrir veiðina. Árið 1751 komu flugfálkarnir í flokkum með hafísnum og þá veiddust 50 gráir, 42 hvítir, 11 hálflivítir. 1752: 85 gráir, 18 hvítir, 12 hálfhvitir. 1753: 121 grár, 22 hvítir, 4 hálfhvítir. 1754: 144 gráir, 10 hvítir, 4 hálf- hvítir. Næstu ár veiðist minna og árið 1758 að eins 35 gráir, 4 hvítir. Árið 1761 lifnar veiðin aftur. Þá veiðast 83 gráir, 16 hvítir, 7 hálf- hvítir. Árið 1762 fleiri gráir en færri hvítir. 1763 veiddust al'ls 150 og árið 1764 varð hesta veiðiárið í sögunni, veiddust 210 alls og árið 1765 152, en þessi ár voru tiltölu- lega mjög fáir hvítir. H ú var svo komið að fleiri veiddust fálkarnir en ráðlegt þótti að senda út til gjafa. Yar það ráð tekið að takmarka þá tölu, er kaupa mætti af fá'lkaföngurum. Gerð var tillaga til konungs uin þetta og hún rökstudd á þá leið (NHT. II. 383), að „til þess að ís- lenskir fálkar, sem ldotið hafi frægð um víða veröld, og Hans hátign, einn allra þjóðhöfðingja, hefir getað miðlað að gjöf keisur- um, konungum og furstum, verði ekki ofalmennir og falli þess vegna í gildi sem hætta sje á þar sem eftirspurn um nokkur ár hefir tals- vert minkað en fálkaveiðin auk- ist“, verði framvegis að eins 100 fálkar fluttir til Danmerkur, en þeir sem veiðist um fram þá tölu höggnir. Þetta fekk konungsstað- festingu 1766, þó þannig, að velja mátti um hvort afgangs fálkarnir voru höggnir eða þeim slept lifandi. Takmörkunin galt að eins grával- ina. Af kinuni skjddi veiða svo marga sem unt var. En boðorðið varð óþarft í reyndinni, því að upp frá þessu veiddust aldrei einu sinni 100 fálkar á ári. En jafnliliða fór eítirspurnin stöðugt þverrandi, einkanlega frá Þýskalandi og Frið- rik II. Prússakonungur vildi t. d. ekki taka á móti þeim fálkuin, er lionum voru sendir.. Árið 1773 var tala þeirra fálka, er keyptir yrðu, færð niður í 60—70 á ári. En svo fór enn, að sú tala veiddist ekki fuU. Árin 1775—1784 segir Skúli Magnússon ,að fluttir hafi verið út alls 436 fálkar, þar af 27 hvítir og 14 hálfhvítir, og fyrir þá greitt 3509 rd'l. croner. Það er því ekki rjett sem Þ. Thoroddsen liermir (Landfrs. III., 112), að árin kring- um 1784 hafi „að eins verið sendir 150—160 fálkar árlega“ því að síðustu árin fyrir 1784 náði talan aldrei 60, en árin 1784—86 voru einungis sendir 15—16 fálkar ár- lega, sbr. brjef Levetzow stiftamt- manns til rentuk. 16. sept. 1787 (Brjef.bók nr. 22 bls. 36), svo vera má að hinar tilvitnuðu tölur í Landfrs. sjeu prentvillur. Framh. Anðugur maður (sem komist hefir áfram af eigin ramleik) : Já, .jeg byrjaði sem berfættur drengur. Kunningi: Og ekki fæddist jeg heldur með sokka á fótunum. Tuttugu ár síðan Scott kapteinn varð úti. Ilinn 14. nóvember s.l. voru 20 ár liðin síðan Koald Amundsen kymst til Suðurpólsins. En 18. jan- úar voru liðin 20 ár síðan Robert Falcon Scott komst á Suðurpólinn — - og uppgötvaði þá, að Norðmenn höfðu verið þar á undan honum. Scott var drengur góður og honum varð því ekki annað að orði er hann kom á pó'linn og sá að aðrir höfðu komist þangað á undan hon- um: — Jæja, þannig er þá komið, En vjer verðum að beygja höfuð vor í lotningu og aðdáun fyrir af- reksverki keppinauta vorra! Á heimleiðinni urðu þeir Scott og fjelagar hans úti, að eins 21 kílómetra frá bækistiiðvum sínum. En hvernig stóð á jiví, að þeir skyldi ekki ná bækistöðvunum. — l'm |>að hefir norski flugmaðurinn og rannsóknamaðurinn Tryggve Gran skrit'að núna í tilefni af ]>essu 20 ára afmæb. Gg saga Iians, þótt stutt sje, er hrífandi og lýsir vel hvern mann Scott hafði að geyma. Ilann segir svo: — Scott var hygginn og gáfaður maður — en hann var ekki pól- rannsóknari í eð'li sínu. Til jiess skorti hann ýmissa meðfædda hæfi- leika. Það var langt frá því, að hann væri inetnaðargjarn. En hann hafðj næmar tilfinningar, og hann gat hvorki sjeð mönnum nje skepn- um ofboðið. Þegar eitthvað var í liættunni gekk hann sjálfur fram fyrir skjöldu — ekki til þess að sjer yrði hrósað, heldur til þess að láta jiunga atvikanna bitna á sjer. Það mætti segja margar siigur iiin nærgætni hans og tilfinninga- scmi. Hann ætlaði tæplega að geta afborið j>að, er hann sá fram á að liann mundi missa einn af fjelÖg- um sínum. Og sæj hann mállausri skepnu líða illa. komst hann við. Jeg minnist hjer eins dags úti á jökulbreiðunni. Það hafði verið stórhríð ,og hestar okkar stóðu hríðskjálfandi undir ísvegg, klök- ugir og í höm. Þá sneri Scott kapt- einti sjer alt í einu að Oates (en hann sá um flutningana) og sagði: — Við verðum að hjálpa þessum vesalings skepnum, Oates. Við eig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.