Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Qupperneq 1
7. tölublað. Sunnudaginn 19. febrúar 1933. VIII. árgangur. áttfari Eftir Böðvar frá Hnífsdal. i. Á löngum skammdegiskvöldum sátu þeir við langeldana í skál- anum og rifjuðu upp fornar end- urminningar um víkingaferðir sín- ar, víða um höf. Sagði þá hver þeirra af ferðum sínum, þeim, er hann hafði farið, áður en hann gekk í sveit með Garðari. Varð af þessu hin mesta dægrastytting. En er leið fram á útmánuði, tóku sögurnar að ganga til þurrð- :ar, enda höfðu þá víkingar hvorki (eirð í sjer lengur til að segja frá uje hlusta. Þeim var ekki lengur nóg að heyra frásogur af blóð- ugum bardögum og hreystiverk- um. Þei'r vildu sjálfir iit — lit á hinn hrdiða sæ, sigla að ókunn- um ströaarlum, þar sem eitthvert lierfang var fvrir hendi, höggva strandhögg, bera. sigur úr býtum og flytja hernumið fólk og góða gripi til . skips. Þeir vildu mæta öðrum víkingum á sæ úti, leggja til orustn við þá og berjast uns yfir lyki. En mi sátu beir hjer lengst norður í höfum, í óbygðu landi, sem þeir nefndu Garðarshólma, og enn var nokkuð til vors. Þegar voraði skyldu þeir láta x haf og sigla langt hurt, þeim var sama hvert. einungis ef ný sjónarsvið biðu þeirra og ný æf- intýri, þar sem sverð skullu við skjöldu og valkestir hlóðust. Að orustum loknum vildu þeir ganga til gildaskála og skemta sjer við full horn mjaðar og fagrar konur. Mjöður þeirra var þrotinn fyrir löngu og konur höfðu þeir ekki sjeð í hálft annað ár, nema am- báttina, sem þeir tóku í síðasta strandhögginu í Suðurvegi og vanst ekki tækifæri til að losna við aftur, áður en þeir hreptu veður þau hin óhagstæðu og haf- villur, er að lokum báru knörr þeirra til þessa norðlæga lands. Að strandhöggi því höfðu þeir fengið herfang mikið í vopnum og dj'rum málmurn, ambátt þessa og svo þræl einn. Víkingunum gekk erfiðlega að tala við þau í fyrstu, því að þeir kendu eigi tungu landsmanna suð- ur þar, en þrællinn og ambáttin urðu vitaskuld að taka upp mál drottna sinna. Bæði voru#þau dökk yfirlitum og ólík fólki því, er þá bygði Norðurlönd. Fengu víkingar þeim nöfn og nefndu þrælinn Surt, en ambáttina ímu. Er herfanginu var skift, fjellu þau bæði í hlut víkingahöfðingj- ans, Garðars Svavarssonar, og hugðist hann selja þau aftur hið bráðasta, en alt fór öðruvísi en ætlað var. Og nú, þegar þeir urðu að hafa vetursetu í óbygðum, komu þau í góðar þarfir. Vann íma að mats- eldum og öðrum inniverkum, sem konum voru ætluð, en Surtur hins vegar að útiverkum þeim, er vík- ingar töldu virðingarminst. Surtur var heljarmenni að vexti og afli. Þá er þeir reistu skálann, ljetu þeir lmnn færa að grjót og furðaði stórum, hversu þungum steinum hann fekk lyft í veggi. Tjiáði engum af víkingum að reyna afl við ’nann að steinatök- um, nema þeim Garðari og Nátt- fara. En þótt Surtur væri duglegur til verka og fáskiftinn að jafnaði, var víkingum fremur illa við hann og kom til af því, að þeir þóttust geta ráðið hatur og hefndarhug í svip hans, þegar hann uggði eigi, að þeir veittu gætur. Vakti jafnan einn þeirra um nætur, svo að hann fengi eigi færi á þeim. Þess var og vandlega gætt, að þau Surtur og íma gætu eigi talast við einslega — nje heldur á máli því, er hinir skildu ekki. Oftar en einu sinni höfðu vik- ingar litið ambáttina girndarauga, en fengu eigi frekara að gert, sökum Náttfara, er sjálfur lagði hug á ímu. Það bar til einn dag síðla vetr- ar, er Garðar gekk til skála, ásamt nokkurum öðrum, að Náttfari var þar fyrir og kvaddi liann ambátt- ina að gamanrúnum. Garðar mælti: — Þrælar einir með ambáttum leggjast. Hefi jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.