Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Blaðsíða 2
52 hvergi svo farið, að í liði mínn væru menn, er þrælsblóð rynni í æðum, — og mun ei að heldur. Skaltu því kjósa um tvo kosti, þann annan, að láta af ætlan þinni með ambáttina, liinn, að þú gangir iir flokki vorum, og muntn þá eftir verða, er vjer siglum. Niáttfari spratt á fætur og svar- aði: — Vel veit jeg, að ambáttin er þín eign, en nú vil jeg spyrja, ef þú vilt selja? — Hvergi mun jeg selja, mælti Garðar, — því að jeg skil, hvað þú hygst fyrir. Muntu nú kjósa um tvo kosti þá er jeg bauð. Þá sagði Náttfari: — Eigi mun jeg skerast úr liði og sitja eftir einn í óbygðu landi. Hefi jeg og ekkert val annað, slíka afarkosti, sem þú setur. og má vera, að við finnumst síðar í öðrum leik. Lustu þá víkingar upp hlátri miklum. — Þessi hefir fengið ofurást á ambáttinni, er vera skyldi frilla Surts, en engra annara. Reiddist þá Náttfari, brá sverði og hjó liart til manns þess, er næstur stóð. Kom höggið á öxlina og sneið þegar af annan handlegg- inn og fletti síðunni frá, að mjöðm niður. Fjell víkingurinn dauður, en blóð flaut um skála- gólfið. En er Náttfari reiddi sverðið öðru sinni gekk Garðar á milli og mælti: Reiður ertu nú Náttfari og óvita. , Skaltu nú hyggja af frekari hefndum, en maður sá, er þú hefir hjer vegið, skal óbættur liggja, fyrir því að þeir egndu þig til vígsins. Bar hann svo gerð þessa undir hina víkingana og kváðu þeir já við. En nú vil jeg kunngera yður ætl- an mína, lijelt hanii áfram. Verði ófriður um ambáttina í annað sinn, mun jeg drepa hana, heldur en að þið fallið liver fyrir öðrum. Liðu nú fram stundir ög lítið bar til tíðinda. Eigi urðu þeir varir við, að þau íma og Náttfari hefðu nokkra samfundi eftir þetta og var því alt kyrt um það mál. --------Loksins kom vorið — hin langþráða lausn frá vetrinum. Nú var tekið til starfa að búa skipið. Víkingarnir höfðu enga tjöru, en í þess stað ruðu þeir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lýsi um samskeyti. Lýsið höfðu þeir af selum, er þeir drápu sjer til matar um veturinn. Einn góðan veðurdag hrixndu þeir svo knerrinum á flot og bjuggust til brottferðar: Lá knörr- inn skamt undan landi, en þeir fluttu um ixn-ð á bátnum. Þegar farangur þeirra var aRur kominn til skips og ennfremur grjót það, er þeir höfðu til seglfestu, skip- aði Garðar að leysa festar og draga bátinn upp á þiljur. En samstundis urðu menn þess varir, að hvorugt var um borð, þrællinn eða ambáttin. Vindur stóð af landi og var aRhvass. — Garðar spyr, ef nokkur viR freista að róa í land eftir þeim. Náttfari bauðst til að fara. — Skuht þá einhverjir fara með þjer, segir Garðar, — því að það er einskis eins manns færi að róa bátnum í land, móti vindi þeim, sem nú er. Náttfari kvaðst einn fara -eður aRs eigi. St.eig liann svo niður í bátinn og lagðist fast á árar, og með því að maðurinn var tröR að afii, en leiðin stutt, náði hann ströndinni, áður langt um leið. Voru þau þar fyrir, Surtur og íma. Stigu jiau nú iit í bátinn, en Náttfari skipaði Surti undir árar. Gekk nú báturinn óðfluga, er vindur stóð á eftir, og var innan skamms kominn fram að knerr- inum. Garðar stóð í lyftingu. Þótti honum biðin iR og vildi fyrir hvern mun liomast af stað hið bráðasta. Skipaði hann nú að varpa taug til Náttfara og jafn- framt að draga upp festar knarr- arins. Náttfari stóð frammi í bátnum og greip taugarendann. En í sama biR stendur Surtur upp þrífur aðra árina og slær um þverar herðar honum. Var það svo mikið högg, að Náttfari misti taugarinn- ar og fjeR áfram, svo að höfuð og herðar hengu utanborðs. Vík- ingur einn, er stóð aftan til á knerrinum, sá aðfarir þessar og hugðist koma Náttfara til Rðs, en þá var ekki annað kastvopna nærri en steinn einn af seglfest- unni, er lá þar rjett hjá. Þrífur víkingur steininn, hefur hann á loft og sendir af hendi í haus þrælnum. En Surtur sá send- inguna og sneri höfði undan, svo að steinninn lenti niður í bátinn og- braut þar á gat. FjeR þá inn kolblár sjór. Nú veður Surtur þar að, sem Náttfari lá, tekur undir fætur lionum og hygst varpa honum útbyrðis. Náttfari var því nær í óviti eftir höggið og varð Rtið um varnir, þó náði hann í úlpu- ermi þrælsins og hnykti að svo fast, að báðir hrukku fyrir borð. Nú, þegar knörrinn var laus orðinn, rak hann fljótara undan en bátinn, því að hann var hærri á sjónum og tók meira á sig. — Báturinn hinsvegar þyngdist brátt af lekanum. Skipverjar sáu, að Ima leysti klæði sín og reyndi með því að koma í veg fyrir, að bát- urinn fyltist, en hvergi sáu þeir Surt eða Náttfara. Töldu ])eir víst, að hvorugur myndi upp koma framar. — Nú tókst ver til en skyldi. mælti Garðar. Höfum vjer mist cinn vorra hraustustu manna og svo bátinn. Er það aRilt að leggja bátlaus í haf, en þó munum vjer ]>að gera. —- Ná mættum vjer ambátt- inni og bátnum, ef vjer freist- uðum, sagði einn skipverja. — Má vera, svaraði Garðar — og þykir mjer þó tvísýna á, þai' sem vjer höfum engan bátinn, en veður fer vaxandi og oss ber brátt undan. — En ambáttin? sagði skip- verjinn. Garðar leit hvast til hans og mælti: — Eigi munum vjer tefja för vora eður leggja menn í hættu, sökum ambáttar einnar. Dragio segl að hún! Flugu nú upp segl á knerrinum og sigldi hann hraðbyin til hafs, 2. Þegar Náttfari fann sjóinn hripa gegnum fötin og fara ís- kulda um hörundið, raknaði hann jfyrst við að fullu. Hjelt hann nú sem fastast í Surt. á með.an þeir voru á niðurleið. Eftir nokkra stund skaut þeim upp aftur, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.