Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Síða 3
lesbók morgunblaðsins 53 orða og máttkastra, að lijeðan af skal liamingja þín--------- í sömu andrá brá Ima sverð- inu öðru sinni og veitti honum banasár. Var það jafnsnemma, að Surtur sökk og Náttfari komst upp í bátinn. Óð hann þar sjó upp fyrir hnje. íma rjetti lionum blóðugt sverðið, hvarf til hans og brosti. Náttfari myntist við hana og mœlti: — Haf þökk fyrir að þú hjóst til þrælsins, er hann leitaði uppgöngunnar. Hefði hann ella orðið mjer full erfiður, því að jeg er enn þjakaður nokkuð eftir högg hans. Vissi jeg fyrr, en veit nú enn betur, að þú ant mjer, er þú barst vopn á mann þinnar eigin þjóðar, vegna mín, eins af vík- inguin þeim, sem rændu ykkur f,ie og frelsi. Nú mun jeg reyna að launa þjer þetta, og annað, sem þögnin hefir geymt, og fæ jeg þó aldrei fullgoldið, því að til þess myndi æfi min hrökkva skamt, þótt jeg yrði vta elstur. — — En nú munum við reyna að forða lífi okkar, og er engin önnur leið opin en sú. að varpa sjer fyrir borð og freista að synda tii lands, því að bátnum hvolfir innan skams, rekur hann og und- an með hverri örskotstund, sem líður. Varpa þau sjer nú fyrir borð og leggjast til lands. Var það hin inesta þrekraun, er þau áttu móti vindi og sjó að sækja. Sóttú þau leiðina knálega og Tma engu miður, enda var Nátt- fari þreyttur mjög eftir viður- eign Surts. Er þau komu upp undir landið, dapraðist honum sundið, svo að hann mátti eigi lengur floti halda. Pjell þá á hann ómegin. Greip íma til hans um leið og hann misti sundsins og svam með'hann til lands. Er hann raknaði við aftur. laut bún að honum. Á meðan víkingar sigldu aust- ur með landi, svo að gnast í bverri rá, drukku þau full ham- ingju sinnar. Þetta er sagan um hina fyrstu elskendur á Islandi. —•••• Handavinnukensla í barnaskólum Eftir Halldóru Bjarnadóttur, sáust ekki frá knerrinum, því að bylgjuhrygg bar á milli. Sulgu þeir loftið stórum, er þeir komu úr kafinu. Surtur braust um fast og reyndi að slíta sig lausan, entókst hvergi. Náttfari var syndur sem selur og hafði tamið sjer að taka löng köf og djúp. Hafði það oft komið honum að góðu haldi í sjóorustum, ef hann var í liði því, er ósigur beið, og óvinir hruðu skipin, uns ekki voru aðrir eftir uppistand- andi en nokkurir menn á skipi foringjans, sem svo vörpuðu sjer fyrir borð og reyndu að bjarga sjer á sundi, er alt annað þraut. Surtur var og syndur ágæta vel, þótt eigi hefði hann tarnið. sjer þolkaf, öðru fremur. Nú þrífur Náttfari til þrælsins og færir hann í kaf. Hjelt hann kafinu alllengi, svo að liann bugði, að þrællinn myndi dasast við. Er þeir komu upp, vildi hann sleppa Surti og synda frá honum, en nú var það Surtur, sem hjelt. Var ekki að finna, að af lionum væri dregið. Náttfari fer þá enn í kaf, og heldur því svo lengi sem framast mátti liann. Og er hann kemur íir kafinu, fær hann slitið sig af þrælnum og syndir nokkurn spöl. Leitaði hann nú eftir* sverði sínu, er liann hugði hanga við ltuflinn, en það hafði slitnað úr böndum við atganginn í bátnum. Nú sjer Náttfari bátinn sem marar í liálfu kafi, fullur af sjó, örskamt undan. Syndir liann þar að. en samtímis kemur Surtur auga á liann og leitar eftir sem ákaflegast. Náttfari stingur sjer þá niður og kafar undir bátinn, kemur þar upp, þrífur í öldustokkinn og vill vega sig upp. í sömu svipan kemur þrællinn að borðinu hinum megin og freistar uppgöngu. tma. sem hafði horft á viðureign þeirra frá byrjun, greip nú sverð Náttfara og hjó á hendur þrælsins við borðstokkinn, svo að af tók fing- urna. Misti Surtur taksins, en leit lieiftaraugum til ímu og mælti: — 111 a gerðir þú nú, er þú gekst í lið með kúgaranum. Arg- vítug frilla! Það mæli jeg hinstra Handavinna þykir nii orðið sjálfsögð námsgrein í barnaskól- unt kaupstaða og kauptúna bjer á landi og mörg fræðsluhjeruð ltafa líka tekið liana upp á seinni árum. Börnunum þykir mjög vænt um þessa námsgrein, það er tilbreyting og hvíld frá bók- lega náminu og þau börn, sent eru lítíð gefin fyrir bókina. en myndarleg til handanna, fá þarna tækifæri til að nota hæfileika sína. Almenningur er farinn að við- urkenna, að það sje gott, að börn- in fái að læra til handanna í skól- unum, því heimilin eru, af ýms- um ástæðum, ekki jafnfær og þau áður voru til að hjá.lpa börnunum i því efni. Tíminn, sem til kenslunnar fer, er ekki mikill, þar sem börnin bafa handavinnu aðeins einu sinni í viku, tvær stundir í senn. Það er ekki langt síðan þessi námsgrein var tekin upi> í barna- skólana okkar, rúm 25 ár (Reykja vík og Akureyri), og því varla við að búast, að hún sje búin að ná þeim þroska og þeirri festu. sem hún þarf að fá, til þess að verða ao sem mestum notum. Uppeldislega hefir handavinnu- kenslan margt til síns ágætis. — Nemandinn æfir engu síður huga en hönd við handavinnuua, hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.