Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1933, Síða 8
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS . .Hún: Sái maður, sem jeo’ út, verður að vera efnaður, hann verður að eiga mikið og hann verður að vera ríkur. Flækingur kom einu sinni að afskektu húsi uppi í sveit. Hann var mjög ræfilslega til fara og spurði hvort hann gæti ekki feng- ið eiuhverja leppa gefins. Húsið áttu tvær piparmeyjar. Sú, sem kom til dyra, sagði: — Það er onginn karlmaður í þessu húsi. Þegar hin hejTði þetta, var hún lirædd og sagði: — Þetta var heimskrdega svarað, nú getur vel verið að flækingurinn komi hing- að í nótt og hvað eigum við þá að gera? — Þetta segirðu satt, sagði hin. Svo hljóp hún út í dyrnar og kallaði á eftir flækingnum: Heyrðu, það verða karlmenn hjer í nótt! Hann var blindur af ást. — Elskan mín, þig vantar að eins eitt. — Hvað er það hjartað mitt? spurði hún. —« Hvíta vængi---------— — Já, gall bróðir hennar fram í, og gult nef og sundfit milli tánna. Faðir: Hvernig stendur á því að þú ert hætt að æfa þig að leika á pianóið? Ef þú ert iðin þá skal jeg borga þjer 25 aura á viku. Dóttir: Frú Hansen, sem býr hinum megin, borgar mjer 50 aura á viku fyrir að æfa mig ekki. Ástin sigrar. Einn af víðkunn- ustu pipðrsveinum heimsins, var Montague Norman, bankastjóri Englandsbankastjóri. En á dögun- um rauk hann í að gifta sig. Þarna er bankastjórinn og kona hans. Otto Habsburgarprins elsti son- ur .Zitu keisaraekkju frá Wien, er í Berlin og fes lög. Bailey flugkona, er ætlaði að yf- irstíga flugmet frú Mollison frá London til Höfðaborgar, en týnd- ist í óbygðum í Afríku, og var þar rjett komin í vargakjafta merkurdýra- Mollisons-hjónin hava dvalið í St. Morit? í Sviss að undanförnu og skemt sjer þar við skíðaferðir. Er inyudin tekin af þeim þar. — Jeg sagði við konuna mína, að jeg skyldi skjóta hvern þann mann, sem hún duflaði við á bað- staðnum í sumar. — Og hverju svaraði hún? — Hún ráðlagði mjer að kaupa vjelbyssu. í skólabók Pjeturs hafði móðir hans skrfað: „Hið slæma veður ‘ í gær, var vegna þess, að Pjetur kom ekki í akólann. Tvíburatrygging. Vátryggingar eru nú á tímum með margs konar hætti. Ný grein er tvíburavátrygg- ing. Maður einn á Fjóni átti von á erfingja — eða erfingjum. Hver gat vitað um það. Hann keypti sjer vátryggingu, greiddi 100 kr. fyrir — en trygði sjer með því 2000 króna útborgun —- ef fæðst hefðu tvíburar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.