Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Qupperneq 1
Þýska hafrannsóknaskipið ,Meteor‘. í uetur fór þýska rann- sókna- og mœlingaskipiö Meteor uestur til fírcen- lands í utsindaleiðangur. Þegar það kom hingað aft- ur hafði Morgunblaðið tal af ulsindamönnunum og sagðist þeim suo frá: Tilgangur fararinnar var aðal- lega sá að gera rannsóknir í Græn- landshafi að vetrarlagi, því að engar skipulagsbundnar rannsókn- ir hafa farið fram á þeim slóðum um þetta leyti árs. Vjer rannsök- uðum sjávarhita, sjávarseltu, svif, strauma o. s. frv. Auk þess voru gerðar veðurfræðilegar rannsóknir, bæði niður við haf og hátt í lofti, með því að senda upp flugbelgi. Vjer lögðum á stað frá Reykja- vík 20. mars og ætluðum að vera hálfan mánuð í leiðangrinum. — Sigldum vjer fyrst norður fyrir Vestfjörðu, en þar hrepti skipið aftakaveður, stórhríð með vind- hraða 12. Stærsti báturinn. úm borð losnaði og ýmsar minni skemdir urðu- Leist oss þá ekki að halda áfram, en snerum við til Reykjavíkur og gerðum við það, sem aflaga hafði farið. Prá Reykjavík lögðum vjer svo aftur á stað hinn 25. mars í 10 daga ferð. Var fyrst siglt vestur í Angmagsalikfjörð og síðan suður með Grænlandi og nokkuð suður fyrir Hvarf og svo þaðan beint til Reykjavíkur. Sjávarhiti. Það sem mesta undr- un vakti ineðal vor var hve lítill er munur á sjávarhita í Græn- landshafi sumar og vetur. I öllu hafinu vestan við ísland var 5 stiga sjávarhiti og helst hann ó- breyttur, þangað til vjer vorum um 50 sjómílur suðaustur af Ang- magsalik. En þá breyttist hann h'ka skyndilega. Á 3 mín. breyttist hann um alt að 7 stig, úr 5 stiga, hita niður í 1.9 stiga kulda. Þetta stafar af því, að á þessu svæði mætast Golfstraumurijin, sem ligg- ur til norðurs og Pólstraumurinn sem fer suður með Grænlands- strönd. Á straumamótunum lá þoka eins og veggur, tæplega km. á breidd, en bjart veður bæði fyrir austan og vestan. Yms ný áhöld höfðum vjer til mælinganna, t. d. sjálfvirkan straummæli, sem mælir sjávar- strauma alt að 1200 metra dýpt, eða meira. Er hann fundinn upp og smíðaður af „Askaniawerken“ í Þýskalandi. Svif. Mikið svif var í sjónum næst íslandi, en fór minkandi eft- ir því, sem vestar dró, en jókst svo aftur og var einna mest undir Grænlandsströnd, þar sem kaldi straumurinn er. Loftmælingar. Vjer höfðum með oss sjerstaka flugbelgi, útbúna með allskonar mælingatækjum og litlu sjálfvirku útvarpstæki, 300 grömm að þyngd Þetta útvarps- tæki sendi á hverri mínútu skrá yfir allar mælingar í þeirri hæð, sem flugbelgurinn var þá, um loft- strauma, loftraka, hitastig o. s. frv. Þrjá slíka belgi sendum vjer frá oss, hinn síðasta uppi í Hval- firði, og komst hann í 12000 metra hæð, hina vestur hjá Grænlandi. Þar sem vjer Jágum þá, var hæg gola, en ]>egar flugbelgirnir komu í 2100 metra hæð, eða á móts við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.