Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Side 2
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Markúsi lögsögumanni árið 1196.. Ilanii átti líka mikinn þátt í því að Kristinrjettur var settur um 1125. Og það er aðallega í sam- bandi við þessi tvenn lög að hans ev getið. Aðeins einu sinni enn er Sæmundar getið í Alþingissögunni. Það var þegar deilur þeirra Þor- gils Oddasonar og Hafliða Más- sonar voru. Búð Þorgils hafði ver- ið rifin, en Sæmundur sendi menn sína til þess að gera við hana. Sagt er að sonur Þorgils liafi verið Jærif veiun Sæmundar. Það er lika sagt að Arnaldur Grænlandsbisk- up hafi dvalist hjá Sæmundi í Odda veturinn 1124—1125. Sæmundur var kvæntur Guð- rúnu dóttur Kolbeins Flosasonar. Þau áttu þrjá syni og eina dóttur. Fyrsti skólinn, sem stofnaður var hjer i landi, var í Bæ í Borg- arfirði en hann fell niður þegar Rúðolfur biskup fór. Næst stofn- aði ísleifur biskup skója í Skál- holti, og Teitur sonur hans síðan vkóla í Haukadal, þar sem Ari fróði var _ við nám. Siðan koma : kólarnir á Hólum og í Odda, sem þeir stofnuðu vinirnir Jón Og- mundsson biskup og Sæmundur fróði. Ekki er gott að segja hvor skólinn er elclri, en sennilega þó skólinn í Odda. Um liann vitum vjer lítið, en talið er víst, að þar hafi verið kend þjóðleg fræði auk annars, og margt. fært í letur. Og ti! dæmis um það hvert álit skólinn hafði i sjer, er sagt frá því í sögu Þorláks biskups helga, að móðir hans hafi sett hann í skólann í Odda, sem þá hafi verið fremsti ! lcóli lijer á landi. Meðal samtíðarmanna sinna h.afði Sæmundur mikið orð i sjer fvrir fróðleik sinn. Meðal annars i á sjá það á þvi, að Ari Þorgils- ron bar Islendingabók undir dóm lians. A11k þess hlaut Sæmundur auknefnið ,,hinn fróði“, en það nafn var gefið þeim mönnum, sem voru sjerstaklega vel að sjer i sögu og fornum fræðum Norður- landa,. en átti ekki við erlend f>-æði. Þó er lítill efi á því, að Sæmundur hefir staðið flestum samt.íðarmönnum sínum framar um þekkingu á erlendum fræðum og vísindum. En þegar um það er að ræða hvað Sæmundur hafi ritað, eða hvort liann hafi ritað nokkuð, þá er ])að alt í þoku. í ýmsum gnum er honum eignuð sagan um það er Naddoddur víkingur fann ísland, hversu lengi Hákon var jarl yfir Noregi, um herferð Jóms- víkinga ti! Noregs, um Olaf Tryggvason og fráfall hans; enn- fremur fr.ísögnin um harðindavet- urinn 1047 og hinn mikla mann- felli á íslandi 1119. Oddur Snorra- son getur þess í sögu sinni um Olaf Trvggvason að svo hafi Sæ- mundur fróði sagt í sinni bók. En hitt nefnir Oddur ekki livaða bók það var, nje hve yfirgripsmikil hún hafi verið. A dögum Jóns Loftssonar var Noregs kotiungatal orkt, og þar sem lýkur að segja frá Magnúsi góða getur höfundur þess, að nú hafi liann talið tíu konunga, eftir þvi sem Sæmundur hafi sagt frá. Bendir það til þess, að hann hafi haft fyrir sjer handrit Sæmundar um Noregskonunga, en því hafi lókið með Magnúsi góða. En þar sem Sæmundur ljest nær lieilli öld síðar en Magniis konungur, er lík- lcgt að Sæmundur hafi ritað þessa bók á yngri árum sínum. Höfund- ur ,,Fagurskinnu“ fylgir nákvæm- lega sömu röð og er í Noregs kon- ungatali, og virðist því eflaust að hann hafi liaft fyrir sjer handrit Sæmundar, eða afrit af því. Sæmundi var fvrst eignuð hin yngri Edda, en nú vitum vjer með vissu að Snorri Sturlusón ritaði liana- Það var Arngrímur Jónsson, sem uppgötvaði það. En almerln- ingur vildi ekki trúa því að Edda væri Sæmundi óviðkomandi, og kom þá upp sú trú, að til hefði verið elclri Edda, sem Snorri hefði stuðst við. Það var því engin furða, að þá er Brynjólfur biskup Sveinsson uppgötvaði handrit í Ijóðum um mjög svo hið sama efni og er í Snorra Eddu, að hann eignaði það Sæmundi og kallaði það Sæmundar Eddu. Arni Magn- ússon sýndi þó seinna fram á það, að Sæmundur gæti ekki verið höf- undttr kvæðanna og hann hefði lík- lega ekki einu sinni safnað þeim. A Gvlfaginningu í Snorra Eddu sjest ]>að að höf. hefir stuðst mjög við þrjú eða fjögur kvæði í ljóða- Eddu. Þegar hann reit Skiáldskap- armál hefir hann stuðst við nokkr- ar sögur, sem nú eru glataðar, en aðallega við fornan kveðskap. Nú er það talið, að Snorri hafi ungur ritað Eddu, og sje það rjett, ])á liefir hann fengið efnið í hana á einum stað, eða mestan hluta þess, og um livern annan stað gat þá verið að ræða heldur en Odda? Vjer vitum að Oddi var höfuðból innlendra og erlendra menta. Það er mjög líklegt að Sæmundur hafi fyrstur tekið að safna rituðum fróðleik, og afkomendur hans eigi aðeins haklið verndarhendi yfir ])essum fróðleik, heldur bætt við hann. Snorri hefir verið fljótur að átta sig á hvers virði ])essi fróð- leiktir var, og hefir kunnað að færa sjer hann í nyt. Um aldur ljóða-Eddu vitum vjer ekki. Elsta liandritið, sem til er af lienni er frá miðri þrettándu öld, á að giska. En að hún eða eitt- hvað af henni sje elclra en Snorra Edda, sjest á því, að Snorri hefir ungur kynst sumum kvæðunum og notað ]>au er hann reit Eddu. Og það má gang'a út frá því sem gefnu, að hann hafi kynst þeim í Odda. sennilega af handritum. Þótt nú sie liðin 800 ár síðan Sæmundur fróði dó, lifir minning hans enn á vörum þjóðarinnar og óteljandi þióðsögur eru um hann, þennan mikla vitmann og galdra- mann, sem átti að hafa lært í Svartaskóla hjá kölska sjálfum. Og Sæmundur varð þjóðhetja vegna þess að hann átti altaf ein- hver viðskifti við kölska og ljek á hann í hvert sinn. Þetta var eignað því, að Sæmundur kynni meira fyrir sjer en kiilski sjiálfur. í augum alþýðu hefir Sæmundur verið stórmenni og góður maður, því að hann notaði þekkingn sína aðeins til góðs. Hann var talinn vísindamaður á þeirrar aldar mæli- kvarða. en þá var skamt milli vís- inda og galdurs, og Sæmundur varð þvrí smám saman frægur galdramaður. Fyrstu sögur hrósa honnm og fyrir það live mikið hann hefði gert fvrir kirkjuna- Þær geta einnig um vináttu þeirra Jóns Ogmundssonar. En hversu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.