Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Síða 4
148
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þessi útlendingur hefir fyrirfarið
lionum“ ; og þá hverfur liann aft-
ur leið sína. En þeir Sæmundur oy;
hinn heila«ri' Jón fara sinn veg
framleiðis. Það er enn að segja,
að þá er þessi hinn fróði meistari
kom heim, reyndi hann list sína
enn af nýju, og sá enn st.jörnu
Sæmundar og mælti: , A 1 ífi er enn
Kollur, lærisveinn minn, er betur
er, en nógu margt hefi jeg kent
lionum, því að hann sigrar mig nú
í stjörnuíþrótt og bragðvísi sinni,
og fari þeir nú heilir og vel, því
að ekki get jeg á móti staðið
þeirra brottferð. og mikils mun
Jóni þessum auðið verða, og lang-
ælegrar nytjar munu menn hafa
hans hamingju“- En þeir Jón fóru
leiðar sinnar, og fórst, þeim vel og
greiðle<ra“. — — —
Sæmundur á selnum.
Uppruna þessarar sögu um
Sæmund og stjörnufræðinginn, er
að finna hjá William of Malmes-
bury í ,,Gesta rerum Anglorum“
þar sem segir frá hinum fræga
Gerhert af Aurillac, sem seinna
varð Sylvester TI. páfi (d. 1003).
Hann fór til Spánar til þess að
nema þar ýms vísindi af Márum,
sjerstaklega stjörnufræði. — Þar
komst hann til gamals Mára, sem
var honum góður og kendi honum
margt. En eina bók vildi hann
aldrei lofa Gerbert að s.já. og ]>ess
vegna afrjeð Gerbert að ná í hana.
En til ]iess varð að beita brögðum
og hann fekk dóttur Márans í lið
með sjer. Hún Irerði föður sinn
drukkinn og þá stal Gerbert bók-
inni og strauk. Márinn vaknaði
uop við vondan draum og lagði
hegar á stað að elta Gerbert. Sá
hann á stjörnunum í hvaða átt
Gerbert hafði farið. En Gerbert
kunni nokkuð fyrir sjer líka og
hann sá, að sjer var veitt eftirför.
Faldi hann sig því undir trjebru
og hekk þar þannig, að hann
snart hvorki jörð nje vatn. Þetta
vilti Márann og hann sneri heim-
leiðis. Gerhert flýtti sjer þá á leið
til sjávar. Þar kallaði hann á
djöfulinn og hjet honum sjálfum
sier ef liann vildi verja sig fvrir
Máramim, sem aftur hafði hafið
eftirför, og flytja sig yfir hafið-
Þetta gerði kölski.
Gunnlaugur munkur þurfti ekki
á þessu niðurlagi um hjálp kölska
að halda. En þjóðsögurnar íslensku
hafa varðveitt þetta atriði, þar
sem þær láta Sæmund svnda á sel
yfir hafið til Islands og selurinn
var enginn annar en kölski sjálfur.
Hvernig komst nú þessi saga
um Gerbert til Islands? Bók Willi-
ams var ókunn hjer, að minsta
kosti um það leyti, sem Gunnlaug-
ur skráði sína sögn. Sennilega
hefir Sæmundur flutt söguna út
liingað. Eins og segir í sögu Jóns
biskups höfðu menn engar fregnir
af Sæmundi meðan hann var er-
lendis. Þetta bendir til þess að
hann hafi verið farand-námsmaður,
liafi ferðast frá skóla til skóla til
að leita sjer þekkingar og fræðslu.
Voru margir slíkir farand-náms-
menn á þeim dögum og sumir
þeirra urðu seinna frægir, eins
og t. d. Gerhert. A þessu ferðalagi
sínu hefir Sæmundur óefað komist
yfir margar sögur. Þessar sögur
■hefir hann svo sagt aftur á fs-
landi. Þær hafa borist mantt frá
manni, og eftir nokkra liríð hafa
söguhetjurnar gleymst, og Sæ-
mundur sjálfur settur í staðinn.
Og á þennan hátt hefir galdra-
mannsnafnið fest við hann.
Hafi Sæmundur lagt það í vana
sinn að segja slíkar sögur, þá er
ekki ósennilegt að hann hafi líka
sagt margar sögur af norrænum
uppruna. Það er því ekki ólíklega
til getið, að hann hafi upphaflega
safnað og stílfært sumar sögurnar
sem er að finna í Snorra Eddn.
Sveitastúlka var að mjalta kú,
en meðan á því stóð reif mann-
ýgur holi sig lausan og stefndi
beint á hana. Stúlkan hreyfði sig
ekki en helt áfram að mjólka,
eins og ekkert væri um að vera-
Ferðafólk. sem var skamt þaðan.
sá sjer til mestu undrunar, að boli
staðnæmdist alt í eúiu, sneri sjer
við og snautaði burt.
— ITrðuð þjer ekki hræddar?
spurði einhver sveitastúlkuna.
— Ónei, jeg vissi að mjer var
óhætt, því að beljan þessi er
tengdamóðir hans bola.
,.Der alte Fritz
eins og Þjóðverjar kalla Friðrik
mikla, er nú sýndur í leikhúsum
víðs vegar um Þýskaland í tilefni
af tveggja alda afmæli hans.
— Sá, sem- best þykir leika
hann, og vera honum líkastur að
öllu leyti, er leikarinn Otto Ge-
biihr í Berlín, og er þessi mynd
af honum þar sem liann leikur
konunginn mikla.
Dollargengið.
Þessi mynd er tekin í banka í
New York meðan kreppan stóð
sem hæst, og sýnir skráningu á
dollarnum í Evrópu,