Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Qupperneq 5
149
TjESBÓK morgunblaðsins
Á Hvannadalshnúki.
Eftir Geir Gígja.
Breiður af vikri os>' dökkrauðu
Á laugardagsmorguninn þ. 13.
ágíist vöknuðum við fjelagarnir
klukkan að ganga sex, í tjaldi
okkar á Fagurhólsmýri í Oræfum.
Við skriðum fljótt úr ldýju og
mjúku svefnpokunum, klæddum
okkur og litum til veðurs. Sólskin
var og heiður himinn. Fáeinir
meinleysislegir þokuhnoðrar lágu
lijer og livar á fjöllunum. Þegar
við sáum hvað veðrið var gott
fórum við að búa oltkur til ferðar
upp á Öræfajökul. Tókum við
með okkur ýms áhöld, . sjerstak-
lega til skordýrarannsókna, sem
jeg ætlaði að nota þegar við
.kæmum ofan af jöltlinum aftur.
Auk þess höfðum við meðal annars
broddstaf og kaðal, er við feng-
um að láni á Fagurhólsmýri.
Klukkan sjö vorum við ferð-
búnir og lögðum af stað. Gengum
við upp hjá Fagurhól og Sigurð-
arhól*). Stefndum við heint í
norður eða skamt austan við Stór-
höfða- Hann er nærri upp við
snælínu og í beinni stefnu á há-
jökulinn frá Fagurhólsmýri.
Leið okkar lá fyrst lengi um
melöldur með líðandi lialla. Voru
þær vaxnar strjálum gróðri, sem
eftir þAÚ, er ofar dró fjekk á sig
meiri og meiri háfjallablæ. Við
gengum ])ögulir og litum eftir
plöntum og dýrum.
Veðrið var yndislegt. En þoku-
linoðrarnir voru komnir á flakk-
í fjallaskörðunum. Jeg fór að
liugsa um það, hvort þeir mvndn
ná yfirhöndinni yfir sólskininu
])egar á daginn liði.
Við gátum ekki stilt okkur um
]>að, að líta aftur við og við til
þess að sjá hvernig sjóndeildar-
hringurinn varð stærri og stærri
og útsýnið fegurra og fegurra-
Eftir því sem við nálguðumst
jökulinn, var landið hrjóstrugra og
gersneyddara öllum æðri gróðri;
en mosar og skófir teygðu sig
upp í aurana, sem lágu meðfrain
jöklinum.
*) Sjá kort herforingjaráðsins
yfir Öræfajökul.
gjalli lágu víða í gilskorum milli
stórgrýttra melhryggja. (Vikur-
breiður sjást líka á stöku stað
niðri í bygð).
Þegar við náðum jökulröndinni
höfðum við gengið liálfa aðra
klukkustund.
Er við gengum á jökulinn bund-
um við sínum endanum á kaðlin-
um utan um hvorn okkar, til þess
ef annar okkar f.jelli í jökul-
sprungu, að liinn gæti dregið
hann upp úr.
Neðst er jökullinn víða mjiig
sprunginn, og teygja skriðjök-
ulstungur sig niður lægðii1 og
daladrög. Urðum við að fara
marga krókg til þess að komast
leiðar okkar, og lá oft við að
við lentum í sjálfheldu- Þegar upp
á miðjan jökulinn kom lá nýfall-
inn snjór ofan á harðfenninu. —
Máttum við gæta okkar vel vegna
sprungna, er leyndust undir nýja
snjónum.
Þegar við komum upp á brún
Öræfajökuls, milli Rótarfjalls-
hnúkins og Knappsins svðri, hiifð-
um við gengið í hiálfan fjórða tíma.
Blasti nú við okkur lægð alt
að þriggja kílómetra hreið frá
austri til vesturs, en um fjögra
kílómetra löng frá norðri til suð-
urs. Lægðin er um 1850 metra
yfir sjó. Þessi lægð ofan í jök-
ulinn takmarkast af jökulbrún-
unum á alla vegu- Er hjer um að
ræða ákaflega inikinn eldgíg full-
an af snjó. Eru brúnir jökulsins
barmar gígsins.
Á brúnum jökulsins umbverfis
gíginn standa tindar upp úr hjarn-
inu, sumstaðar þverhqýptir svo
snjó festir ekki utan í þeim. Sjest
þar { bert bergið. Á kollinum bera,
})eir hvítar snjóhettur. Mestur og
merkastur af tindum þessum er
Hvannadalshnúkur, sem er norð-
vestan-við lægðina. Hann er 2119
metra vfir sjó og er talinn liæsti
tindur landsins.
Við gengum frá Rótarfjallshnúk
norður yfir lægðina í áttina til
Hvannadalshnjúks. Fvrst hallaði
undan fæti um þriðja hluta leið-
arinnar, svo var lt.jarnið mar-
flatt. En síðast var nokkuð 'á
fótinn upp að hnúknum.
Veðrið var enn ])á ágætt. En
þokuhnoðrarnir sem við sáum um
morguninn, voru nú orðnir að
þokukúfum fyrir neðan okk-
ur, og við sáum að })eir ætluðu
að elta okkur upp á jökulinn.
Ekki urðum við sprungu varir
i jöklinum, en lausamjöll lá yfir
öllu.
Meðan við gengum yfir lægðina
byrgðu gigbarmarnir fyrir liið
fagra útsýni. Eftir klukk'ustund-
ar gang af suðurbrún Öræfajök-
uls, komum við að Hvannadals-
hnúki. Ætluðum við upp á hnúk-
inn að sunnan, en sáum strax
Hvannadalshnúkur á Öræfajökli. Myndin tekin sunnan við hnúkinn.