Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1933, Qupperneq 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
152
vetrungar. Þegar hann látti eftir
svo sem mílu, sá hann að nokkrir
vetrungarnir tóku til fótanna og
skilcli ekki í hvaða stygð hafði að
þeim komið. En er hann gætti bet-
ur að sá hann að þeir voru að
elta ref. Eltu þeir hann um 200
metra og hlupu svo aftur i liópinn.
Rehbi beið dálitla stund, hljóp
svo til baka og inn á milli dýr-
anna, og aftur hófst sami eitinga-
leikurinn. Stundum þeg'ar refurinn
hafði fengið þá tii að elta sig,
hijóp liann hringinn í kring um
gömlu hreinana, en þeir litu ekki
upp og heldu áfram að bíta, eins
og ekkert væri um að vera.
Vorið kemur.
Á sumardaginn fyrsta (barna-
daginn) var sýndur í K. R.-húsinu
smáleikur eftir Margrjetu Jóns-
dóttur kennara.
Leikurinn heitir „Vorið kemur“
og er í einum þætti. Persónur eru
þessar: Vetur konungur, Gormán-
uður, Ylir, Mörsugur, Þorri, Góa,
Einmánuður, Síðasti vetrardagur,
Sumardagurinn fyrsti, Fyrsta vor-
nóttin, Harpa eða Vordísin, Lóur,
Spóar, Þrestir o. fl.
Vetur konungur situr í hásæti.
Hann hefir kórónu úr ískrystöllum
á höfði og hvítt sítt skegg hrynj-
andi ofan á bringu- Hann er klædd
ur hvítum kufli og ber veldis-
sprota í liendi. Mikið er ríki hans
um stund, en svo fer þó um síðir,
að honum er vikið frá völdum. —
Vordísin tekur hásætið, grænklædd
og glitrandi. Hún er blómum
skrejdt, fögur og tignarleg. — í
kringum hana er alt fult af ijósi
og lífi, ást og unaði, söng og
dansi. Fuglamir, blómin og alt
lifandi lýtur henni í lotning.
Síðari hluti leiksins er að mestu
söngur, dans og skrautsýning. —
Kvæðin eru yndislegur lofsöngur
um Guð og vorið.
Jeg hætti ekki fyr en jeg náði
í síðasta kvæðið, endi leiksins, og
set það nii hjer. Jeg veit, að fleir-
um en mjer muni þykja það fallegt
og liafa gaman af að raula það.
Jeg trúi elcki öðru en að það kvæði
eigi eftir að verða oft sungið á
íslandi, bæði sumar og vetur.
Víðcivangshlauparar K. R.
Á sumardaginn fyrsta var þreytt víðavangshlaup og fóru svo leik-
'ar að flokkur K. R. sigraði og vann hlaupabikarinn til fuilrar eign-
ar, eða í 5. sinn í röð. Þykir það frækilega gert. — Hj r birtist
mynd af víðavangshlaupurunum og formanni K. R. Erlendi Pjet-
urssyni. Hlaupararnir era þessir: Standandi Ólafur Guðmundsson,
Halldór Ólafsson, Sigurður Einarsson, Haraldur Matthíasson. Sitj-
andi: Sverrir Jóhannesson, Oddgeir Sveinsson og Magnús Guð-
björnsson.
Sólbjarta dís.
Velkomín, velkomin vertu,
velkomin hvarvetna sjertu.
Vorblámans dís.
Blómin í dal,
lágvært við lækina hjala,
litklædd og grænklædd á bala.
Blómin í dal.
Dagur og vor.
Sólskin á bláfjalla brúnum,
brosandi fíflar í túnum.
Sólskin og ATor.
Vornætur sól.
Dýrasta djásn vorrar m.óður.
Drottinn var fáum svo góður.
Miðnætur sól.
Gleði og líf
birtist í sjerhverju blómi
bragar í fóssanna hljómi.
Dýrlega líf.
Sólbjarta vor!
Velkomið, velkomið vertu!
Velkomið hvarvetna sjertu;
blessaða vor!
Gestur.
Dr. Achim Gercke
heitir þýskur vísindamaður, sem
innanríkisráðherrann hefir falið
að athuga hverjir borgarar í
Þýskalandi sje af þýskum ættum
og hverjir ekki. Er þetta embætti
aðallega sett á stofn til þess að
gá að því hve margir Gyðingar
sje í Þýskalandi og hvar þeir
hafast við.