Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Blaðsíða 6
302 LBSBÓK MŒGUNBLAÐSIN8 við almenning, var sá þáttur uppistaðan í föllu sjálfsfórnar- starfi hennar í opinberu lífi. Eins og áður er sagt, hafði hún gerst lærisveinn frú Blavatsky, en við lát hennar tók hún við fræðslu- starfi af henni. Þúsundir manna í öllum löndum hafa í mörg ár haft samband við dr. Besant og skoðað hana sem fræðara sinn í andlegum efnum. Þeir sem þektu hana best vissu, hve langt hún hafði komist í Yogavísindum og að hún notaði dularkrafta Yog- ans í ýmsum rannsóknum sínum, sjerstaklega við athuganir á æðri tilverustigum. Skygnirann- sóknir hennar á ýmsum element- um efnafræðinnar eru mjög svo merkilegar, — en það rannsókn- arstarf heldur enn áfram undir forustu þeirra, sem störfuðu með henni. Um dulfræðileg efni hef- ir hún ritað margar bækur, enda var hún mikilvirkur rithöfundur á ýmsum sviðum. Það, sem fyrst og fremst ein- kendi skaplyndi dr. A. Besant, var það, að hún var bardaga- maður. Hún var örgeðja, fljót að átta sig og að ákveða, djörf, fram kvæmdasöm — haf ði stórar hug- sýnir, var framsýn og víðsýn. — Persónan var áhrifamikil og að- Iaðandi — þó ekki of áberandi nje ráðrík. Hún skildi manna best málsbætur andstæðinga sinna. Hún var í senn logheit í skapi og þó skapstillt. Hún átti ekki til andúð til þeirra, sem veittu henni mótstöðu, — hún trúði því, að allir leituðust við að gera skyldu sína samkvæmt sínu viti. Hún hafði stórt viðhorf, eða yfirlit yfir aðalatriðin — aðra lét hún um það, að fást við auka- atriðin. Hún var listamaður í vinnubrögðum sínum. — Altaf hefir. hún verið æskunnar megin, aldrei slegið köldu vatni á eld áhugans með lítilsvirðandi um- mælum í garð hennar. Á Indlandi var hún nefnd „Móðir" af tignum jafnt og smælingjum. Hún hefir reynst ,,móðir" margra um allan heim. Bræðraá§f. ^s^ Óli W. Nielsen Kolberg heitir- Norðmaður, sem hefir átt heima í Bandaríkjunum í 33 ár, og er nú búsettur í New York. Hinn 31. mars í vetur símaði bróðir hans til hans og bað hami að í'inna sig. Bróðirinn er skipstjóri á steinoliu- f lutningaskipi og var þá staddur í Pall River. Þeir bræðiirnir höfðu ekki sjest í •')"> ár, því að skip- stjórinn hat'ði farið í siglingar tveimur árum áður en Oli fór til Ameríku. Oli tók nií bíl sinn og ók til Fall River og varð þar auðvitað t'agiiaðarfuudur með þeiin hræðr- iiimni. \'ar nú sest að drykkju og drukkið við sleitur i tvo sólar- hringa. Skipstjórinn vildi að Oli sigldi með sjer til næstu hafnar, en það kvaðst Oli ekki mega, ])\i að hann ætti konu og börn heima. Bn nú kom að því að skipið átti að leggja á stað. Óii var þá orðinn þrej'ttur og sofnaði. Skipstjóri ljei þá flytja bíl hans um borð og sigldi á stað. Hugsaði liann sem svo, að bróður sínum imiudi þykja' gaman að því að skreppa með sjer svona viku ferð. Skipið átti að fara til ('uraco á liollensku Yestindíum. Þegar það kom til Newport vaknaði Oli. — Iíann afrjeð af fara í land með hafiisöguiiiannsbátnum, en þá var það bíllinn; hann komst ekki á hátinn. Óli varð því kyr um horð. 1 Curaco ætlaði hann að fara í land og sigla þaðan til New York. En engin skipsferð var þangað þá, nje fyrst um sinn. Og bróðir hans fekk þá skipun um að sigla til London. Oli afrjeð að fara með honum þangað. 1 London dvöldust þeir bræðurnir fáeina daga, og Oli var að hugsa um að bregða s.ier yfir Norðursjóinn heim til Noregs, en hitti ekki á neitt skip, ciii vildi taka bílinn hans. Og hróðir hans fullvissaði hann um að hann mundi bráðum fá skipun um að sigla til New York. En í þess stað fekk hann skipun um að sigla, til Curaeo. Og næst fekk hanu skipun um að sigla til Hamborgar. En áður en skipið færi þangað hepnaðist Ola að ná í skip, sem ætlaði að sigla til Bandaríkjanna og tók hann og bílinn með sjer. Úi hinni stuttu heimsókn Ola á olíuflutningaskipinu, varð tveggja mánaða sjóferð. Grindadráp í Atlantshafi. Skipverjar á færeysku skútunni „Mathildu" sendu „Tingakrossur" eftirfarandi brjef frá Grænlandi í sumar: — Vjer lögðum á stað frá Vági hinn 19. júní. TTpphaflega var a'tlast til þess að vjer færum ekki í'yr en eftir Jónsmessu (Joansvöku) — en svo koin kallið óvænt, að vjer aíttum allir að vera komnir iini borð hinn 19. júní. — Tngu mennirnir voru ekki í góðu skapi, ])\í að [ieír liöfðu hlakkað mikið 1il þess að vera á Jónsmessuhá- tíðirni: Lítt grunaði oss ])á að forsjónin hafði geymt oss að minsta kosti þrisvar sinnum betri skemtun. Vjer fenirum ágætan byr vestur hai'. Svo var það Jónsmessumorg- iin, og var þá ekki laust við að margir iifunduðu þá, sem heima voru og' gátu verið á hátíðinni. En þá heyrðist alt í einu kallað: „Grind!" Allir ]mtu app á þiljur og sumir gáfu sjer ekki tíma íil ]>ess að klæða sig. Þegar upp kom, sáum vjer að skipið var umkringt af stærri grindartorfu en vjer höfðum nokkuru sinni áður .s.jeð. Og hvalirnir voru eins spakir og heimalnings liimb. Vjer settum þegar bátana á flot, og vel út búnir að skutlum lögðum vjer til bardaga við hópinn. Þá var nú ekki verið að súta ])að! Á augabragði hiifðu allir bát- arnir fest í hval, og þá „byrjaði nú ballið". Hvalirnir tóku sprett- inn og drógu bátana á eftir sjer svo að freyddi yfir stefni. Hval- irnir rjeðu ferðinni og vjer urð- um bara að reyna að stýra og láta svo skeika að sköpuðu. Einn háturinn hafði fest í gríðar stór- um hval og hann var ekki lambið að leika við. Þetta minti á hval- veiðar forðum, ]>egar menn skutl- uðu stórhveli af bátum og Ijetu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.