Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 2
338 Og þetta hefir orðiö Jóni til bless- unar, því að meiri lánsmann á sjó getur vart, og í einu og öllu er sama snildin á hjá honum, hvað sem hann hefir tekið fyrir. Árið 1907 fluttust foreldrar Jóns búferlum til ísafjairðar, og þá um haustið sigldi Jón til Englands með enskum togara, þá tæplega tvítugur, til þess að afla sjer fjár og frama. Má með sanni segja að liann hefir aflað sjer hvors tveggja, því hjer hefst einhver hinn glæsilegasti æfiferill ungs manns- Velgengni hans byggist að- allega á sönnum mannkostum, framúrska? andi útsjónarsemi, ráð- deild og dugnaði. Eftir 2—3 ára veru á togurum fi’á Grimsby er Jón orðinn stýri- maður hjá mjög aflasælum skip- stjóra, Loftis að nafni, sem seinna varð tengdafaðir hans. ÍSkömmu síðar varð Jón skipstjóri, og sýndi þá hvað í honum bjó, því að þeg- ar á fyrsta ári varð hann með alira aflahæstu og söluhæstu skip- stjórum frá Grimsby. Margir út- gerðarmenn sóttust nú eftir því að fá Jón á skip sín. Sigldi liann um hr?ð fyrir ýmsa, og var nú oft- ast aflahæstur, þangað til liann stofnaði sjálfur útgerðarfjelag með nokkrum mönnum. Mun það hafa verið í stríðsbyrjun. Árið 1916 varð sá atburður, sem oft vill verða, að skip rákust á á Humberfljóti. — Annað skipið, meðalstór togari, ,sem ..Enskine“ hjet, frá Grimsby, sökk þar. ITm það levti tafðist Jón eitthvað firá siglingum, svo að hann greip tæki- færið og kevpti skipið þar sem það ]á á fljótsbotni. Fekk liann skipið fyrir lítið verð. Síðan fekk hann sjer áhöld og manpafla, fór út að hinu sokkna skipi og tókst að ná því á flot. Elutti Jón svo skipið til hafnar og í skipakví til viðgerðar og reyndist það lítið skemt. Furðaðj það menn, að Jón skyldi geta bjargað skipinu og þótti það vel af sjer vikið. Á þessu skipi sínu sigldi Jón síðan til veiða, aðallega í Norðxir- sjó, þangað til fór að losna um hin betri skip eftir ófriðinn. Hað valr ekkert sældarbrauð að vera skipstjóri á þessum árum, og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS til þess að gefa mönnum ofurlitla hugmynd um, hvernig aðstaðan var til fiskveiða í Norðursjó, er þess að geta að ófriðarþjóðirnar höfðu lagt tundurdufl á víð og dreif um allan sjó, og vissi enginn yfirleitt hvar þau voru, og því ekki hægt að varast þau. Það var því ekki heiglum hent að stunda sjósókn þar á þeim tímum. Oft kom það fyirir að skip fórust á þessum tundurduflum, sprungu í loft upp, og var veiðiskipum hætt- ara en öðrum skipum. Tundur- duflin lentu í vörpum þeirra, og þegar varpan var svo dregin að skipshlið, með einu eða fleiri tundurduflum í, rákust þau oft á skipin og var þá ekki að sökum að spyrja. Oft kom það fyrir um leið og togað var, að tunduirdufl sprakk í vörpunni og kom þá feikna hafrót aftan við skipið, en það þótti vel sloppið við voðann. Yar þessi hlið á ófriðnum mikla ekki síður ægileg en aðrar. En Jón Oddsson ljet sjer þetta ekki fyrir brjósti brenna, heldur helt hann veiðum áfram ótrauður og óneyddur, og varð varla fvirii' minsta tjóni. 7 ófriðarlok slitu þeir Jón osr fje- lagar hans útgerðarfjelagi því, sem áður er nefnt. Skip sín, sem voru orðin nokkuð mörg, seldu þeir háu verði. Eitt þeirra var .,Valpole“, sem selt var hingað til Reykja- víkur, og hefir verið hanpafleyta. Næstu árin sisr1 di Tón á tosrara frá Grimsby, 08' ekki brást lánið nú frekar en áður. Á árinu 1922 flytur -Tón frá Grimsby til Hull. Munu honum hafa boðist betri kjör þar, og sifflir hann þá á- litvegi Hellvers- bræðra. Þar skarar hann fram úr öðrum eins og áður, og verður oft langhæstur með aflasölu. Eftir um 4 ára veru hjá Hellyers-bræðrum, kevpti Jón eitt af skipum þeirra . Lord Fisher“ að nafni. ágætt skip. Sigldi hann því nú s.iálfur á þriðja ár, með þeim árangri, að þá hafði hann látið smíða handa sjer nýtt skip og í alla staði full- komnara en hitt. Kallaðj hann það . Kópares“ og tók við stjórn á bví siálfnr. en fekk danskap skip- stjóra á ..Lord Fisher“. Strandaði sá danski því, eftir nokkrar ferðir, við Melrakkasljettu, eins og kunn- i ugt er. Jón ljet ekki við þetta sitja, heldur 1 jet hann nú smíða nýtt skip, mun stærra en ,,Kópanes“ og kallaðj það „Rifsnes". Á því skipi hefir hann siglt þangað til síðast liðið vor. Mun hann nú vera að hugsa um að hætta sjóferðum, enda eru fyrirtæki hans orðin svo umfangsmikil, að hann verður að gefa sig allan við að stjórna þeim. Hann er nú t. d. að láta smíða tvo togara og eru þeir með allra stærstu og vönduðustu togurum, sem til eru í Englandi. Verður ekki sjeð fjuir endann á fram- kvæmdum Jóns í framtíðinni, því að maðurinn er enn á besta aldri, fullur fjöri og framúrskarandi stórhuga. Jón hefir altaf verið sannur fs- lendingur og hefir gert sjer far um að halda á loft öllu því, sem íslenskt er og þjóðinni til sóma. Kann er vel fróður í fornum ís- lenskum sögum og hefir ánægju af að minnast þeirra manna þar, sem eiga við hans skap. Hefir lestur íslenskra fornsagna áreiðanlega átt sinn þátt í að móta skaplyndi hans. Hann hefir látið sig mikið varða hvernig íslensku þjóðinni hefir reitt af í öllu þvi umróti, sem verið hefir eftir ófriðinn mikla, enda þótt hann hafi aldrei gert neina tilraun um það að hafa á- hrif h.jer í st.jórnmálum. Aftur á móti hefir hann látið annað eins til sín taka eins og þegar sveit- nngar hans á Ingjaldssandi áttu erfitt með að koma sjer upp kirkju. Þá hljóp hann þar undir bagga svo að um munaði, Kirkjan komst upp, veglegt og virðulegt guðshús, til ánægju og gagn.s fyrir sóknarbörnin, og augnagamans ]ieim, er sigla þar fram hjá og lita inn í dalinn. Sjóð hefir Jón stofnað hjer til minningar um Gísla bróður sinn. skipstjóra á „Leifi heppna“, sem fórst á Halamiðum 8. febr. 1925. Það sem einkennir þennan dugn- aðarmann, er hið sjerstaklega ró- lega skaplyndi og dagfarsprýði á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.