Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1933, Blaðsíða 5
Horst Wessel. Hvað eftir ánnáð hafa menn heyrt þetta nafn að undanförnu, og í þýska útvarpinu hafa hljóm- sveitir leikið og söngflokkar ungra Nazista sungið hvöt þá, er Horst Wessel orti. Nafn hans er á allra vörum í Þýákalandi. Naz- istar hefja hann til skýjanna, sem þjóðhetju, en andstæðingar reyna á allan hátt að ófrægja minningu hans. Hver var þá Horst Wessel? Pranskur blaðamaður, André Germain, sem er gagnkunnugur í Þýskalandi, segir svo frá honum: — Hann var j)i-estssonur, fædd- ur .1907 og varð .stúdent 1926. Meðan hann var í skóla hafði hann verið í ýmsum leynifjelögum þjóðemissinna og byltingasinna. Það er sagt, að hann hafi um hríð verið kommúnisti, en það erl ekki satt. Hann lærði að skjóta af skammbyssu og kasta liandsprengj um. Hann var í leynifjelaginu „Consul“ og seinna í Bismarck bandalaginu, sem stofnað var á óróatimum þeim, þegar Þjóðverj- ar áttu í höggi við Pólv-erja út af Sljesíu og við Frakka út af Buhr. Horst Wessel var ákaflega ör- geðja. Hann var skáld og orkti óstarljóð og ættjarðarsöngva. — Hann hafði brennandi þrá til þess að fórna sjer. Hann gekk í Naz- istaflokkinn 1928 og varð brlátt einn af ötulustu boðberöndum þeirrar stefnu. Honum var ekki svo mjög um það hugað að kúga andstæðinga, heldur vildi hann snúa þeim. Þess vegna skirðist hann ekki neinar hættur, og helt sig jafnan þar, sem óvinaliðið var sem þjettast og þar sem honum var mest hætta búin. Hann hafði grun um það, að liann mundi ekki verða langlífur, og má vera að það hafi stælt hann upp í því að bjóða öllum hættum byrginn. Hann dró fjölda ungra kommúnista yfir í hóp þjóðernis- sinna. Þess' vegna var ekki að kynja þótt kommúnistar hötuðu hann manna mest. Hin innri þrá hans til þess að torna sjer og eiga alt í hættunni rak hann miskunnarlaust áfram. LESBÓK MORGUNBLAÐSIN8 Hann ákvað að lifa meðal þeirra, sem liann vildi snúa frá villu síns vegar, og lifa við sömu kjör og þeir. Hann leigði sjer ljelegt her- bergi í „rauðasta hluta“ Berlínar hjá ekkju, sem var kommúnisti. Hann hætti námi og vann fyrir sjer með því að vera bílstjóri eða kaupamaður. Kvöld nokkurt siá hann kvenna- bósa nokkurn koma út úr ill- ræmdri knæpu með stúlku sinni. Uti á götunni tók þrællinn að misþyrma stúlkunni. Það gat Horst Wessel ekki horft á, og rjeðist því á fantinn. Stúlkunni fanst það sjálfsagt að slást í för með þeim manni, sem hafði á svo riddaralegan hátt kornið henni til hjlálpar. En hitt er einkennilegra, að Horst Wessel leyfði henni það og fór með hana heim til sín. Þau áttu ekkert sam- eiginlegt. Hann var mentaður og vel upp alinn maður, en hún var þvert á móti og ekki einu sinni lagleg. En það er mælt, að Horst Wessel hafi verið að hugsa um að giftast henni. Var það af mann- gæsku eða sjálfsfórnarhvöt eða af einhverju öðru? Ef til vill var það vegna þess hvað hún hafði verið djúpt sokkin og hann hafði bjarg- að henni. Hann hafði álíka ímynd- unarafl og Don Quixote og sneri raunveruleikanum oft við. Kommimistar höfðu ákveðið að myrða hann og hann vissi það vel. En skömmu áður en þeim tækist það, fórst bróðir hans á fjall- göngu. Yfirvöldin vildu ekki af- henda líkið. Horst Wessel fekk þá nokkra fjelaga sína í lið við sig. Þeir fengu sjer vörubíl og óku )>angað, sem líkið var geymt. Þar tók Horst Wessel það með valdi, ók svo til Berlín og færði það hinni sorgmæddu móður. Þessi saga lýsir manninum vel, að hann var einbeittur og ljet s.jer ekkert fyrir brjósti brenna. Ekkjan, sem hann bjó hjá, sveik hann., Fimtán koinmúnistar komu þangað til þess að myrða hann- Þremur þeirra hleypti ekkjan á laun inn um bakdyr hússins. Þeir ______________________________341 ruddust inn í herbergi Horst WeS- sels þar sem hann sat ásamt stúlk unni, er hann bjargaði og kunn ■ ingjakonu hennar. Þeir skutu allir á hann samtímis mörgum skotum Hann fell, en var þó ekki dauður \'ar liann fluttur í sjúkrahús og þar lifði hann í fimm vikur við óþolandi kvalir. Ein kúlan hafði mölbrotið kjálka hans og tvær höfðu komið í munninn. Kommún- istar gerðu hvað eftir annað til- raun til þess að brjótast inn í sjúkrahúsið til þess að vega að honum í rúminu, en fjelagar hans lieldu vörð um húsið og hröktu kommúnista frá í hvert sinn. Að lokum ljest hann úr sárum. Ef til vill var það best fyrir hann sjálfan og stefnu þá, sem han i fylgdi, því að fyrir hana fórnaoi liann blóði sinu og lífi og vatc) þjóðhetja fyrir, og kommúnistu.n miklu hættulegri eftir dauðann ou áður. Það sjest Uka best á því hv í- líkt fádæma kapj) kommúniílnr hafa lagt á það að ófrægja haim og sverta minningu hans, að þeim tókst ekki að sigra hann þótt þ ir inyrtu hann.--------- Það eru 3 ár síðan að líorsl Wessel dó. I sumar var tekin )>vik- mynd í Þýskalandi, er lýsa átti æfi hans, og myndina átti að sýna fyrst á afmæli hans hinn 8. októ- ber. Miklu hafði verið til i.iynd- arinnar kostað og höfðu r ikkrir erlendir sendimenn og blaí imenn fengið að sjá hana áður c n hún skyldi sýnd. Blöðin fóru mjög lofsamlegum orðum um liana og allir aðgöngumiðar að fyr; lu sýn- ingu voru pantaðir fyrir 1 ram. En þá reis Göbbels ráðh rra upp og bannaði að myndin y.ði sýnd. Hafði hann margt út á hana að setja, og kvað að hú mundi hv rki verða stefnu Nai izsta að gugni, nje minningu Hoi.-t Wessels til verðugs lofs. —-—<w?>---------- Skólakensla í fiskiveiðvn . í Hollandi hefir ný keaslugrein verið innleidd í skólum Það er kensla í fiskiveiðum. Námsgrein þessi liefir vakið mikinn áhuga nemenda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.