Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Blaðsíða 1
Bála li i»f nin
Eflir Jón
við Ægisgarð.
Þorlák$§on.
,,Höfnin er auðvitað undirstaða
atvinnulífsins í bænum“.
Þannig ljet merkur ítalskur
blaðamaður um mælt við mig í
sumar. Hann haí'ði ferðast land
úr landi, og alls staðar reynt að
kynna sjer sem best atvinnumálin
og þjóðfjelagsmálin. Hið glögga
gestsauga hans var auðvitað elcki
lengi að átta sig á því, að í versl-
unar- og fiskiveiðabæ eins og
Reykjavík, er höfnin svo að segja
frumskilyrði atvinnulífsins.
En höfnin okkar er enn á ung-
lingsaldri og ekki fullvaxin- í
miðju umróti heimsstyrjaldarinn-
ar auðnaðist bænnm að fullgera
fyrsta hluta þessa mikla verks,
skjólgarðana og hafnarbakka fyr-
ir 2—3 millilandaskip. Rjett á
eftir skullu yfir þetta fyrirtæki,
eins og önnur, fjárhagsvandræðin
ár kjölfari styrjaldarinnar. Samt
tókst að halda hafnargerðinni á-
fram, með aukningu á hafnar-
bökkum og bryggjum, bráðnauð-
synlegum götugerðum á hafnar-
svæðunum og nú síðast með mynd-
arlegri byrjun á traustum og vönd
uðum vöruskáJum í stað hráða-
birgðaskúra þeirra, sem menn
hafa hingað til orðið að bjargast
v:ð.
En fram til siðustu áramotó
hi'fðu mannvirki hafnarinnar ver-
ið sniðin svo að segja eingöngu
við þarfir verslunar- og vöru-
flutninga annars vegar, og fiski-
gufuskipa, aðallega botnvörpu-
skipn, hinsvcgr.r. Fiskibátar liafn
ávalt verið til hjer í bæ, róðrar-
bátar fyr á tímum, vjelbátar síð-
ari árin, sumir opnir en sumir
þiljubátar. En þessi útvegur varð
æ meir heimilislaus og á hrakn-
ingi. eftir því sem hafnarvirkin
fyrir stærri skipin færðust vit. •—
iHinsvegar hafði verðfallið á fiski
leikið togaraútgerðina svo hart
síðustu árin, að vöxtur hennar
virtist stöðvaður í bili.
Þá var það að hafnarstjórnin
um síðustu áramót hófst handa um
|>að, að húa út innan hafnarinnar
þá hentugti aðstöðu fyrir báta-
útveg, sem hingað til hafði vantað
hjer. Bátahöfnin við Ægisgarð er
fyrsta sporið í þá átt, og verður
vonandi ekki hið síðasta. Verkinu
hefir miðað svo vel áfram, undir
ötulli stjórn Þór- Kristjánssonar
hafnarstjóra, að ‘það verður til-
búið til notkunar í byrjun næstu
vetrarvertíðar, þótt talsvert. A’anti
á að <>11 hin fyrirhuguðu mann-
virki verði þá fullgerð.
Eins og uppdrátturinn sýnir,
hefir verið gerð þarna uppfylling
fram á grynslin næst landinu um
5500 ferm. að stærð. Fram af þess-
ari uppfyllingu á svo að gera lang-
an skjólgarð iir grjóti vestast —
Ægisgarðinn — og er aðalverk-
efni hans það, að skifta hinum
víða vatnsfleti hafnarinnar svo
að vindbáran og aldan frá hafn-
armynninu verði stórum minni en
nú. Fyrir austan Ægisgarðinn
hafa verið gerðar tvær myndar-
Þgar bátabryggjnr fram af upp-
fyllingunni, og eru þær ætlaðar
fyrir afgreiðslu fiskibáta þeirra,
sem þarna hafast við- Til þess að
tryggja þeim fullkomið skjól á
legunni fyrir framan bátabryggj-
urnar, er svo ætlast til að haf-
skipabryggja verðj gerð austur frá
Ægisgarðinum, og hún höfð lok*
uð eftir því sem þarf til þess að
sjórót berist ekki gegnum hana.
Hugsað er til að breikka umferð-
arveginn eftir garðinum út að
þessari þverbryggju á sínum tíma
ineð því að gera bryggju yfir
grjótfláa garðsins að vestan eða
austan, eða hvorttveggja.
A uppfyllingunni er svo veríð
að byggja verbúðir, þar sem út-
gerð bátanna á að hafast við. —-
Hver verbúð 9x12 m- að grunn-
fleti, tvígólfa- A neðra gólfi er
ætlað rúm fyrir salt, fyrir salt-
aðan fisk sem svarar um V& mán-
aðar afla og til þess að gera að.
TTppi er ætlað rúm fyrir beitingu,
veiðarfærageymslu og legurúm
fyrir þá menn, sem þarna hafast
við og þurfa að vera til taks að
næturlagi. Gert er ráð fyrir að
bátunum verðj leyft að hafa þarna
geymslu fyrir veiðarfæri sín alt
árið, þótt neðra gólfið verði að
einhverju leyti tekið til annarar
notkunar síðari hluta ársins, ef
bátarnir þurfa þess ekki þann
tíma.
Aforinað er að koma upp ýms-
um þægindum til þess að bæta
aðstöðu hátanna þarna sameigin-
iega, þótt ekki komist í frnin-