Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Qupperneq 2
/jESBÓK morgunblaðsins
feSÍ
3m l» o
200*] ■
BATAHÓFNIN. Ægisgarður heitir hinn nýi skjólgarður, sem bygð-
ur er vestur við bátahöfnina, sem myndast í krikanum milli hans og nýju
liafskipabryggjunnar, sem í daglegu máli er nefnd „Sprengisandur“. A
uppfyllingu í krikanum standa sjóbúðirnar og tvær bryggjur þar fram
af, en svonefnd „Loftsbryggja" er austan við uppfyllinguna. Faxagarður
er í daglegu máli nefndur „Langalína“.
kvæmd fyrir næstu vertíð, og skal
jeg geta um liið lielsta, sem komið
hefir til tals.
Akveðið má telja að flytja aðal-
fisksölutorg bæjarins á þessa upp-
fyllingu austanverða, og verður
l>á að byggja þar afgreiðsluskýli
í stað þeirra, sem nú eru við
Tryggvagötu austan Pósthússtræt-
is. Þar geta þau hvort sem er
narimast verið til frambúðar. Með
þessu er bátunum líka veitt sjer-
staklega hagkvæm aðstaða til þess
að nota sjer bæjarmarkaðinn fyrir
nýjan fisk.
Talað hefir verið um — og er
talið nauðsynlegt — að sjá þarna
fyrir kælihúsi, þar sem geyma
megi bjóðin með beittum lóðum,
þegar bíða þarf b.vrjar. Eðlilegt
þætti mjer einnig að sjeð yrði
fyrir frystihúsi til beitugeymslu
handa þeim bátum, sem þarna haf
ast við svo að þeir geti aflað sjer
beitunnar á sem ódýrastan hátt,
annað hvort með því að stunda
sjálfir síldveiði til þess, eða með
því að kaupa beitusíld á bentug-
asta tíma.
Eins og högum útgerðarinnar
er nú háttað, má telja sjálfsagt
að bátarnir selji nokkvrð af afl-
anum jafnóðum, nýjan fisk til
neyslu, og fullstaðinn fisk upp úr
salti frá verbúðinni- En mjer er
ljóst að mjög væri æskilegt að
veita þessum útvegi aðstöðu til
þess að þeir, sem hann stunda,
gætu sjálfir annast verkun þess
hluta aflans til útflutnings, sem
þeir eru ekki neyddir til að selja
þegar á vertíð. Enda ætti þetta-
að vera vel kleift með samvinnu
milli hlutaðeiandi útgerðar, hafn-
arstjórnar og bæjarstjórnar. Bær-
inn er eigandi að öllu því landi
hjer í nánd, sem notað verður til
fiskreitagerðar, og er einmitt nú
að láta gera fiskreiti í stórum
stíl. Geymsluhús og þvottahús þarf
í sambandi við fiskreitina, til
þess að smáútgerðin geti notfært
sjer þá, og efast jeg ekki um að
úrlausn finnist á því máli.
Loks er þess að geta, að til
Stuðnings bátaútveginum þarf að
.sjá fyrir nægilegu og hentugu
plássi innan hafnarinnar til báta-
smíða og viðgerðar á bátum Er
nú alveg nýlega byrjað á upp-
fyllingu í vesturhöfninni, undan
Bakkastíg, sem ætluð er til notk-
unar í því skyni.
Ef bátaútvegur skyldi aukast
hjer fram úr því, sem rúmast,
þarna við Ægisgarðinn, þá er til-