Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3tí5
lTm ItíOO ritaði Peder Clausson
F'æreyjalýsingu og segir þar svo
um grindaveiðina:
Hj er eru ýms hvalakyn við land,
eins og í Noregi, þó engin tröll-
hveli, en skíðishvalir og smáhveli
18—20 álna- Eru þeir stundum
reknir að landi af illhvelum þá
er þeir fara í vöðum, eða leika
sjer. Og þegar þeir koma inn í
fjörðuna, elta íbúarnir þá á bát-
um með skotum og fæla þá á
iand, því þar sem einn eða tveir
hvalir fara fyrir, þar eltir öll
hersingin- Oft kemur það fyrir
að hvalur ber bát og menn á
bakinu langar leiðir, sum-
um bátunum hvolfa þeir, og stund-
um druknar einn maður, tveir eða
fleiri, en öðrum er bjargað. Sumir
hvalirnir komast undan til hafs-
Árið 1587 voru 300 hvalir rekn-
ir á land hjer í eyjunum, og það
hefir komið fyrir áður og kemur
gjarna fyrir 6- eða 7. hvert ár, að
svo er dimm þoka, að hvalirnir
sjá ekki land þegar þeir koma
í stórum vöðum- Þetta kalla menn
grindamyrkur. Alt, sem gert er af
rimlum úr trje eða jámi, nefnist
grind á norsku- Og vegna þess
að hvalirnir fara samsíða í stórurn
liópum, þá er slík hvalatorfa nefnd
hvalagrind. ,
Luea.s Debes rilaði bók um Fær-
eyjar 1673 (Færoæ et Færoa Res-
erata) og er þar löng lýsing á
grindaveiði. Þar segir meða] ann-
ars:
— Mörg hvalakyn eru hjer við
land, og ein tegundin nefnist
grindahvalur. Þessir hvalir eru
ekki stórir, þeir stærstu um 10
álnir og kálfarnir 3 álnir- Þeir
koma í stórum torfum að landi,
]>egar dimt er eða þoka, svo að
]ieir sjá ekki land, og er það
kallað grindamyrkur........
Þá segir hann frá hvernig menn
bregðast við þegar vart verður við
grind og segir svo:
— Stundum koma hvalatorfurn-
ar sjálfkrafa inn í fjörðuna, þeg-
ar þoka er. Stundum, þegar dimt
er af nótt, lilaupa þær á land
rneð flóði og fjarar svo uppi og
að morgni er fjaran þakin dauðum
hvölum- Þetta kom fyrir í Tjöme-
vig fyrir nokkurum árum. Áður
fyr var hvalagengdin meiri og
grindahlaup komu oftar en nú.
Þó kom ]iað fvrir árið 1664. að á
tveimur stöðum A’eiddust 1000
hvalir......
Eins og áður er getið eru þetta
smáhveli.... Úr spikinu bræða
menn aðallega lýsi, en nokkuð
salta þeir með svörtu salti, eins
og annað kjöt (þetta svarta salt
fá menn úr þangi, sem er þurkað
og brent til ösku. Er saltað með
öskunni og gevmist hvalkjötið vel
]>annig, ef það er þurkað vel og
er á litinn svart eins og
bangikjöt. en inn i er það hvítt.
svo að sá, sem ekki þekkir það,
mundi ekki geta s.jeð mun á því
og öðru kiöti). Nokkuð er not-
rð sem viðbit (bræðingur). Þeear
kjötið er soðið nýtt er það líkast
nautakjöti á bragð og lvkt. En
]>að, sem menn eta ekki þegar, er
skorið í lengjur og hengt upp tii
þurks. Er það síðan etið .smáni
saman sem annað bert kjöt. Ut-
lendingar sjóða stundum í .sultu'
nokkuð af sporðhvalnum og er ]iað
líkast nauta fótasnltu- Þess vegna
eru ]>essir hvalir einnig nefndir
sænevti.
Peder ('laus.son segir að illhveli
n ki grindira að landi, en ]>ótt
jeg hafi spurst fyrir um það, hefi
j(>g hvergi getað fengið sannanir
fvrir því.
Forvitnum lesara til fróðleiks
skal jeg seg.ja lijer siigu, sem
jeg heyrði nýlega. Haustið 1664
j(om mikið livalahlaup inn í Skála-
fjörð. Þegar flestir hvalirnir höfðu
verið drepnir, kom upp milli
þeirra og lands tröllliveli ógur-
legt og sveimaði innan um dauða
hvalinn. Það, sem sást af ferlíki
])essu, þá var liann alveg eins og
hundur, gráleitur, loðinn og með
löng eyru, eins og enskur hundur-
Þetta hafa sannorðjr menn sagt
mjer, og sagan er lcunn um allar
eyjar.......
Um 50 árum eftir að Luea.s
Debes ritaði bók sína, er eitthvað
ekki gott á seiði í Skálafirði. Að
minsta kosti ritar ])á fógetinn, D.
Marcussen, eftirfarandi brjef til
prestsins Peder Arheboe og Zac-
harias Joensens sýslumanns í Vog-
um. Er brjefið dagsett 5. október
1720:
Heiðurs og veleðla maður
hr. Peder Ditlofsen Arheboe.
Þar sem mikið er af hval í
Skálabotni, hver staður áður hef-
ir verið einhver besti hvalrekstr-
arstaður hjer í landi, en hvar
menn nú um nokkur ár ei hafa
getað fengið hvalinn til að hlaupa
á land, livað íbúarnir ]>ar á staðn-
um ætla að stafi af einhverju
Satans spili ]>ar á sandinum, sem
hindrar hvalanna landhlaup, le.vfi
jeg mjer ásamt öllum innbyggj-
urum að beiðast ]iess af honum ef
hann með nokkurum ráðurn með
guðs hjálp gæti ]iað Satansspil
burtdrifið, fyrir hvað allir inn-
byggjarar á staðnum lofa honum
einu gyllini af liverri jörð, strax
að betalast, og auk þess óðalslival