Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Side 7
á fóðrunum og live mikill hagur væri að því að nota fíl til jarð- ræktar í staðinn fyrir hesta. Að lokum svaraði Barnum öllum í einu með smáklausu í dagblöð- unum, — Binn fíll er jafn þungur á fóðrunum og hundrað asnar. Hann er jafn ónýtur til plæginga og kanína. Hann er til alls óhæfur fyrir bændur, og er ekki til neins nýtur nema vera auglýsing fyrir Barnum. Blíkar sögur eru í hundraða tali til um Barnum. Mark Twain var líka fundvís á góðar og ódýrar auglýsingar. Einu sinni var hann ritstjóri að litlu biaði í Missouri. Þá fekk hann brjef fr,á einum kaupanda blaðs- ins og skýrði hann frá því, að könguló hefði setið á blaðinu sínu um morguninn og vildi’nú fá að vita hvort það boðaði happ eða óhapp. Mark Twain svaraði þegar: — Það boðar hvorugt. Könguló- in hefír aðeins verið að gæta að því hvort í yðar bæ findist ekki einn kaupmaður, sem ekki aug- lýsti í blaðinu mínu, og ætlaði síðan að fara til þess kaupmanns, vefa vef sinn fyrir dyrnar og lifa þar síðan í ró og næði. Fyrir nokkrum árum var mað- ur að nafni Modley dæmdur til dauða í einu. af Suðurríkjum Bandaríkja. Samkvæmt lögum þar átti aftakan að fara fram á bæjar- torginu, en nú stóð svo á, að torg- ið var í aðgerð og verkamennirnir höfðu gert verkfall. Var því ekki hægt að fullnægja dómnum. Mod- ley byrjaði nú að skrifa blaða- greinar í fangelsinu, og barðist fyrir rjettmæti verkfallsins í al- þýðublöðum borgarinnar. Honum var um að gera að verkfallið stæði sem iengst. En undarlegast þótti það hvað liann helt sig ríkmannlega í fang- elsinu. Hann gerði’ klefa sinn að liinni fegurstu stássstofu og svo fekk hann sjer þjón, til að stjana við sig. Vakti þetta svo mikla at- hygli að fjelagsskapur var stofn- aður til þess að fá hann náðaðan. En þá varð hann fokvondur og sagði; — Ætla þessir heimskingjar að LESBÓK MORGUNBLÁÐSÍNS taka frá mjer atvinnuveg minn! En fólk var forvitið og vildi endilega komast að því hver væri atvinna hans. — Það fáið þið ekki að vita fyr en um leið og jeg dey, sagði Mod- ley. — Þetta hefði hann aldrei átt að segja, því að það varð til þess að flýta mjög aftökunni. Undir eins og það frjettist að hann ætlaði að leysa frá skjóðunni á aftökustaðn- um, var fólki það mest í mun að aftakan gæti farið sem fyrst fram. Verkfallsmenn hættu verkfallinu og á einni nóttu var gert við torg- ið og gálgi reistur þar. Fjöldi fólks kom til þess að vera við aftökuna. Modley gekk liik- laust upp á aftökupallinn og setti sjálfur snöruna um háls sjer. Svo fekk hann dálitla lióstakviðu, en er hann náði andanum aftur, sneri liann sjer að áhorfendum og hróp- aði hátt: — Ef þjer hóstið — þá notið Evans hóstatöflur! Hann hafði lofað firmanu, sem bjó til þær töflur, að auglýsa þæh svo eftirminnilega, að það gleymd- ist aldrei, gegn því að firmað ljeti hann lifa konunglega fram til seinustu stundar.--------- Eftirfarandi smáauglýsingar birtust nýlega í frönskum blijðum. Onnur var frá hanskafirma og stóð undir fyrirsögninni ,,tapað‘‘ — Dýrmætt hálsband hefir horfið, og ennfremur hanskar frá undirrituðu firma. Finnandi má eiga hálsbandið í fundarlaun, ef hann skilar hönskunum, sem eru óbætanlegir vegna sniðs og hvað þeir eru sterkir. Hin var frá bóksala, sem vildi losna við biblíur, sem hann átti ó- seldar: — Hinn vondi mundi skjálfa af hræðslu ef hann sæi hvað við selj- um biblíurnar ódýrt. í Ameríku eyða menn meiru í auglýsingar en nokkurs staðar annars staðar. Þegar líenry Ford kom með nýjan bíl á markaðinn eyddi hann 4^/2 miljón dollara í auglýsingar á 5 dögum. Og það er enginn efi á því, að hann græddi vel á þessu og fekk þessar 41/á 367 míljónir margfaldlega endurgreidd ai —- Ensk sápuverksmiðja auglýsti á torsíðu í einu stærsta blaði Eng- lands og kostaði sú auglýsing 35 þúsund krónur. Með þessu var sápan orðin kunnug um land alt, og þegar fyrsta daginn streymdu' pantanir til verksmiðjunnar úr öllunl áttum. Nú eru ensk blöð tekin upp á því að senda út seinustu frjettir, sem elcki ná að komast í blöðin, með gríðarstórum ljósstöfum á lofti, og inn í milli frjettanna eru settar auglýsingar með ljósletri. En amerískir auglýsendur eru nú farnir að taka ilman í þágu auglýsinganna. Hugmyndina fekk eitt bJaðið þegar það vildi ná prentsvertulykt af blöðunum, og stráði því ilmvatni yfir þau, en náði um leið í stórar auglýsingar frá ilmvatnsverksmiðjum, sem sögðu frá því hvaða ilmvatn nú væri notað til þess að ná hinuin ieið inlega prentsvertuþef af blöðun- uin. Þessi liugmynd hefir síðan farið sigurför um alla Ameríku. Appelsínusali í Kaliforníu notar nú t. d. eingöngu brjefapappír sem angar af appelsínulykt, og ýmsir aðrir nota brjefsefni, sem anga af lykt þeirrar vöru, sem þeir fram- leiða. En það er brunatryggingar- ljelag í New York, sem á metið á þessu sviði. Það hefir látið svíða alla jaðra á brjefsefnum sínum og k brjeísefnin er prentað: — Sviðalyktin af þessum pappír ætti að minna yður á, að hús yðar og innanstokksmunir er ekki vá- trygt gegn eldsvoða. Útfyllið kort- ið sem vjer sendum hjer með frí- merkt, og sendið það til vor. Firmað hefir efl.st stórkostlega. fyrir þessa auglýsingaaðferð. Maður kaupir frímerki og sleik- ir það. - Heyrið þjer, segir hann, það er ekkert ]ím á þessu frímerki. — Jeg veit það. Þjer eruð tí- undi maðurinn, sem reynir það í dag. .... —m ••••

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.