Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
261
þegar þeir eru á ferð yfir vötnin
í Noregi.
Þótt segl sje góð, þarf víst lag'
til þess að slaga, og það gátu
ekki einu sinni vorir frægu for-
feður, víkingarnir. En siglingar
þeirra mörkuðu þó tímamót í sög'u
sjóferða, því að þeir hættu sjer
út á úthöfin. Ménningarþjóðirnar
i Miðjarðarhafslöndunum, Grikk-
ir, Fönikumenn og Rómverjar,
sigldu ógjarna lengra en svo að
þeir sæi land. Þeir sigldu meðfram
ströndum og frá eyju til eyjar.
Hæsti tindurinn á Krít er 2500
metra, eða 8100 fet. Sá, sem siglir
beint suður frá Krít mun komast
að raun um að tindarnir hverfa í
sjó þegar hann er kominn rúmar
100 sjómílur frá landi. Sje gott
skygni, mun hann þá samtímis sjá
Kyrene í Norður-Afríku koma í
ljós. Hæsti tindurinn þar er 2500
fet og sjest liann 50—60 sjómílur
af hafi. Land sjest því á 160
sjómílna vegalengd, en öll vegar-
leng'din þarna á milli er um 200
sjómílur. f mesta lagi sáu sjó-
mennirnir þá ekki land á 40 sjó-
mílna leið, eða 6 tíma siglingu,
en í góðu skygni hefir mátt sjá
lönd beggja megin samtímis. Þetta
var einhver lengsta sigling þeirra
yfir opið haf. En þarna hafa
Grikkir siglt að staðaldri, því að
þeir áttu nýlendur í Kyrene.
Vjer vitum ekki annað en að
allar Evrópuþjóðir hafi siglt ipeð
ströndum fram. Auðvitað gat
skip hrakið af leið í stormi og
stórsjó og' þá voru slys í vændum.
Þótt undarlegt megi virðast hafa
fundist margar mjmdir frá Kartha
góborg á Azoreyjum.
Á miðöldum jukust siglingar
mjög á Norðurlöndum. Skipin
voru góð og sjómennirnir áræðnir,
hvort sem það voru víkingar eða
kaupménn. Fyrst voru Frísir þar
í fararbroddi, og síðan Danir. En
þeir lögðu leiðir sínar með strönd-
um fram bæði austur og eins <æst-
ur til Frakklands og' Englands.
Svíar sigldu í Eystrasalti og þar
varð Gotland miðdepill siglinga
og verslunar. Þar hafa fundist
ótal arabiskar myntir, sem sýha
það, hverjar verslunarleiðirnar
voru, frá Eystrasaltsströnd til
suðausturs eftir hinum miklu
vatnavegum Rússlands.
Norðmenn hæt’tu sjer út á úthaf-
ið, og sigldu þvert frá Vesturland-
inu til Hjaltlands, þar sem eru
180 sjómílur eða 300 km. á milli.
Þetta hafa þeir auðvitað ekki gert
bara út í bláinn, heldur hafa þeir
vitað frá upphafi að land var
þarna í vestri. Þeir hafa eflaust
fengið vitneskju um það, að Bret-
landseyjar náðu langt norður á
bóginn, hinum megin við Norður-
sjóinn, og svo hafa þeir siglt
beint til þess að stytta sjer leið.
Þó g'etur verið, að eitthvert skip
hafi fyrst hrakið vestur yfir hafið,
og þannig fundið siglingaleiðina.
Skipin voru góð til hafsiglinga,
einkum á sumrin. Það þarf ekki
annað en líta á línurnar í Oseberg-
skipinu, til þess að sannfærast
um það. En hvernig rötuðu menn
þá yfir hafið? Þeir vissu að þeir
áttu að sigla í hávestur, en átta-
vita höfðu þeir ekki.
Þeir sigldu eftir stjörnum. Þeir
vissu að „leiðarstjarnan“, pól-
stjarnan var í hánorðri. Þeir
þektu líka sólarganginn, eins og
best kemur fram í Konungskug'g-
sjá. Og þeir þektu siglingafræði
annara þjóða af latneskum bók-
um. Þeir vissu að jörðin var
kringla og þeir vissu hvernig belti
hennar skiftust — kuldabeltin við
pólana og hitabeltin um miðju
jarðar. Þessar upplýsingar höfðu
þéir fengið í bókum, en eflaust
hafa þeir einnig stuðst við eigin
reynslu. Það eru nægar sannanir
fyrir því, að Norðmenn rötuðu
um höfin, og þess vegna hafa þeir
kunnað mikið í sig'lingafræði, enda
þótt þeir hafi ekki lært hana af
öðrum. Þeir hafa haft sína eigin
siglingafræði.
Bestu siglingatímarnir voru
haust og vor. Á vetrum voru for-
menn lieima, gerðu að reiða og
seglum og tjörguðu skipin. Á vor-
in, þegar veður batnaði heldu þeir
til hafs. Með ráseglum er ekki
hægt að slaga, og' auk þess ristu
skipin ekki nógu djiípt. Varð
því að bíða byrjar. Venjulega er
góður byr til Hjaltlands í mars og
apríl, og byr þaðan heim á liaust-
in.
Sjófarendur sigldu eftir sól á
daginn og stjörnum um nætur. En
þegar þeir sáu ekki neitt fyrir
regni og þoku, var ekki um annað
að gera en láta reka og bíða þann-
ig' betra veðurs. 1 Flateyjarbók er
sagt frá því, að þegar byrinn
lægði og þoka skall yfir, vissu þeir
ekki hvar þeir fóru; á þessu gekk
í marga daga. En þegar þeir sáu
sól vissu þeir hvert þeir áttu að
sigla.
Ymis merki eru um það, hvort
skip nálgast land. Þar fjölgar
sjófuglum og þegar þeir stygg'j-
ast fljúga þeir til lands. Þessa er
enn svo farið hjá Vesturströnd
Svalbarða, Þar er hægt að sigla
inn til ísafjarðar með því að
fylgja sömu stefnu og fýllinn,
enda þótt koldimm þoka sje.
Forðum hefir verið méira fugla-
líf við Noregsstrendur og Skot-
landseyjar heldur en nú er.
Það má líka sjá það á lit sævar-
ins, hvort maður nálgast land. "Lit-
urinn verður þá óhreinn. Sjerstak-
lega á þetta við hjá Svalbarða,
þar ^gem sjórinn er dökkgrár hjá
landi, en fjólublár úti í Atlants-
hafi. Á g'runnunum í Norðursjó
er hafið grágrænt og krappar
kvikur. í norska álnum er sjór-
inn bjartari og öldur lengri. Og á
sumrin leggur ilm af smáraengj-
um og birkiskóg langt til hafs.
Margt var það, sem sjómenn
þurftu að taka eftir. í Konung-
skugg'sjá gefur faðir syni sínum
það heilræði, að taka vel eftir
Ijósbrigðum í lofti og gangi him-
intungla, skifting dags og nætur
op sjávarföllum, því að það sje
góð þekking og hverjum far-
manni nauðsynleg .
En það var eigi aðeins að sig'lt
væri til Hjaltlands. Þaðan var
siglt suður með vesturströnd
Skotlands, gégn um írska sundið
alla leið suður í Njörvasund og
inn í Miðjarðarhaf. Vjer vitum að
norrænir víkingar hafa haft fast-
ar bækistöðvar í Suður-Frakk-
landi. Þangað var siglt norðan við
Skotland og suður með Englandi.
En til norðurs sigldu þeir líka, til
Færey.ja, íslands, Grænlands, til
Svalbarða í hafsbotn, til Hellu-
lands, Marklands og Vínlands á
meginlandi Ameríkn.
í Haukshók segir svo, að frá
Hernum í Noregi skuli sig'la heint
í vestur til Hvarfs á Grænlandi;
sje þá siglt svo fyrir norðan Hjalt-