Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Page 6
262
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
land að landsýn sje, fyrir sunnan
I’æreyjar, svo að sjór sje í miðj-
um hlíðum, en fyrir sunnan Is-
land svo að þeir hafi fugl og
hval af. Hernar heita nú Hednan
í Mangér í mynni Heltefjordens.
Hvarf er suðuroddi Grænlands.
Þegar þangað var siglt komu
skipin ekki einu sinni við í ey-
löndunum á leiðinni.
Norrænir menn sigldu yfir út-
höfin 500 árum áður en kristnar
þjóðir gerðu það að nokkru ráði.
Skipin voru ágæt. „Víkingaskip-
ið„ sem Magnus Andersen sigldi
á yfir Atlantshafið 1893, gat siglt
10—11 sjómílur á klukkustund, og
stundum 9 mílur dag eftir dag.
Skip þetta var smíðað eftir Gauk-
staðaskipinu.
En vjer skulum ekki gleyma
því, að aðrar þjóðir, sem heima eiga
fjarri Evrópuþjóðum fóru fræki-
legri sjóferðir en nokkrir aðrir.
Arabar, Kínverjar og Japanar hafa
allir verið duglegir siglingamenn,
en Malayar og Polynesíar taka öðr
um fram. Þeir hafa fundið upp
merkileg'a seglbáta, sem geta borið
alt að 100 manns. Nokkuð til hlið-
ar við þessa báta eru litlir bátar,
sem festir eru á þá með borðum
og styðja þá í sjávarróti þegar
sigldur er beitivindur. Á þessum
bátum fóru þeir yfir Kvrrahafið
þvert og endilangt, frá Hawaii að
norðan, Páskaeyjunnar. að austan,
New Zealand að sunnan og sigldu
svo jafnvel þvert yfir Indlands-
haf vestur til Madagaskar.
Það hefir auðvitað verið þeim
mikil hjálp, hvað vindar eru stöð-
ugir á þessum slóðum. En nokkr-
ir af þessum siglingamönnun'
fundu upp á því, að gera sjer
nokkurs konar siglingakort vlr
smáspýtum og' böndum. Slík sigl-
ingaáhöld gat enginn notað sje
skilið, nema sá, sem hafði búið
þau til, eða kent öðrum að nota
þau, til leiðbeiningar.
Ymsir halda því fram, að Kol-
umbus hafi á unga aldri komið til
íslands og heyrt þar um Vínlauds-
ferðirnar. En engar sannanir eru
fyrir þessu. En þótt svo hefði ver-
ið, þá var það samt glæfralegt af
honum að sigla út á Atlantshaf,
Bæn Disu
Fyrir utan gluggan var sól og sumarglóð,
því sjúkrahúsið móti yl og birtp. stóð.
Þar brosti lítill garður er ribs og' reyni ól,
en rósin ung og fögur, hún spratt við þeirra skjól.
Og' fyrir innan gluggann var önnur sumarrós,
með æskufölva vanga og döpur brúna ljós,
hún vildi reyna að seilast. í sólargeisla þá,
er sjúkrarúmið skreyttu og himnum komu frá.
Sii rós var litla Dísa, hið unga yndisblóm,
sem örlög mátta skapa hinn þunga reynsludóm,
að liggja þarna veik, eins og visið bliknað strá,
en vörsins gleði leiki og æskusöngva þrá-
í fjögur ár hún hafði, þar liðið langa þraut,
og' lífið var að fjara í smáum dropum braut ,
í dag er sólin brosti hún átján ára var,
ög unga fagra rósin sín dauðamerki bar.
Og sólargeislan bjarta hún bað svo undur vel,
að brenna sundur þráðinn sem skyldi líf og hel.
Og bera sál í hæðir með heitum geislastraum
þar harmur allur breytist í fagran gleði draum.
Sú bæn var heyrð, því áður en sól í sæinn rann,
var sjúka lífið sloknað til ösku kveikur brann,
Og litla Dísa hvíldi svo föl í sinni sæng,
en sálin burt var flogin á geislans engilvæng.
Við gluggann rósin döggvast af næturtárum tær.
það truflar enginn kliður í greinum hvíslar blær.
Og blómin loka augum í aftanskini hljótt,
og unga rósin býður þjer, Dísa, góða nótt.
Kjartan Ólafsson-
því að á þeim árum var það talin
vitfirring.
Nú er alt breytt. 1 stað opinna
trjeskipa eru komin stálskip;
hreyfivjelar knýja þau gegn sjó
og vindi, og sjómennirnir verða
meir og meir verkfræðingar og
vjelamenn.
Tveir öldung'ar eru að spjalla
saman:
— Jeg er nú að verða alveg
fótalaus, sagði annar,
— Það er von, gamli vinur,
sagði hinn, en þú verður að minn-
ast þess, að við erum ekki áttræð-
ir lengur.
Hún; Áður en við giftumst kall-
áðir þú mig altaf engilinn þinn,
en nú kallar þú mig ekki néitt.
Hann: Þarna sjerðu hvað jeg er
skapstiltur.