Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS 279 höfði. Þegar komið er fyrir hann, opnast smávík, hömrum girt að sunnan og norðan. Að sunnan við hana er Lundhöfði en að norðan heitir Lambhöfði, og er hann klofinn frá aðal- eynni niður til miðs og hryggur hár á milli. Vík þessi heitir Upp- gönguvík og er oftast farið þar upp á eyna. í Heiðnavík, norð- an við Lambhöfða, milli hans og Heiðnabergs, er einnig hægt að fara upp. Er þar undirlendi nokkurt, hið eina í eynni annað en Fjaran. Þegar farið er upp í Heiðnavík, er komið upp á hrygginn milli Lambhöfða og aðaleyjarinnar norðan frá, en sje farið upp úr Uppgönguvík er komið upp á hann sunnan frá. Þaðan er vegurinn sá sami hvor víkin sem valin er. Uppgangan. Þegar við komum út í eyju var kl. 2i/ó. Lögðum við að landi í Uppgönguvík, festum bátinn og hjeldum þegar af stað upp á eyna. Fyrst er skriða all- mikil upp á hrygginn, sem áður er getið, og enn nokkurn kipp þaðan upp undir einstigi það er fara verður og er hjer um bil á miðri leið. Er þar gengið eftir stalli einum, sem verður á berg- inu, fyrir horn eitt og þykir sumum sá vegur heldur agaleg- ur. Þar sem stígurinn liggur, er standberg í sjó niður, um 40— 50 metra hátt, en vegghamar fyrir ofan. Einstigið er fremur m.jótt, á að giska 1—l^J meter, ekki mjög greiðfært, en þó hættulaust, ef varlega er farið og ekkert sjerstakt ber út af. Er þetta kallað ,,að fara fyrir Altarið", því að rjett ofan við hornið, þar sem skriðan efsta tekur við, er staður, sem heitir Gvendaraltari, kent við Guð- mund biskup góða frá því er hann vígði eyna, eins og segir í Þjóðsögunum (Þjóðs. J. Á. I. 144 —46). Það er skúti nokkur inn í bergið með eggsljettu gólfi og hálfkúlulaga steinþaki yfir. — Þegar komið er fyrir Altarið tekur við löng og brött skriða upp að bjargbrúninni. Liggur eftir henni löng og öflug járn- festi ofan af bjargbrún og geta menn Iesið sig með henni upp eftir, ef vill, en hægt er þó að fara upp skriðuna festarlaust og er jafnvel greiðara. Bjargbrún- in sjálf er ekki nema 5—6 metra há og hlaupa vanir menn þar upp og ofan með því að halda í festarnar og tylla tán- um í sillurnar í bjarginu, en vissara er fyrir óvana menn að hafa á sjer bönd, því að erfitt er að stöðva sig í skriðunni fyrir neðan, ef menn missa hald á festinni og renna niður. Annars má segja, að uppgangan sje vel fær hraustum mönnum. Það er um að gera að fara varlega og nota sjer aðstoð og leiðbeining- ar fylgdarmanna, sem nauðsyn- legt er fyrir ókunnuga og ó- vana að hafa. Við vorum hjev um bil klukkutíma á leiðinri upp á bjargbrún, sem er þó ekki í meira en á að giska 120 m. hæð, og sýnir það, að ekki muni leiðin beinlínis greiðfær alstaðar. Uppi á Drangev er fagurt. um að litast. Þar er náttúrufegurð mikil og stórkostleg, hvert sem litið er. Sjálf er eyjan öll grasi vaxin og það svo miklu, að við höfðum aldrei sjeð annað eins gras. í sumar hefir ekkert ver- ið heyjað þar. Það er gamalt mál, að Drangey sje jafnstór og túnið á Hólum í Hjaltadal, en það á að hafa verið 96 dag- sláttur, en Eggert Ólafsson hef- ir það eftir eigöndum eyjarinn- ar, að hún gefi af sjer jafnmik- ið hey og 72 dagsláttur; en eyj- an mun vera 10—12 dagsláttur að stærð að ofan. Hæst er eyj- an að norðan (140 m.), en um miðbikið er Iægð allmikil, vegna þess, að þar hefir uppblástur orðið, sem nú er þó að gróa upp aftur. Tóftarbrotin ómerkileg. Sunnan til á eynni eru grasi grónar rústir á tveim stöðum. Um aðrar mannverkaleifar of- anjarðar er ekki að ræða á eynni. Er við höfðum litast um uppi þar, tókum við þegar til starfa. Byrjuðum við að grafa í rústir þær, sem eru norður og upp af Hæringshlaupi fast ofan við Grettissteina, sem svo eru nefndir. Grófum við þar fyrst rúman meter niður, fund- um þar nokkuð af beinum ofan til, en engar aðrar sýnilegar mannaleifar. Sögðu fylgdar- menn okkar, að þarna hefðu fjárbyrgi verið, en kváðust aldrei hafa heyrt, að Grettis- skáli hefði þar verið. Aðra gröf gerðum við þar þó til reynslu, en fundum ekkert. Að því búnu fórum við í hina rústina, sem er nokkurn spöl vestar fram undir bjargbrúninni. Þar var hjá ný- legt heystæði, sem ekki var enn gróið upp, en tætturnar sögðu fjelagar okkar, að myndu vera eftir heybyrgi. Enda þótt stað- hættir virtust mæla á móti því, að Grettir hefði gert skála sinn á þessum stað, þá grófum við þar niður alld.júpa gröf- til reynslu, sjerstaklega bar sem Kálund, sem kom út í Drangey sumarið 1874, virðist einmitt benda á þennan stað, sem skála Grettis (Island II. 58—61). — Ekkert fundum við þaina, er benti á mannabústaði. Rannsókn Grettisskála. Munnmælin virðast benda á rjettan stað. Var nú eftir að athuga þann itað, er fylgdarmenn okkar sögðust altaf hafa heyrt, að skáli Grettis hefði verið. Eins og áður er sagt, hefir Sigurður í Hólakoti verið við veiðar í Drangey í 50 ár og faðir hans á undan honum, og kvað Síg- urður bæði hann og aðra altaf hafa bent á þann stað sem skála Grettis, og hefði þar verið bjargmannakofi á yngri árum Sigurðar. Staður þessi er rjett þar hjá, sem við gerðum fyrsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.