Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 4
280 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gröftinn, efst í Kofabrekkunni norður af Hæringshlaupi, sunn- an undir lágum kletti í brekku- brúninni, sem stendur rjett neð- an við Grettissteina, sem áður eru nefndir. Eru þetta einu klettarnir, sem standa upp úr grassverðinum á eynni. Engin verksummerki sáust ofanjarðar á þessum stað. Tókum við nú til starfa þarna. Brátt komum við niður á mannaleifar, beiu og ösku og tók þar við hvert lagið af öðru og hjelt svo áfram þangað til komið var 160—180 cm. niður. 1 nálega 'i. meters dýpt fundum við bjargnagla einn stóran og ryðugan.; er það íslenskur nagli af þeirri gerð, sem enn má sjá hjer og hvar í Drangeyjarbjörg- um, að því er Bjarni sagði okk- ur, og mun vera frá tíð seinni manna. Nokkru neðar fundum við járnmola alveg ryðbrunninn og stein einn mjög harðan, sem hlýtur að vera aðfluttur. I gólf- skánunum fundum við dálítið af beinaösku og fáeina mola af viðarkolum. Eru þetta vafalaust leifar eftir bjargmenn frá fyrri öldum, sem hafa haft þarna kofa mann fram af manni. En gólfskánirnar eru allar þunnar, og sýnir það, að þarna hafa menn aldrei hafst við lengi í einu. Fyrir neðan alt þetta tók við allþykt moldarlag ca. 80 cm. og bendir það á, að þar hafi enginn hafst við um all-langan tíma. En er kom niður úr því tók við þykk gólfskán 17—19 cm. með miklum öskuleifum, einkum beinaösku og nokkru af beinum, sem mjög voru orð- in fúin, en fyrir neðan hana tók við óhreyfð jörð, stór möl og aur, sem aldrei hefir verið hreyfður. Þykka gólfskánin er með öðr- um orðum botninn í kofanum, elstu mannvistarleifar, sem þar voru til. Þykt gólfskánarinnar sýnir, að þarna hefir verið bú- ið nokkuð lengi samfleytt — lengur en svo, að Ifklegt sje um veiðimenn. Dýptin ofan að gólfi í kofanum er um 170— 180 cm., þ. e. full mannhæð, og hlýtur því gólf þetta að vera afargamalt, þar sem slík firn af jarðvegi hefir safnast þarna ofan á. Við útgröftinn kom það í ljós, að kletturinn, sem aðeins stóð litið upp úr í fyrstu, mynd aði lóðrjettan vegg að norðaust- anverðu og að nokkru leyti gafl- að að norðvesta^verðu. Skála- dyrnar hafa snúið í suðaustur. Þarna hefir verið tilvalið að byggja sjer skýli; ekki þurfti að byggja nema suðvesturvegginn og göfluðin að nokkru leyti og mátti svo refta á klettinn og nota hann fyrir vegg. Skjól er þarna fyrir norðanátt og vestan- átt, og ávöl grasbrekka niður undan, útsýni gott til lands. Að öllu athuguðu teljum við, að þarna hafi skáli Grettis verið og neðsta, þykka gólfskánin, sem við fundum, sje gólfið í skála hans. Það er ekki að efa, að Grettir hefir verið naskur á það af langri reynslu að velja sjer hentugasta stað til vistar í útlegð sinni, og að öllu saman- lögðu mun vart hægt að finna hentugri stað í Drangey enþenn- an. — Auk þess sem áður er taliðVer þessi staður ekki mjög langt frá uppgöngunni, sjerstaklega ef það er rjett, sem munnmælin segja, að hún hafi á Grettis dögum verið á Lundhöfða sunn- an við Uppgönguvík, og virðist það koma betur heim við lýs- ingu scgunnar, þar sem hún tal- ar um efri og neðri stiga upp á eyna. Loks er skamt frá þessum stað til vatnsbólsins, sem kallað er Grettisbrunnur austan í bjarginu. Seytlar þar vatn fram í tó einni og geta vanir menn vel komist þangað. Skálarnar í Grettissteinum. Áður hefir verið minst á Grettissteina, sem standa ofan við klettinn, sem Grettir hefir notað fyrir skálavegg. Eru þetta tveir steinar, sem standa alveg saman, sá vestari nokkuru hærri. 1 steinum þessum eru klappaðar 3 skálar. Á hærri steininum er ein skál kringlótt að lögun, 20 cm. í þvermál og 10 cm. á dýpt. í lægri steininum eru tvær skálar, sú vestari spor- öskjulöguð, 23 cm. á lengd og 13. cm. á breidd en 8 cm. á dýpt, en sú eystri, sem hefir verið stærst, er um 25 cm. í þvermál, en dýpt hennar verður illa mæld, því að á einn veginn er skálarbarmurinn að mestu viðraður burt. Skálar þessar hljóta að vera afar-gamlar. Er vel hugsanlegt, að þær sjeu frá Grettis dögum og hafi þeir not- að sína skálina hver, Grettir, 111- ugi og Glaumur, til þess að safna í þær drykkjarvatni, þeg- ar ilt var að komast að brunn- inum í frostum eða hálkum. Niðurstöður. Niðurstaðan af athugunum okkar í Drangey er þá í stuttu máli þessi: Munnmæli, örnefni og stað- hættir benda á, að skáli Grettis hafi staðið undir klettmum í brúninni á Kofabrekku fyrir norðan Hæringshlaup, rjett fyr- ir neðan Grettissteina, og upp- gröftur okkar á staðnum sýnir, að þar hafa menn hafst við í nokkurn tíma samfleytt fyrir svo löngum tíma, að mannhæð- arhátt jarðlag hefir hlaðist of- an á elsta gólfið. Nú vita menn ekki til, að menn hafi nokkurn tíma búið í Drangey í langan tíma samfleytt, nema Grettir og f jelagar hans, og teljum við því mjög sterkar líkur til, að skáli þeirra hafi staðið þarna. Oldungis órækar sannanir er ekki um að ræða, og verða kannske aldrei fengnar, en eftir að hafa athugað eyna, tel jeg mjög ólíklegt, að nokkurs stað- ar á eynni verði fundinn staður, þar sem til sjeu jafngamlar leif- ar mannabústaða eins og þarna. Að þessu sinni höfðum við hvorki tíma nje tækifæri til þess að grafa út gólfið í skálanum, því að það er mikið verk, vegna þess hvað djúpt er niður að því. Með því móti mætti sjá, hvað skálinn hefir verið stór og hvemig í lögun. Hugsanlegt er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.