Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 281 Heimsviðskiftin og kreppan. Blaðið hefir undanfarið átt tal við ýmsa menn, sem hjer hafa verið á férð, og kunnugir eru verslunar og viðskiftamálum. Var venjulega hafið máls á því> hvort líkindi væru til, að stórþjóðirnar sneru brátt að stefnu tollfrjálsrar og haftalausrar verslunar. Eftir samtölum þessum er sam- ið eftirfarandi stuttort yfirlit yf- ir tildrög núverandi vfðskifta- ástands: Ófriðarhöftin. Á ófriðarárunum neyddust þjóð- irnar til þess að hneppa viðskiftin í hina römmustu fjötra. Stjórnir landanna tóku þá að mestu leyti verslunina í sínar hendur. Nauð- syn brýtur lög. Menn urðu að sætta sig við það. j Að ófriðnum loknum bjuggu^t margir við því, að viðskifti þjóð- anna mundu fá sama svip og áð- ur. Hagfræðingar gerðu ráð fyrir því. En svo varð ekki. Á ófriðarárunum voru þjóðirn- ar knúðar til þess að breyta fram- léiðslu sinni, búa sem mest að sínu. Að ófriðnum loknum vildu menn halda uppteknum hætti. Margir vildu loka sig sem mest innan tollmúra. Tollmúrar hækka. Tollmúrarnir hækkuðu. Bretar einih stórþjóðanna tregðtiðust við að taka þátt í því kapphlaupi. En þegar svo til allar aðrar þjóðir höfðu víggirt sig með tollmúrum, líka, að eitthvað kynni að finn- ast þarna af gömlum munum, en ekki er mikils árangurs að vænta í því efni, því að Grettis saga segir, að þeir öngull hafi tekið með sjer „allt þat, sem þar var fémætt í vápnum ok klæð- um“. En hvað sem því líður, er þetta verk, sem þarf að gerast. Enginn getur vitað fyrirfram, nema eitthvað kynni að finnast, sem færði fullar sönnur á vist Grettis á þessum stað. , urðu Bretar að koma með í þann leik. Erfiðleikar steðjuðu að Bret- um fyrir margra hluta sakir, svo þeir urðu að gæta varúðar, frem- ur en áður, og sjá um sig. Þar sem þeir hafa altaf keypt allra þjóða mest frá öðrum löndum, ber að athuga þeirra aðstöðu alveg sjerstaklega. Ósýnilegar tekjur Breta. Innflutningur til Bretlands lief- ir altaf verið langtum meiri en útflutningurinn. En þetta hefir jafnað sig upp vegna þess, að hinar „ósýnilegu“ tekjur voru svo miklar. Bretar fengu t.d- á 3. hundr. milj. * stpd. í vexti af lánum, sem þeir áttu í útlöndum. Auk þess höfðu þeir geisimikl- ar tekjur af vátryggingum. Þá má ekki gleyma tekjum þeirra af umboðsverslun. Stórkost- leg verslunarfyrirtæki eru í Eng- landi, sem versla með allskonar vörur, landa á milli, vörur, sem aldrei koma til Englands, sem aldrei koma fyrir augu þeirra manna, sem nreð þær versla. Þegar viðskifti þjóða í milli minka um helming, eins og átt hefir sjer stað á undanförnum kreppuárum, þá rýrna þessar „ósýnilegu“ tekjur, skipag'öngur minka, og tekjur af þeim, og af vátryggingum. Og þeir, sem eiga útistandandi lán í útlöndum, fá kannske enga vexti greidda tímunum saman. Svo er t. d. um þá, sem eiga fje hjá þumum Suður-Ameríkuríkj- um, er greiða enga vexti. Og hver veit hvað verður um höfuð- stólinn? Sama er að seg'ja um verðbrjef, sem breskir þegnar eiga víðsveg- ar um heim. Þau brjef, sem tal- in voru trygg sem gull, gefa e. t. v. engan arð. Eins og t. d. hið mikla járnbrautarfjelag í Kanada C. P- R. 1 mörg' ár fengu hlut- hafar 10% í arð á ári, eða 2V£% á 3 mánaða fresti. Brjef þessi voru talin trygg sem eign í Englands- banka, En nú gefa þau engan arð, og enginn veit hvenær þar er arðs von, þó að þetta sje fyrsta flokks fyrirtæki. Meðan viðskiftin voru í blóma, keyptu Bretar fyrir 300—400 milj. stpd. á ári meira en þeir seldu. Þá voru hinar ósýnilegu tekjur svo miklar, að þeir höfðu 100—150 milj. stpd. umfram það, sem þurfti til þess að þeir hefðu góðan versl- unarjöfnuð. Á tímabili eftir ófriðinn áraði það vel yfirleitt, að „ósýnilegu“ tekjurnar hrukku til þess að gera verslunarjöfnuð Breta hag'stæð an. En þegar kreppa viðskiftanna harðnaði, árin 1931 og 1932, sner- ist þetta við, svo að þá vantaði alt að 100 milj. stpd. til þess að versl- unarjöfnuður yrði hagstæður, og urðu Bretar þá að yfirgefa stefnu fríverslunarinnar, þar eð þéir höfðu ekki lengur ráð á því að kaupa eins mikið erlendis frá og þeir höfðu gert undanfarið. Blómaár Banda- ríkjanna. Þegar menn rekja uppruna nú- verandi viðskiftakreppu, renna menn fyrst augunum til Banda- ríkjanna. Fyrir ófriðinn voru Bandaríkja- menn skuldaþjóð, þeir skulduðu meira en þeir áttu inni hjá öðr- um. Svo kom ófriðurinn og jneri þessu við. Þá seldu þeir óhemju mikið af vörum og græddu stór- fje. Síðan lánuðu þeir stórfje, og' fengu um skeið gríðar háar upp- hæðir á ári í vexti. Þetta gekk um stund. Þeir seldu fyrir um einn miljarð doll- ara á árinu umfram það, sem þeir keyptu. Til þess að erlendar þjóðir gætu keypt svo mikið af þeim, þurftu þeir að lána. Og þeir lánuðu við- skiptaþjóðum sínum óspart. Mest- alt, sem Þjóðverjar borguðu, í hernaðarskaðabætur, fengu þeir að láni beint frá Bandaríkjunum, eða það var amerískt fje, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.