Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Page 6
282 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS >eir fengu í Englandi eða Frakk- tandi. Alt virðist í fullum blóma, Bandaríkjamenn framleiddu feikn af vörum, og seldu til útflutnings. Og til þess að salan gæti haldið áfram, lánuðu þeir fje til að kaupa fyrir vörur sínar. Bankarnir í Ameríku voru fullir af peningum, nóg' var þar atvinna, hátt kaup, og vellíðan hvar sem litið var. Miklar byggingar, gðð hiísakynni. Hver maður átti bíl, hús með baðherbergi, iitvarps- tæki og kæliskáp. Braskaldan vestra. Almenningur treysti því, að þetta góðæri tæki aldrei enda. Og svo kom „spekulationin“ 6g keyrði alt um koll. Menn treystu því, að alt muddi fara síhækkandi í verði. Hluta- brjef iðnfyrirtækja, sem kostuðu þetta mikið í dag, hlytu að hækka á næstunni. Og verðbrjef- in hækkuðu, af því eftirspurnin jókst. En menn, sem höfðu haft fje sitt bundið í iðnaði og' ann- ari framleiðslu, tóku fjeð út úr gagnlegri umferð og settu það í „spekulation". Þannig tæmdist alt laust fjár- magn úr iðnaði og fór í braskið. Bankarnir vestra gátu loks ekki fullnægt eftirspurn eftir fje í brask þetta. Þá tóku Evrópu-bankarnir við. Þeir sendu fje vestur í braskið, þar fekst alt að því 12% á ári fyrir það. Enn reis braskaldan hærra og hærra, sogaði til sín meira og meira fje. En þegar fjeð var bundið vestra í braskinu, var rkki lengur hægt sem áður, að lána Þjóðverjum og öðrum til þess að þeir gætu haldið áfram kaup- um á amerískri framleiðslu. Lámsfje þverr. Harðnar í ári. Þá steðjuðu erfiðleikar að Þjóð verjum fyrir alvöru. Þeir gátu ekki staðið í skilum, fengu ekki lán. Og það, sem verra var, þeir höfðu tekið lán til viðreisnar landi sínu, méð það fyrir augum, að þeir þyrftu ekki að greiða lánin fyrst um sinn. * Nú kom verðhrunið x Banda- ríkjunum. Menn sáu að verðbrjef- in voru ekki þess virði sem ætlað var. Og tortrygni í fjármálum fór land ixr landi, eins og eldur í sinu. Allir vildu reyna að bjarga því sem þeir gátu af sínu, undan sívaxandi verðhruni, vaxandi hættu af bankahruni. Og nú heimttíðu Bandaríkja- menn og aðrir endurgreiðslur á lánum með harðri hendi. Af því leiddi hvert bankalirun- ið á fætur öðru í Þýskalandi og Miðevrópu yfirleitt, sem eðlilegt var, er endurheimt voru alt í einu mörg hundruð milj. dollara, af lánum er höfðu veitt verið til langs tíma. Erfiðleikarnir ná til Englands. Loks skall kreppan yfir Eng- land í algleymingi, það var haust- ið 1931. Það var fyrst og fremst kreppa tortryggninnar. í London er altaf mikið af fje, sem erlendir menn eiga. Það er þar vegna þess, hve mikið er þar um viðskifti milli fjölda þjóða. Þetta fje, sem þarna liggnr, er handbært til stuttra lána. En alt í einu skall fjárflótti yfir Eng'land. Erlendir menn vildu ekki lengur eiga fje sitt þar. Þótti það ekki tryggt. Fje var rifið út í Englandi. Englandsbanki ljet það afskifta- laust í bili. En f járflóttinn varð of geigvænlegur. Á stuttum tíma voru fluttar 150 milj. st.pd. í gulli eða gulls virði frá Englandi til Frakklands o. s. frv. Flugvjelar voru í förum með þetta dag' og nótt. Gullinnlausn yfirgefin. Laugardag einn í september, er Englandsbanki hafði verið opinn í 2 klukkustundir, höfðu verið teknar út 10 milj. st.pd. í gulli. Þá var ákveðið, að yfirgefa gullinnlausnina. Og sterlingspund lækkaði frá laugardegi til mánu- dags um einn fimta. Þannig lækkaði verðgildi enskra lána um allan heim að sama skapi. Talið or að í þeim svifum hafi Bretar beðið tjón er samsvaraði um 1 miljarð sterlingspunda. Þetta var alvarlegt ástand fyr- ir Bretland, Þá var það ráð tekið, að láta flokkadeilur falla niður í bili og' mynda þjóðstjórn. Síðan hefir hagur Breta farið sífelt batnandi. Fríverslun yfirgefin. Viðskiftasamningar. Árangurinn af öllu þessu varð sá, að Bretar yfirgáfu fríversl- unarstefnuna. Þegar aðrar þjóðir heldu uppi innflutningshömlum og verndartollum, gátu Bretar ekki jengur setið hjá. En það er álit ráðandi manna þar enn í dag, að best farnist þjóðunum, að verslun sje sem frjálsust. Til þess að koma þessu á að svo miklu leyti og hægt er, hafa Bretar innleitt þá aðferð, að gera viðskiftasamninga við hverja þjóð fyrir sig. Fyrst var byrjað með Ottawa ráðstefnunni. Hún bar ekki þann áranghr sem skyldi, því þar voru of margir aðilar, með of sundur- leit áhugamál við sama samninga- borð. Aðferðin verður sú, að semja við hverja einstaka þjóð i einu. Við 13 þjóðir hafa Bretan nú samið. Byrjað var á að semja við Norðurlönd. Síðan hafa aðrar þjóðir tekið upp sömu aðferð. En með þessu fyrirkomulagi, og undir þessum kringumstæðum, er ekki altaf hægt að halda uppi sömu samningaaðferð og áður, t. d. hinum svonefndu „bestu kjara“-samningum. Þegar tvær þjóðir semja sín á milli um viðskifti sín, þá geta þær ekki á sama hátt og' áður verið bundnar „bestu kjara“ á- kvæðum við einhverjar alt aðrar þjóðir. Þetta liggur í hlutarins eðli. Því er þetta fyrirkomulag' samninga að verða úrelt. Menn fara í kring um það. Samningarnir eru, sein kunn- ugt er, gerðir á þeim grundvelli. að stefnt er að viðskiftajöfnuði milli þjóða. Ef ein þjóð kaupir mikið af annari, þá er reynt að koma því svo fyrir, að 'viðskiftin verði sem hagkvæmust. En oft er viðskiftajöfnuður ó- framkvæmanlegur. Þá er ekki far- ið lengra, en að beina viðskiftun- um, eftir því sem ástæður leyfa, til ákveðinna þjóða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.