Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Síða 4
316
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS
Ingibjörg H. Bjarnason.
að námsmeyjarnar skyldn dvelja
fleiri ákveðin ár í skólanum. Og
annan erfiðleika þann ,að fjár-
hagur skólans hafi enn eigi levft
að lialda fasta kennara, aðra en
forstöðukonuna. Þessum erfiðleik-
um liefir ekki enn verið rutt úr
vegi, og væri þó hvorutveggja til
mikilla hagsbóta fyrir skólann.
Árið 1905 var komið á fót
kensludeild til að kenna hús-
stjórnarstörf, matreiðslu og alls-
konar innanhússtörf, og er þeirri
deild enn haldið við. Hefir hún án
efa gjört stórmikið gagn, og vfir
höfuð verið vel sótt.
Árið 1906 ljet frú Thora af
skólastjórninni, og segir um það
sjálf í ritgjörð sinni: ..Þá er jeg'
hafði stýrt Kvennaskólanum í
Rej’kjavík 32 ár. þorði jeg eigi
sökum aldurs míns og heilsu að
halda áfram lengur. Jeg ljet þv*
skólastjórn af hendi við Ingi-
björgu fröken Bjarnason, er jeg
ber hest traust til- Mjer er kunn-
ngt ]>rek hennar. þekking og dugn
aður. Jeg' vona því að Kvennaskól-
inn sje kominn í góðar hendur og
nái miklum vexti og viðgangi und-
ir stjórn hennar“.
Og sú von hefir eigi brugðist.
Fröken Ingibjörg hefir síðanstjórn
að og stjórnar enn skólanum, með
þeim áhnga á velferð lians. regíu-
semi og' stjórnsemi, að liann liefir
á flesta lund náð vexti og við-
gangi í stjórnartíð hennar, nem-
endum fjölgað, betri aðbúð (.g
aukin kensla; hefir enn verið hætt
við tilsögn í þýsku, svensku og
bókfærslu, svo að ekki mun mjög
skorta á. að nemendur með 4
bekkja prófi, standi á sporði þeim.
sem lokið liafa prófi í gagnfræða-
skólnm, auk hinnarmikluogágætu
hannvrðakenslu. Má í því sam
bandi geta þess, að á sýníng'unni,
sem haldin var í nýja barnaskól-
anum í vor, þótti hannyrðasýoing
K vennaskólans afburðag'óð.
I stjórnartíð frú Melsteð, telur
liún að gengið liafi í skólann tíutil
ellefu hundruð stúlkur, flestar að
vísu í einn vetur, en ]>ó nokkrar
tvo eða þrjá.
Og nú var svo komið, að skóla-
liúsið, sem í upphafi fullnægði
þörfum skólans ágætlega, nægði
nú ekki lengur fyrir námsmeyjar,
sem fóru fjölgandi og fyrir híis-
stjórnardeildina. Varð þá að samn-
ingum við Steingrím trjesmið
Guðmundsson, að hann reisti nýtt
hús sniðið eftir þörfum skólans
og leigði honum. Er það steinhús
prýðilegt við Fríkirkjuveg. Þang-
að var skólinn fluttur haustið
1909 og ]>á er eigandinn andaðist
árið 1930. rjeðst forstöðunefnd
skólans í að kaupa húsið, og fekk
ábyrgð ríkissjóðs fyrir láni, er til
]>ess þurfti.
Þegar er skólinn var fluttur í
hið nýja hús, fjiilgaði námsmeyj-
um, urðu 90 fyrsta veturinn. en
voru árið áður 55. Þegar skólinn
hafði starfað 50 ár liöfðu sam-
kvæmt skýrslum heggja forstöðu-
kvennanna um 2430 stúlkur setið
í bekkjum skólans, einn eða fleiri
vetur og 360 sótt hústjórnardeild.
Fyrir þau 10 ár, sem síðan eru lið-
in má bæta þar við um 450 í
bekkjum, svo að liátt á þriðja
þúsund (2880) konur hafa fengið
mentun sína í skólanum. Má af
því ráða hvert gagn hann liefir
unnið þjóðinni á þessum tíma. Á
sama tíma hafa í alt um 540 sótt
hússtjórnardeildina, síðan hún var
stofnuð. Að vísu eiga nú konur
kost á að sækja aðra skóla, en
óliætt er'að segja, að þær fá
hvergi eins alhliða kvenlega ment-
un eins og í Kvennaskólanum, svo
að vænta má, að hann verði styrkt-
ur til að koinast yfir þá erfið-
leika, sem hann á eftir að yfir-
stíga og að nokkru hefir að fram-
an verið drepið á. Ríkissjóður lief-
ir að vísu drengilega lagt til lians,
var kominn upp í 31 þús. kr. á
ári, en nú tvö síðustu árin 28.000,
auk 1000 til fátækra sveitastúlkna.
Og sömuleiðis hefir bæjarsjóður
hækkað tillag sitt úr 500 kr., sem
]>að áður var, í 4000 kr. En enn
vantar þó herslumun til þess að
fullu gagni komi.
Frumvarp var borið fram á Al-
þingi um að ríkið tæki skólann
að sjerr en það náði ekki fram að
ganga. Talið að skólahaldið yrði
með því dýrara, en viðurkent að
ríkið teldi s.jer skylt, að legg.ja til
nægilegt rekstursfje. Rekstri skól-
ans er stjórnað af sjerstakri nefnd,
sem valin var í upphafi eins og