Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Page 6
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kadíuni á íslandi. Eftír Dr. G. Claessen. I»að er stutt síðan sú freg'ri kom frá l’arís. að frú frá Marie Curie væri látin. Það var auðsjeð á út- liti hennar á alþjóða geislalækna- fumlinum í París, fyrir þrem ár- um. að frú Curie myndi ekki eiga langt eftir ólifað. Banamein lienn- ar var vonlaus blóðsjúkdómur. eins og ýmsra lækna og eðlisfræð- inga, sem fást við radíum- o*r röntgengeisla. Þau hjónin Pierre og Marie Curie, skiftu með sjer þeirri frægð, að liafa fundið ra^íum-málminn. og einangrað hann, frá öðruin frumefnum. Pierre C. dó stuttu síðar af slysförum, en frú Cnrie hélt áfram rannsóknum sínum á g'eislandi efnum, og starfaði í mörg ár við Instituf du Radium í París, og var háskólakennari við Sorbonne. í tilefni af fráfalli frú Curie hefir ritstjóri Morgunblaðsins mælst til þess, að jeg segði lítið eitt frá því radíum, sem notað er til lækninga hjer á Jandi. Árið 1918, var skotið saman álit- legri fjárhæð til þess að útvega hingað radíum til lækninga, og stofnaður „Radíumsjóður ts- Iands“, með forgöngti Oddfellowa. Það var ekki hlaupið að því á þeim árum, að fá keypt radíum. En fyrir milligöngu Björns Sig- urðssonax, sem þá var erindreki íslands í London, voru fest kaup á radíum frá Ameríku- Vigtun og umbúnaður efnisins fór fram á Radium Institute í London. Það þykir e. t. v. einkennilegt, að inargir, líklega flestir, radíum- læknar sjá aldrei sjálft radíum- efnið. Orsiikin er sú, að radíum er venjulega geymt og notað í platínu- eða g'ullhylkjum, og alcírei úr þeim tekið. Geislarnir fara í gegnum málminu. Radíum- læknarnir hafa með höndum, og nota þessi hylki, án þess að sjá innihald þeirra. — ðljer var falið að veita radíumforða okkar við- töku í London, og segja fyrir um skifting hans í mörg hylki. Mjer verður lerfgi minnisstætt, þegar jeg liafði alt radíumduftið fyrir mjer, í ofurlitlu glerhylki. Jeg hafði margt um radíum lesið, og stundað radíumlækningar um nokkurt skeið á spítölum ytra. En nú sá jeg þetta undraefni í fyrsta skifti. Radíumduftið var brennisteins- súrt radíum eða radíumsúlfat. og þyngdin 205 Tnilligrömm. Það var vegið sundur í 23 skamta og látið í platínu-umbúðir sem aldrei eru opnaðar. Jeg hefi þessvegna aldrei sjeð sjálft radíum-duftið, Jiessi 15 ár, sem jeg hefi haft radíum- lækning'ar um hönd hjer á landi. Það er hægur vandi fyrir radíum- geislana að fara í gegnum þessi lokuðu platínuhylki. (Þess má geta. að sumstaðar erlendis, þar sem mjög mikið radíum er fyrir liendi — í gramma — en ekki milli grammatali — er notuð til lækn- inganna gufan eða loftið frá radí- umsaltinu, svonefnd „emanati n“. Það kemur ekki til mála lijer á landi). Sjálfur radíumforðinn lcostaði ujjphaflega tæplega 4 þúsund sterl ingspund. En auk þess lagðist á allmikill aukakostnaður við sund- urvigtun, og ýmislegan útbúnað í London. Jeg hafði |iað með mjer frá London í inaímán. 1919, og tók mjer far í Leith á „Selt'ossi“, sem þá lijet „Willemoes“, ti! Rvíkur. í Home Ot'fice í London liafði feugist sjerstakt leyfi til að mega stíga á skipsfjöl í Leith, þrátt fyrir gildaiuli ófriðarhöinl- ur. Allar ívilnanir af slíku tagi fengust með hjálp Björns heitins Sigurðssonar, er vann íslandi ómet anlegt gagn í Bretlandi á þeim árum sem erindreki Islands. Það var bágur skilningur hjá íslensk- um stjórnmálamönnum, að leg'gja niður það embætti- Radíum er notað bæði útvortis og innvortis. Það er lagt á krabba- mein í hörundinu, en líka við meinsemdir í innvortis líffærum. t. d. í legið og endaþarminn. Til þess að gefa nokkra hugmynd um hve tilbreytileg notkunin er, má nefna, að í vikunni sem leið lágu einn dag á Landspítalanuin þrír sjúklingar með radíum samtímis. Roskinn karlmaður með krabba- mein í augnalokinu, hafði radíum við augað. Miðaldra kona hafði radíum í leginu, vegna blóðmissis. Loks var samtímis geislað 11 mánaða gainalt barn, með feikna- Krabbamein. Eftir radíumlækninguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.