Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 nó fiflöft m n m ® « ^f^Jólin í Reykjavík Eftir Bjarna Jónsson dómkirkjuprest. Reykjavík fyrir 40—45 árum. Jeg sje það alt svo greinilega. Mörgum mundi bregða í brún, ef þeir alt í einu væru sviftir öll- um nýtískuþægindunum og ættu að búa í þeirri Reykjavík, sem var. Engar bifreiðir, engir vagn- ar, nema móvagnarnir á haust- in og fáeinir fiskvagnar. Engin vatnsleiðsla, engin rafmagns- Ijós, ekkert gas, engin baðher- bergi, engin miðstöðvarhitunar- tæki, enginn bæjarsími, enginn póstkassi, engir brjefberar, eng- in dagblöð, ekkert útvarp, engin bíó. Gleymum samt ekki mynda- sýningum Þorláks Ó. Johnsons. Skemtunum þeim, er hann veitti börnunum, verður aldrei gleymt af þeim, er þeirra nutu. Lengi mætti halda áfram að telja upp, ef nefna ætti alt, sem þá vant- aði, en nú þykir sjálfsagt. En var þá ekki leiðinlegt í Reykjavík? Hvað segja gamlir Reykvíkingar? Jeg heýri marga svara og hefi heyrt þá tala um það, hve þá hafi verið skemtilegt hjer í bæ. Nú eru grænu túnin inni í bænum horfin, gömlu hús- in og bæirnir, flest alt hið gamla horfið.og við oss blasir nýr bær, og komnir eru nýir siðir með nýjum mönnum. En þú, kæri, gamli Reykvíkingur, manst þú? Já, við munum, er sólin skein á gluggana í lágum, en fallegum húsum, og við munum eftir torf- bæjunum, munum, er þakið grænkaði með vori og hækkandi sól. Manstu eftir kvöldkyrðinni og hinni töfrandi morgunfegurð, er enginn mökkur var yfir bæn- um? En manstu ekki vel eftir jól- unum? Þá var hátíð. Menn urðu þess varir, að hátíðin var að koma. Tilhlökkunin jókst með hverjum degi. Á Þorláksmessu var orðinn annar blær á heimil- inu. Það var verið að undirbúa komu jólanna, sem voru heilög. Jeg sje þá enn fyrir mjer, heim- ilisfeðurna, hina sístarfandi menn. Það var aðfangadagur jóla. Nú voru þeir, að loknu erf- iði dagsins, að koma heim, til þess að halda jól. Þeir komu úr verslununum í miðbænum, und- ir handleggnum höfðu þeir ein- hvern jólavarning, og skunduðu nú heim til konu og barna. Það marraði í snjónum, og við og við barst ilmurinn af jólavindlinum, jólagjöfinni úr búðinni, sem verslað var í. Á heimilunum var alt fágað og prýtt. Kertunum hafði verið skift jafnt milli barn- anna, og eftirvæntingin var sýnileg. Aldrei var bjartara en þetta kvöld. Aldrei hefi jeg fengið meiri ofbirtu í augun en þá, er lagði af nýja, hvíta postu- línshjálminum á gamla stein- olíulampanum. Var hjálmurinn vígður á aðfangadagskvöld, og breyttist þá herbergið í bjartan hallarsal. Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkju- klukkunum. Hringt var til helgra jóla. „Það er byrjað að hringja", sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mjer heyrðist klukkur dómkirkjunnar segja: „Gleðileg jól, gleðileg jól“. — Kveikt var á kertaljósum í kirkjunni, og beið þyrpingin fyr- ir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja. Birtan færðist smátt og smátt nær dyrunum, eftir því sem ljósin voru kveikt inni í kirkjunni, byrjað inni í kórnum, endað í fordyrinu. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troð- Síra Bjarni kemur úr kirkju. (Myndin tekin að honum óvörum). fyltist. Hvílík dýrðarbirta af hin um titrandi ljósum. Nú var það þó áreiðanlegt, að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálm- arnir „Heims um ból helg ,eru jól“, „1 Betlehem er barn oss fætt“. Þar var hjá oss friðareng- ill blíður, er hlustað var á heil- agan boðskap jólanna, og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hjer“. Það var á- reiðanlega falslaus gleði, er sungið var: „1 myrkrum ljómar lífsins sól, þjer, guð, sje lof fyr’ gleðileg jól“. Gott var að koma heim í birtu og vermandi yl. — Kvöldið var heilagt. Minningin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.