Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 10
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í baOstofu á sveitabx. um duggarabandsárum. Á veggjunum hanga lýsisbelgir á uglum, kjöt, brúsar og ryðgað- ar sauðaklippur og hófjárn. Moldargólf er þarna og safn- þrær fyrir skolp og alls konar rusl. Þykt er þar af reyk og allar stoðir, bitar, sperrur og þau fáu húsgögn, sem þarna eru inni eru lituð af honum. Eldhúsið er gott sýnishorn af bæjarhúsunum að undantekinni gestastofu. Þar eru rúmin h'ð merkilegasta. Vegna þess að nóg er til að fiðri, er það sett í poka, sem síðan er fleygt í kassa, sem standa á fótum og svo er breitt yfir með brekán- um, pilsum og öðrum afgangs- fatnaði. Niður í þetta þægilega hreiður skríður næturgesturinn á kvöldin, hvort sem er sumar eða vetur, breiðir yfir sig alla hina angandi leppahrúgu og hefst þar við til morgunsins. Og á vetuma er nóttin að með- altali 16 stundir af 24 í sólar- hringnum. Og þegar þess er nú gætt, að allar glufur á bæn- um eru vandlega birgðar svo að kaldur gustur komi ekki inn, og að heilar fjölskyldur sofa oft í sama herbergi, sem ekki er stærra en 10x12 fet, þá geta menn ímyndað sjer að loftið er orðið svo þungt að það virðist óhugsandi að kljúfa það með öxi. Það er ekki hugsað um annað en hitann og er það skilj- anlegt þar sem jafn knapt er um eldsneyti. Jeg get ekki ímyndað mjer verri mannabústaði. Þeir eru litlu betri en refagreni. En í slíkum húsakynnum sem þess- um hafa prestamir á íslandi lesið helstu menningarmál heimsins og sökt sjer niður í fornsögurnar. Margir þeirra hafa orðið lærðir menn og hafa eytt miklum hluta ævi sinnar til vísindaiðkana. Það er mælt að á Norðurlandi sje betri og stærri húsakynni. En lýsingin hjer að framan á við flesta þá bæi, sem jeg sá. T) ÍEÐAN jeg beið á hlað- inu á prestse'rinu og * var að virða það fvrir mjer, var Zoega önnum kafinn við að spretta af hestunum. Jeg se'tist á viðarköst og fór úr hlífðarfötunum, sem voru bæði blaut og óhrein. Það var hroll- ur í mjer og jeg hcfði v'ljað gefa ríkisdal fyrir það að fá að sitja við eld. En það var ekkert lífsmark að sjá við bæinn nema geltandi og geðillan hund. Jeg min'ist þó þess, að jeg hafði sjeð mann hverfa inn í bæinn meðan við vorum á leiðinni þangað, og þess vegna var mjer það óskiljanlegt hvfrnig á þvíj stóð, að enginn skyldi koma út til þess að taka á móti okkur. Jeg gat þess við Geir að mjer þæ'ti þetta heldur ógestrisnu- legt. En það var eins og mað ir kæmi við h’artað í Geir með því að minnast á þ^ð. Hann helt þvi fram að fólkið væri gestri~ið, að það barmaði sier ekkert út af því þótt Englend- ingur nokkur hefði sest upp hjá því í marga daga, hefði etið all- an mat þess og drukkið alt kaffi þess og farið svo án þes3 að bjóða borgun. „Það var eng- in furða“, sagði Geir, „þótt Englendingurinn lygi mörgu upp á fólkið á eftir, og drægi dár að því fyrir að vilja ekki þiggja neina borgun fyrir greið ann, þegar sannleikurinn var sá, að hann bauð enga borg- un“. „En hvar er þá presturinn? Jeg er viss um að jeg sá hann skjótast inn í bæinn áðan“. „ó, hann kemur undir eins. Hann hleypur altaf inn þegar hann sjer til feiðamanna“. „Hvers vegna gerir hann það?“ „Vegna þess að hann er venjulega óhreinn og illa til fara og vill þvo sjer og hafa fataskifti áður en hann tekur á móti gestum“. í þessu kom prestur út, og sýndist hár og andlit vott, og frakkinn hans fór honum ekki vel, hann var alt of víður og náði honum svo að segja niður á hæ’a. Hann staulaðist tii okk- ar, heilsaöi Geir með handa- bandi og mælti svo eitthvað við mig, sem Geir þýddi á þe:sa leið: „Hann býður yður velkom- Presturinn á Þingvöllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.