Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 11
LESBÓK MOTlGUNBLAÐSINS
411
inn, og segir að yður sje hjer
gisíing til re'ðu. Húsakynnin
eru ljeleg, en hann hefir ekki
upp á betra að bjóða. Hann
spyr hvort þjer viljið ekki kaffi
og langar til að vita hvaðan
þjer sjeuð. Jeg sagði honum að
þjer væruð frá Kaliforníu, og
þá sagði hann að það væri hin-
um megin á hnettinum, og ósk-
aði að guð væri með yður. —
Ger.'ð svo vel að ganga í bæ-
inn“.
Mjer þótti vænt um þessar
vingjarnlegu móttökur og tók
innilega í hönd prestsins. Bað
jeg Geir að segja honum að jeg
þakkaði honum kærlega fyrir
og vildi óska þess að hann gæti
einhvern tíma heimsótt mig í
Kaliforníu. En þegar hann
heyrði það varð hann bæði
hissa og skelfdur. Hann var ein-
kennilegur og óframfærinn,
presturinn — nokkurs konar
lifandi múmía, sem hefir blikn-
að í snjónum á íslandi. Hann
kom einkennilega fyrir — í
honum var sambland af mann-
fælni, ótta og mannviti, eins og
hann hefði alið allan aldur sinn
meðal sauðkinda og bóka, og
það hefir hann sennilega gert.
Meðan jeg var að reyna að
segja einhver vingjarnleg orð
við hann, skimaði hann alt í
kring um sig, eins og hann
langaði til að skjótast í ein-
hvern felustað. Jeg fór nú samt
á eftir honum inn í göngin og
til gestastofu. Þar bauð hann
mjer sæti, og tylti sjer svo sjálf-
ur á stólrönd eins langt frá
mjer og hann gat án þess að
fara í gegn um vegginn.
Hann ávarpaði mig á dönsku,
en þar sem það dugði ekki, þá
breytti hann um og smelti á
mig latínu, sem hann talaði jafn
reiprennandi og móðurmál sitt.
En þar rak mig aftur í vörð-
urnar. Jeg hafði lesið aftur að
Quosque tandem þegar jeg var
drengur, en atburðir og ferða-
lög höfðu mulið það alt úr
höfði mjer. Jeg reyndi þýsku,
en þá fór eins fyrir honum. —
Hann skildi ekki orð í því máli.
En nokkur orð í spönsku, sem
jeg hafði lært í Mexiko og
Kaliforníu, hjálpuðu mjer til að
skilja sumt af latínunni hans
og með þessum orðaforða
reyndum við að taka upp sam-
ræður. En þetta var þreytandi.
Og eftir margar langar þagnir
tók hann húfu sína og fór.
LUKKAN tíu um kvöldið
fór jeg að hátta. Það var
ekkert athugavert við rúmið
nema hvað það virtist hafa ver-
ið smíðað handa manni, sem
ekki hafði náð meðalhæð Ame-
ríkumanna. Og það er hægt að
sofa þótt maður hafi enga nátt-
húfu. En hvernig í ósköpumrm
á maður að geta sofið, þegar
engin nótt er? Um miðnætti,
þegar átti að vera niðamyrkur
og draugar alt um kring, varð
mjer l.'tið upp, og þá var bjart-
ur dagur. Klukkan hálf tvö leit
jeg upp aftur, og þá var sól-
skin.Klukkan tvö fór jeg á fæt-
ur og ætlaði að lesa í bókum
prests, en þær voru þá allar
á íslensku og ekki mjög skemti-
legar fyrir mig. Klukkan þrjú
tók jeg til starfa og lauk við
nokkrar teikningar mínar. Og
klukkan fjögur gafst jeg upp
við það að sofa og labbaði upp
í Almannagjá.
BLEIÐINNI til Geysis kom-
um við að bóndabæ. Þar
hittum við bóndann og fjöl-
skyldu hans. Allir, litlir og
stórir, komu hlaupandi út til
þess að horfa á komumenn.
Bóndi og húsfreyja voru ágæt
sýnishorn • íslenskrar bænda-
stjettar, breiðleit, bláeyg og
glaðleg, og ljóshærð. Þau voru
í sundurleitum fatnaði. Börnin,
sem voru milli tíu og tuttugu,
voru öll með þessa glókoila,
sem algengir eru á Norðurlönd-
um, og voru í allskonar flík-
um, sem þau höfðu komist yfir,
gömlum fötum af foreldrum
sínum, skinnleistum o. s. frv.
Bóndi var ákaflega virtgiarn-
legur og forvitinn. — Hann
spurði Geir þúsund spurninga
um þennan ,,herramann“ og
svo bað hann okkur að s'.íga af
baki og veita sjer þá ánægju
„Allir, litlir og stórir, komu hlaupandi
út til þess að horfa á komumenn".
að koma inn og drekka kaffi
— konan sín væri ekki nema
fimm mínútur að hita það. En
þar sem jeg vissi að fimm mín-
útur á íslandi geta þýtt alt að
fimm klukkustundum, þá af-
þakkaði jeg boðið. Honum vii’t-
ist þykja mjög fyrir því, og það
var enginn efi á því að hann
langaði til að veita okkur góð-
gerðir.
Ámi Óla þýddi lauslega.
Jólapóstur.
Póstarnir í f jallahjeruðunum
eiga oft erfiða daga rjett fyrir
jólin. Þá er pósturinn mörgum
sinnum me:ri heldur en endra-
nær, en ófærð oft mikil, eins og
sjá má hjer á myndinni.
-----«•>-------