Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 12
412
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
losé Gers:
Ölfusárbrú
♦
Bjöm L. Tónsson þýööi úr frönshu.
José Gers er þektur belgiskur rithöfundur, ungur að aldri, sem hafði oft komið
upp að ströndum Islands með belgiskum togurum, þegar hann loks fekk þá langþráðu
ósk uppfylta að stíga fæti sínum á íslenska fold og kyymast landinu og ibúum þess. —
Hann dvaldi hjer nokkrar vikur sumarið 1933 ásamt þremur öðrum Belgum, sem tóku
kvikmyndir af landi og þjóð í því skyni að kynna löndum sínum og öðrum þjóðum lifn-
aðarhætti Islendinga. J. G. er margt til lista lagt. Síðastliðið sumar hafði hann málverka-
sýningu í Brússel og hlaut lofsamleg ummæli fyrir. Þar voru mörg málverk frá ís-
landi, einnig frá Sahara. — Aðdáun hans á lslandi hefir ekki minkað við hans nánu kynni
af því, og nú vinnur hann að skáldsögu, sem gerist að nokkru hjer heima. Hann yrkir
bæði i bundnu máli og óbundnu.
„Hjer gistum við í nótt“, seg-
ir fylgdarmaður minn.
Við erum staddir á vegamót-
um úti á víðlendri sljettu, um-
kringdri slokknuðum eldfjöll-
um. Nokkur gulleit timburhús:
tvær búðir, pósthús og jám-
klætt gistihús, langt og mjótt.
Við stígum af baki.
Litlu hestarnir okkar hrista
sig eins og rennblautir rakkar,
skokka niður að ánni, sem renn-
ur milli grösugra bakka, og
gufuna leggur upp af hárum
þeirra. Á morgun leggjum við
af stað til Heklu, en þangað
eru tvær dagleiðir á hesti.
Rjóð og ljóshærð stúlka
stendur á þrepskildi gistihúss-
ins og býður okkur inn. Það er
liðið að miðnætti. En himininn
er stjörnulaus: Það er hin
bjarta nótt heimskautabaugsins.
Jeg lít á kortið mitt. Staður-
inn heitir ölfusárbrú ....
ölbusárbrú! .... Alt í einu
tekur hjarta mitt snögt við-
bragð.
Jeg er hingað kominn, á
þennan einmanalega áfanga-
stað, eftir erfiða dagleið. ölfus-
árbrú .... Og nafn þetta vek-
ur hjá mjer svipaðar endur-
minningar og sæi jeg vin eftir
langan skilnað. Vegir þessa
undralands, Islands, hefðu get-
að leitt mig til ótal annara
staða. En atvikin hafa hagað
því svo, að fyrir valinu varð
einmitt þessi. Kynlegar ástæður
eru til þess, að nafn hans er
mjer gamal-kunnugt.
Við að sjá nafn þetta á kort-
inu hvarf samstundis hinn
kuldalegi og drumbslegi svipur,
sem hvíldi yfir staðnum, er jeg
nálgaðist hann. Þessi óvænta
uppgötvun hefir tengt okkur
vináttuböndum. Og jeg kannast
við gistihúsið, ungu stúlkuna
rjóða og ljóshærða, sem stend-
ur á þrepskildinum, jeg hefi
þegar sjeð alt þetta áður.
En sú furða, að jeg skuli
hafa rekist einmitt á þennan
stað! . . . .
Þetta er heil saga!
Jeg man hana næstum altof
vel. —
Það var í júlí 1927, um borð
í ,,0.99 Jeanne“, 200 smálesta
togara, belgiskum, gerðum út
til veiða í Norðurhöfum. Við
vorum rjett komnir fram hjá
Reykjanesi, þar sem bin ægi-
legu sker, Eldey og Fuglasker,
morandi af fuglum, rísa upp úr
djúpinu líkt og risavaxin skips-
flök.
„Ennþá 60 mílur“, sagði
gamli skipstjórinn og leit á
hraðamælinn, „og þá skulum
við sjá, hvort nokkur þorsk-
branda er ef.ir í þessu bann-
setta, guðlausa landi“.
Við sátum á handriði aftur á,
hlið við hl'.ð. Hafið var spegil-
fagurt og sljett eins og út-
strengd vatnslitamynd. Kjölfarið
dró beina braut í kyrran haf-
flötinn, dökkgrænan og silfur-
glampandi. Yfir hann liðu
skuggar skýjanna til og frá.
Kría ein, sem leit út eins og
snjókúla með lítinn, svartan,
þrístrendan stein í nefs stað,
hitaði sjer á masturshún’num,
sem naumast haggaðist, og gaf
við og við frá sjer þrjá stutta,
skerandi skræki, þrjá mjóa
tóna, sem rufu óþægilega hina
bláu þögn. Á stjórnborða eygð-
um við land, en Faxaflói lá á
milli og bægði því frá.Við höfð-
um sett stefnuna beint á Snæ-
fellsjökul, því að þar ætlaði
skipstjórinn að reyna, „hvort
nokkur þorskbranda væri eftir
í þessu bannsetta, guðlausa
landi".