Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 16
416 LESBÓK MÓRGUNBLAÖSINS Klukkurnar kalla. Á þeim stað, þar sem munnmæli herma að Kristur hafi fæðst í Betlehem, Ijet Konstantin mikli reisa kirkju. Og nú er það orðin venja að þegar klukkur þessarar kirkju hringja inn jó'a- helgina, er hringingunni útvarpað, svo að allur heimur geti hlustað á. — Hjer að ofan er mynd af kirkjunni, og líkist hún mest kastala. Neðri myndin er tekin inni í kirkjunni. Um hæðir og dal berast dýrðlegir ómar frá drottins húsi um aftanstund. t kvöld eru þessir klukknahljómar að kalla vor hjörtu á drottins fund. Hinn hreini og mjúki klukknanna kliður sem klýfur í rókkrinu heiðloftin blá, hin himneska kyrð og kvöldsins friður nú kalla á hjartans dýpstu þrá. Og bylgjurnar titrandi berast að fjöllum með boðskap sinn fegurri’ og hærri sól. Hann bendir oss hátt upp í blámann öllum, hann bendir oss ofar — að drottins stól. í blikandi stjarnanna augum vjer eygjum, eilífðarsál — bak við tímans haf. í lotning og tilbeiðslu hnje vjer hneygjum að hásæti þess er oss lifið gaf. J. Jólcikvöld. Eftir Böðvar frá linifsdal. Það Ijómaði logskær stjama á loftsins bláu tjöldum, þá voru hirðir á verði, það var fyrir nítján öldum. — í lítilli kofa-kytru kona sveinbarn ól og vafði reifa-voðum. Þá voru hin fyrstu jól. Þá fæddistu, Hvíti Kristur, konungur alls hins góða. Þú komst með nýja kenning og kærleik til allra þjóða. Hundruð og þúsundir hreifstu og hrífur enn — í kveld. Þú lagðir á lífsins arin leiftrandi jóla-eld. Þú svalaðir þyrstum sálum og syndarann vafðir að hjarta. Alla, sem leituðu Ijóssins, þú leiddir á vegu bjarta. Þú sagðir þeim dæmisögur með sannleikans djörfu raust. Þú komst í kærleikans nafni, en krossinn að launum hlaust. Þú fluttir fagnaðarboðskap, en fár þína kenningu skildi, þó eru öll þinna orða enn þá í fullu gildi, en enn þá er sömu sögu að segja — því er ver, að fordæmi þínu fylgja fáir — á jörðu hjer. Komi þitt ríki, Kristur, konungur himins og jarðar. Kendu þjóð að þekkja það, sem mestu varðar. Gef þú oss hjarta, er hafi þitt heilaga orð í minnum. Gef þú oss sorg, ef af sorgum sjáandi verða kynnum. Ljós þinnar eillfu ástar, allan geiminn fyllir, — brúar hnatta hylji heimsendanna milli. Ó, þig vjer þreyttir biðjum. Á þig vjer særðir köllum, á þig, sem ert mestur manna og mestur af guðum öllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.