Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Side 18
418
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þar er ekki fátækt, en þó er
húsið grátt af elli og reyk,
bæði veggir, loft og gólf. — I
stofunni er bara stundaklukka
og hár skápur, blá- og brún-
málaður.
Þegar faðirinn lítur fyrst til
dyra sjer hann ekkert nema
bjálkana og fjalirnar.
Hann horfir aftur á dóttur
sína. Andlitsdrættir hennar eru
í æsingi og hún starir til dyra.
— Hjá dyrakarminum —
segir hún, og nú sjer hann að
eitthvað stendur við dyrnar,
sem minnir mest á hálffallið
trje. Faðirinn getur ekki sjeð
hvað þetta er, þetta trjelÍKan
er þakið trjáberki og skinn-
druslum og undan þeim koma
tveir fætur í ljós. Það eru
mannsfætur, þó þeir sjeu svo
magrir að ætla mætti að tærn-
ar dyttu af.
Alt í einu skilur hann hvers-
vegna hann sá ekki strax hvað
þetta var.
Veran, sem stendur við dyrn-
ar er með langt, grátt hár og
hárið byrgir andlitið.
Hönd jafnmögur og fæturnir
ýtir hárinu til hliðar og augu
gægjast fram, áþekkust augum
dýrs, er starir út úr fylgsni sínu.
— Þetta er kvenmaður, hugs-
ar faðirinn með sjer, þegar
hann sjer hárið. — Hún hefir
átt heima í skóginum með ein-
hverjum útlaga. Þessvegna er
hún klædd trjáberki og skinn-
ræflum.
En hversvegna er Magnhild-
ur hrædd við hana? Ekki get-
ur hún gert ilt af sjer, þessi
vesalingur. Magnhildur heldur
kannske að hún sje óvættur.
Hann snýr sjer að dóttur
sinni til þess að kyrra hana.
Hún er staðin upp. En hún
starir í síellu á veruna við
dyrnar.
Fað rin skilur ekki í þessu.
Dótiir han3 er ekki vön að
hræðast birni nje óvætti.
Hann lítur í kringum sig í
stofunni. Allir horfa til dyra.
Þarna er sonur hans, drengur
rúmlega 15 vetra. Hann hefir
aldrei sjeð svo kynlega veru
fyr og honum liggur við hlátri.
En tengdasonur hans er reiði-
legur og er staðinn upp. Hver
svo sem er nú þarna, þá er
hann maður til að verja hús og
heimili. Gömlu vinnukonurnar
eru hræddar. Þær hnipra sig
saman við ofninn og byrgja
augun, og minstu börnin leita
til þeirra, og þau gráta og fela
andlitin í kjöltum þeirra. Það
getur gamli maðurinn skilið.
Það er ljett verk að hræða
börn og gamalmenni. En Magn-
hildi?
Faðirinn sjer, að allir eru að
bíða eftir því, hvað hann geri,
og nú stendur hann upp og
ræskir sig.En Magnhildur dreg-
ur hann aftur niður í sætið.
— Uss, uss, segir hún. Og
faðirinn, sem ekkert vill aðhaf-
ast fyr en hann veit hvað um
er að vera, situr kyr.
En gifta dóttirin stendur upp.
Hún gengur til dyra, stendur
kyr, gengur eitt skref aftur á
bak og stendur aftur kyr.
Útlit hennar bendir til þess
að hún sje að vaða eld og
bjarga eignum sínum.
En þegar hún er komin tvö
skref frá verunni, snýr hún við,
og sest aftur við hlið föður síns.
— Mjer finst jeg þekkja
hana, segir hún ofurhægt, eins
og hún væri að tala við sjálfa
sig — en það er ómögulegt!
— Þekkja hana? Hvað á hún
við? Hvernig getur hún þekt
■það, sem þannig er útlits?
Það er fyrst nú, að veran
fer að hreyfa sig. Með þungum
stunum dregst hún eftir hálm-
þöktu gólf'nu. Hún er óslöðug
í gangi. Hún kemur ekki ná-
lægt nokkrum manni, en geng-
ur að stundaklukkunni, sem
stendur úti í horni.
Hún nemur staðar — horfir
— hlustar lengi. Gifta dóttirin
verður aftur óróleg.
— Pabbi, segir hún — klukk-
an var ekki komin, þegar Urð-
ur týndist. Getur það verið, að
það sje hún?
• Fað.'rinn ræskir sig enn. Nú,
það er þá Urður, sem Magn-
hildur er að hugsa um, eldri
systirin, sem hefir verið týnd í
10 ár.
Gat það verið, að þetta væri
Urður? Faðirinn spýiir út úr
sjer með fyrirlitningu langt
fram á gólfið. Það er eins og
hann spýti frá sjer hugsuninni.
Urður, sem var svo lagleg, ljÓ3
og rjóð í kinnum, með glóbjart
hár, ung og yndisleg!
— Þetta er hungraður kerl-
ingaraumingi ofan af öræfum.
— Það er fásinna!
Tengdasonurinn hreyfir sig
dálítið eins og hann vildi spyrja
og húsbóndinn kinkar kolli til
samþykkis. Það er best að losna
við þenna vesalings fáráðling.
Magnhildur getur gefið henni
matarbita, og hún getur sofið
úti í fjósi, ef hún fer þá ekki
lengra. Veðrið er milt, snjó-
laust, svo að henni verður ekki
kalt. Við getum ekki notið
helgi hátíðarinnar meðan brjál-
uð manneskja er á ráfi um stof-
una.
En skipunum föðursins er
ekki hlýtt. Magnhildur gengur
til manns síns.
— Þekkir þú Urði ekki held-
ur?
Maðurinn kippist við. Það
grípur hann geigur. En svo bít-
ur hann á vörina og getur
naumast varist hlátri.
Þetta Urður! Ef nokkur þekti
hana, þá ætti það að vera hann.
Fyrir 10 árum ætlaði hann að
giftast henni. Hún hafði horf-
ið viku áður en brúðkaupið átti
að fara fram.
Enn einu sinni horfði hann
á hana. Þetta var gömul, út-
slitin mannvera, kengbogin,
gráhærð og andiitsbjórinn allur
í hrukkum. Hann var forviða
á því, að Magnhildur skyldi
láta sjer detta þetta í hug. E.a
Magnhildur hafði altaf verið
hrædd um að systir hennar
kæmi aftur. Henni fanst hún
vera í sætinu hennar, síðan hún
giftist honum. Þó að 10 ár væru
liðin, gat hún ekki trúað því,
að Urður væri dáin. — Hvað
á jeg að gera, þegar Urður
kemur aftur og sjer að jeg
er gift unnusta hennar? —
Ókunna veran er hætt að
horfa á stundaklukkuna, en
gengur inn 1 stofuna. Hún