Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSIfíS 419 gengur fram hjá fólkinu með mestu varúð. Það er greinilegt, að hún vill ekki koma of nærri því, og þreifar sig áfram að rúminu. Hún strýkur hendinni yfir það, þreifar, leitar og dregur andann eins og snuðrandi hundur. Þeg- ar hún hefir gengið úr skugga um að rúmið sje mannlaust, muldrar hún eitthvað í óánægju hreim. — Pabbi, það er hún!, hróp- ar Magnhildur. — Mamma var veik, þegar hún týndist fyrir 10 árum. Hún er að gá, hvort hún sje í rúminu. Það er eins og hún viti ekki hvert hún á að snúa sjer. Hún strýkur hárið frá andlitinu til að líta í kring um sig, og nú getur alt fólkið greint náfölt og skinið andlit hennar. Gifta dóttirin snöktir hástöf- um. Hún hefir altaf óttast þá stund, að Urður kæmi aftur, en því gleymir hún nú. Hjarta hennar kemst við. Hún hugsar um þær þjáningar, sem hún hefir orðið að líða áður en hún varð svona útlits. Það var ekki hægt að segja, að hún hefði mist viíið með öllu, en það var augljóst, að hún var ekki eins og venjulegt fólk. Það var eitt- hvað dýrslegt við hana. — Hver hefir farið svona með hana? Hjá hverjum hefir hún verið? Ókunna veran held- ur áfram að ganga um stofuna. Þefar og snuðrar.Hún hefir aft- ur byrgc andlitið. Magnhildur gengur til hennar, leggur hend- ina á handlegg henni og spyr: — Er það þú, Urður? Jeg sje að það er þú? Hún hrekkur í kút, hleypur út í horn og kúrir þar. Hún gengur aftur fram á gólfið. Það má sjá, að hún er leita að einhverju ákveðnu. — Hún gengur frá einu til ann- ars, þefar og þefar, og er fe.rð- arlaus. Að lokum gengur hún að ofn- inum, og börnin og gömlu vinnukonurnar hrökkva undan henni. Það er eðlilegt. Hún er engri manneskju lík, heldur dýri. Hún fer höndum um ofninn. Hún muldrar aftur óánægju- lega, en heldur áfram að leita. Hún þefar enn og kemst að bökunarofninum og lýkur hon- um upp. Um leið og hún gerir það rekur faðirinn upp óp. Það er vandi að opna hann, en þessari manneskju hefir hepnast það strax, eins og hún hefði vitað það áður, hvernig ætti að opna hann. En hvemig gat þetta verið Urður? Hún rjettir hendina inn í bakarofninn, og þá heyrist illi- legt hvæs innan úr honum. — Gamli kötturinn kemur fram í ofndyrnar. Hann er í keng og hárin rísa á honum. Hún rjettir fram hendumar og tekur köttinn, strýkur hon- um og sest niður við reykháf- inn með hann í kjöltu sinni. Faðirinn verður alveg for- viða, þegar hann heyrir að kött- urinn fer að mala. Þekkir kött- urinn hana? Er það þá Urður? Og svo fer hún að tala við köttinn. Fólkið í stofunni verður svo hissa, að það hrekkur við. Það hefir haldið, að hún gæti ekki talað, a. m. k. ekki svo að það gæti skilið hana. En *það er heldur ekki svo auðvelt. Rödd hennar er svo hás og óþjál, að það er eins og háls- inn væri ryðgaður af æfingar- leysi. Það heyrir að það er manns mál — orð, en þeim fylgir garg og óp, svo að ómögulegt er að greina einstök orð. Gifta dóttirin læðist að og legst á hnje við hlið hennar til þess að heyra betur. Hún talar svo hratt, systirin, eða hvað hún nú er. Eins hratt og barn þylur óðast þulur. Magnhildur skilur ekki hvað hún segir. En hún heyrir það, að hún endurtekur það sama, hvað eftir annað. Stundum finst henni alt sem hún segir vera óskiljanlegt óp og garg. Það er ekki betra að skilja það en fuglakvak. Hún vill samt ekki gefast upp. Hún v^rður að fá skýr- ingu á öllum þessum ógnunum, sem hana grunar. — Þetta er kannske eina tækifærið, sem býðst. Nú skilur hún eitt orð — og annað — og svo koll af kolli. Hún fylgist með heilum setn- ingum. Eftirvænting hennar er áköf. Hún finnur, að hún hlust- ar ekki lengur með eyrunum einum, heldur af öllum vilja, af öllum huga sínum. Hitt fólkið kemur að og fer að hlusta, en það skilur ekki neitt. Faðirinn spyr Magnhildi hvað eftir annað, hvort hún heyri nokkuð, en hún gefur honum bara merki um að vera rólegur. Að lokum hættir hún að sinna spumingum hans, því nú er hún farin að skilja, hvað veran segir. — Jeg segi kisu það alt, eng- um nema kisu — þannig byrj- ar þulan. — Jeg hefi aldrei lofað því að segja kisu það ekki. — Jeg segi kisu það, að viku áður en jeg ætlaði að gifta mig, var mjer rænt af ræningja- flokki. — Jeg segi kisu, að þeir fóru með mig til hellis síns í fjöll- unum, og þar byrgðu þeir mig inni. Þeir ljetu mig halda lífi, þegar jeg lofaði því, að jeg skyldi ekki ljósta upp hvar þeir væru. — Jeg segi kisu, að jeg hefi verlð vinnukona hjá þeim síðan jeg komst í hendur þeirra. Jeg segi kisu, jeg veit ekki hve langt er síðan, en síðan jeg fór burtu hefi jeg alið ræningja- foringjanum sjö börn, sem hann hefir drekt í ánni. — Þið eruð ræningjar, ódáða- menn. Þið lifið á að stela, og skemtið ykkur á því að drepa menn. Þeir búa í helli í fjallinu, þar hefir engum hugkvæmst að leita þeirra. — Jeg segi kÍ3u, að jeg hefi safnað ertum og grjónum til að strá á leiðina, frá stóra stein- inum við munnann og að bæj- ardyrunum. Það er stórt fjall og stór á. Jeg veit ekki hvað þau heita.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.