Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 24
424
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Myndagáta („rebús').
Verðlaunagáta.
Myndagátur eru sjaldgæfari í íslenskum blöðum, en vera
skyldi, bví margir hafa ánægju af því að leysa slíkar gátur,
sem birtast í erlendum blöðum.
Hjer birtist ein myndagáta, og heitir blaðið f.mm verð-
launum fyrir rjetta lausn — ein 25 kr. verðlaun, ein 10 kr. og
þrenn fimm króna verðlaun.
Hlutkesti ræður hver fær verðlaunin. þeirra er rjetta ráðn-
ingu sendir til blaðsins í lokuðu umslagi fyrir 6. janúar, merkt
„Myndagáta.“
Ráðningin er að sjálfsögðu samfeld setning, og birtist hún
í Lesbók, ásamt nöfnum þeirra, er verðlaunin fengu.
SmŒlki.
I Chicago
er fjöldi kaþólskra manna og
þar eru margir kaþólskir bisk-
upar. Hjer á myndinni sjest
erkibiskupinn Cicognani, þar
sem hann er að óska öðrum
biskupi til hamingju á starfs-
afmæli hans innan kirkjunnar.
— Hvað ertu gamall, drengur
minn? spurði gamali maður.
— Það veit jeg ekki. Mamma
var 24 ára þegar hún átti mig, en
nú er hún 23.
Hún: Georg, jeg er viss um
það að þessi stelpa er að gefa
þjer undir fótinn.
Hann: Já, elskan mín, það er
víst best að jeg fari til leik-
hússtjórans og kæri það fyrir
honum.
Hátíð í Sevilla.
Á Klemensmessu er á hverju
ári haldin hátíð í borginni Se-
villa á Spáni til að minnast þess
er borginni var bjargað undan
yfirráðum Serkja árið 1248. Fer
þá fram skrúðganga um borg-
ina og ber preláti þá í farar-
broddi sverð Ferdinands kon-
ungs þriðja, er bjargaði borg-
inni.
— Þetta kalla jeg vel af sjer
vik ð! Hatturinn á einni grein,
regnhlífin á annari og þjer á
þeirri þriðju! Jeg skal ábyrgj-
ast að þjer getið ekki leikið
þetta aftur.