Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Page 4
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS
428
mjög á sinn veg hvorum að þeir
hœttu að skiftast á brjefum*.
Samson var duglegur og mjög
sýnt um fjármál, varð og efnað-
ur maður. Hann andaðist 1933.
Friðrik Bjarnason er fæddur að
Tungu 4. júlí 1851. Atta ára gam-
all fluttist hann að Katadal með
foreldrum sínum. Þar misti hann
móður sína 12 ára gamall. Ári
síðar, 1864, fluttist Bjarni faðir
hans að Hlíð á Yatnsnesi, en syst-
kinin Sigurbjörg og Friðrik vist-
uðust þá að Tungu. Leið þeim þar
miðlungi vel. Eftir eins árs dvöl
þar, fluttust þau að Ásbjarnar-
nesi til Ásgeirs Einarssonar al-
þingisinanns og Guðlaugar Jóns-
dóttur ,,og voru þar tvö ár í yfir-
læti“. Þaðan fluttist Friðrik að
Hlíð til föður síns. Bjó Bjarni
þá með Kristínu Jóhannsdóttur,
og segir Friðrik svo síðar, að hún
hafi verið þeim systkinum eins og
góð móðir. Til Kanada fluttist
Friðrik 1874 með föður sínum og
systkinum. Haustið 1875 kvæntist
hann Mildfríði Árnadóttur frá
Grafarkoti á Vatnsnesi Sigurðs-
sonar.
Lengst bjuggu þau í Pembina-
fjöllum og Wynyard bygð og þar
andaðist Mildfríður 9. október
1911. en Friðrik lifði til 1927.
Þeim Friðriki og Mildfríði varð
átta barna auðið. Dóu tvö í æsku,
og lifa fimm þeirra enn.
1 endurminningum sínum frá
Garðar segir Stephan G. Stéhp-
ansson skáld svo um Friðrik:
„Hann hefir verið og er skýr-
leiksmaður á marga lund. Um eitt
skeið ævinnar fekst hann nokkuð
við smáskamtalækningar og þótti
takast vel. Andlegum og íslensk-
um fjelagsmálum he'fir hann ævin-
lcga verið lilyntur. Hann hefir á-
valt tekið mikinn þátt í fjelags-
málum sveitar sinnar. Hann er
frjálshyggjumaður í besta skiln-
ingi þess orðs“.
Friðrik var greindur maður og
prýðilega hagmæltur, og róma
þeir er þektu hve gott hjónaband
þeirra Mildfríðar var og heimilið
glaðvært, þó þar væri aldrei mikl-
* Þessi brjef Samsonar voru til á
Illugastöðum til skamms tíma.
um efnum td að tjalda. Mildfríð-
ur var mjög dugleg kona, eins og
henni stóð ætt til, en Friðrik var
veikbygður maður og heilsulítill,
og þoldi illa vosið og erfiðið, sem
fylgdi landnámsárunum. Hefir
það að sjálfsögðu gengið hart að
Friðrik, því á einum stað lýsir
hann því svo:
Kuldasteytings frost og fjúk
feril dimman næddi.
Þó var hann alla tíð þess um-
kominn að gefa þeim hlýju og
gleði er næst stóðu honum. Því
unna honum allir, sem einhvern-
tíma þektu hann. — Því ver hef
jeg ekki fengið afskrift af ljóða-
syrpu hans, en set hjer aðeins eina
vísu, líklega hans síðustu, því
hún lýsir honum nokkuð:
Vinir, ekki hafið hátt
hinst er kveð eg foldu —
en fellið blóm að leiði lágt
lík þar fer í moldu.
Sígtirður og Helga.
Jeg get ekki skilið við þessar
sagnir um Katadalsfólkið svo, að
tilfæra ekki fáeinar vísur eftir
Sigurð Bjarnason. Eru þær að
mestu teknar af handahófi og sýna
því nokkurnvegin hagmælsku
hans.
Á barnsaldri orkti Sigurður
þessa vísu:
Höttótt rolla og rauður klár
reyna að tolla saman.
Laufaþollum leit við fjár
líst það skolli gaman.
Þessar vísur, ósamstæðar, lýsa
Sigurði nokkuð, skoðunum hans
og hugsunarhætti:
Innra-manninn ef að sjá
ertu fast í sólginn,
augun skoða áttu þá,
andinn þar er fólginn.
Til að þekkja þankann hreint
þetta eina dugar;
augun geta engu leynt
eðlisfari hugar.
Fyrst þú auður firrist mig
farðu hvert þig lystir.
Ekki skal jeg elta þig,
aðra meira þyrstir.
Þú á lífsins völtum veg
vanda mörgum semur.
Minnar sálar auðinn eg
elska langtum fremur.
Reyndu flárra’ að forðast stig,
falsi mægjast tregur;
vinskap fárra festu þig,
fre3tum þægilegur.
Heims um glaum jeg hirði’ ei neitt,
hann því vil afsegja;
jeg i guði girnist heitt
glaður lifa’ og deyja.
(Líklega síðasta vísa Sigurðar).
Sigurður kom þar inn í Reykja-
vík er menn voru kliptir. Vildu
þeir að hann ljeti einnig klippa
sig, því hann var orðinn loðinn.
Kastaði hann þá fram þessum
vísum: ,
Ljós á brá og mjúkhent mær,
máluð klárum sóma,
skar mitt hár þá skildum vær
— skærri báruljóma.
Koll þó lýða klippi hjer
klaka hliðir mundar,
hárið síða’ á höfði mjer
hennar bíði fundar.
Kunnar eru nokkrar vísur Sig
urðar, sem sýna að hann óraði fyr-
ir endalokum sínum:
Hrollur króar hyggjubæ,
helst sem þróar trega,
þegar sjói sjeða fæ
svona ógalega.
Þá vill grunur glæðast minn
geigblöndunarstrangi,
að jeg muni síðsta sinn
sjóriðunum fangi.
Síðar var það, að hann kvað
og nefnir „Svefnvísu".
Finn jeg vanda þrjóta þráð
þegar landið hverfur.
Sjóarandlát sætt er tjáð;
sá mjer blandast skerfur.
Ekki var Sigurður einhliða í
Ijóðum sínum, þótt flest sje það
alvarlegt, sem birt hefir verið eft-
ir hann. Set jeg hjer nokkrar vís-
ur, sem þetta sanna, sína tir
hverri áttinni. Þessar nefnir hann
Óyndi.
Hjer er drungaeðli inni.
— Eg fæ sungið ljóð
svo að þungum þanka linni
— þó miðlungi góð.
Farðadallar hjer þó hjá sjer
happa galli seim,
jeg rek aila ólund frá mjer,
yndið kalla heim,