Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 429 Frá mjer reykjar- skyrpa -skýlu skáldaleikirnir, en sjálfir steiki sína fýlu sorakveikirnir. Vík jeg fjær þá sorinn sóða svika nærir bál, því mín kæru ljósin ljóða ljóma skær í sál. Við þann una einn jeg nenni yndisfunastað, þó mig gruni að gungumenni gremjast muni það. Fyrst sá nýtir flærðarhíta frómlund víta nam, hann má sýta og sig á skíta, sveipaður lýtaham. Vérmenn komu að Fornahvammi og voru við vín. Þá kvað hann: Best er að tala greitt um gjöld og góðra kosta borgun. Við skulum brúka kjaft í kvöld, en kurteisina á morgun. Þessi vísa er kveðin í Reykja- vík, og mundu sumir ætla að yngri væri en frá dögum Sigurðar. En ekkert er nýtt undir sólunni: Víkur mjóu meybrotin, menn við sjóar áleitin, eins og tóu útspýtt skinn Amors þróa verganginn. Um nirfil, ákærðan í svonefndu beinamáli í Húnaþingi: Dygðasnauður, klækjaknár, kapteins auði ríkur, augnarauður, andlitsblár, afa dauðans líkur.1) Ekki er kunnugt um hvern þessi er: — Mammonshlekkjum mýlda skauð maurasekkjum unni, en að þekkja sel og sauð sundur ekki kunni. Næsta vísa sýnir, að ekki var ættingjum hlíft, ef svo bar undir, enda þótt kerskivísur Sigurðar sjeu ótrúlega fáar, eftir hætti hans tíðar: Friðnum spyrnir frændi minn — fjárplógs þyrnastikill. Eigingirnis-andi þinn er svo firna mikill. Kveðið á ferð um kvöld: Lánið seiðir sorgir frá, sundur neyðir mölvar; 1) Dauðinn kom fyrir syndina, en hún er dóttir djöfulsins. (Athugasemd Sigurðar.) máni greiða geisla á grundir breiðir fölvar. Kona í Reykjavík, Þuríður Eyj- ólfsdóttir, þekti Sigurð af orð- spori og sendi eftir honum. Þeg'ar Sigurður kom inn til hennar kast- aði hann fram tveimur vísum og er þetta önnur þeirra: Stirður oft við skáldaskraf, skemtun veita ringur, nú er svanna sjeður af Siggi Norðlendingur. Sagt er, að það væri Þuríður þessi, sem fekk Kristján Jónsson til að yrkja eftir Sigurð látinn. Siglingavísur: Byrinn grennir magnið móðs, mastra- flennir -striga. Liðugt rennir fákur flóðs fyrir Ennisstiga. Osla voðaörnin má æða-boðann Hafla. Beljar froða brjóstum á, brýtur gnoðin skafla. Síðasta vísan í fyrra bindi ljóð- mæla Sigurðar. Ljóðavinur hirtu hjer helst hvað skyni geðjast. Sleptu hinu, og hlífðu mjer hallmælinu við af þjer. í frásögn Snæbjarnar Jónsson- ar, sem fyr er getið, er talað mjög lofsamlega um Sigurð Bjarnason, og alt að maklegleikum, eftir því sem jeg veit best. Þó vil jeg bæta þar við því, sem mjer þykir síst mega gleymast: Eftir líflát Nat- hans Ketilssonar og beinar afleið- ingar þess, hlaut að verða óvild milli ættanna, sem þar voru að- iljar, þó að hvorumtveggja væri svo sárt að þeir töluðu fátt um. Voru því lengi allar leiðir frosnar þar á milli. Þenna ís braut Sig- urður, og sýnir það betur en nokk uð annað, að hann var enginn meðalmaður. Verður þetta ljóst af sanngjörnum og lofsamlegum eftirmælum, sem hann orti eftir Guðmund Ketilsson, vísum sem hann kvað til Eyjólfs Guðmunds- sonar, og hlýrri vináttu, sem var á milli hans og þéirra Illugastaða- hjóna, Agnar Guðmundsdóttur og Jóns Árnasonar. Gaf Jón út fyrstu rímur Sigurðar, og fyrir hann orti Sigurður Sörlarímur. Einnig fengu þau Illugastaðahjón Sigurð til að hreinskrifa Ijóðasyrpu Guð- mundar Ketilssonar að honum látnum, og er það handrif til enn. Síðast en ekki síst sjest þetta af mörgum ljóðabrjefum, sem fóru milli Sigurðar og Agnars Jónsson- ar, en þeir voru alúðarvinir. Er ljóðmælahandrit Sigurðar Bjarnasonar voru komin í eigr. Guðbjargar Eiríksdóttur á Kálfs- hamri, var það einn vetur að stúlka á Blönduósskóla skrifaði henni og bað hana lána sjer þau- Ætlaði Guðbjörg að verða við beiðninni, en áður bækurnar færu, dreymdi hana, að Sigurður kæmi að hennl og segði með alvörusvip: „Ætlar þú að láta brenna migf Þegar Guðbjörg vaknaði skildi hún drauminn svo, að Sigurði væri ógeðfelt að hún lánaði bæk- urnar, og gerði það því ekki Brátt skýrðist draumurinn þó bet- ur, því á þessum vetri brann Blönduósskólinn. Frá þessu hefir sagt mjer Ögn Eiríksdóttir á Ás- bjarnarstöðum. Þá hefir Snæbjörn vikið nokk- uð að Helgu Eiríksdóttur, heit- konu Sigurðar, sem syrgði hann í fjörutíu og tvö ár. Bæti jeg við það fáu einu. Fyrstu veruleg kynni Sigurðar og Helgu voru það, að fardaga- árið 1855—’56 bjuggu þeir báðir í Tungu, Bjarni og Eiríkur feður þeirra. Þá var Sigurður 14 en Helga 12 ára, næstu ár voru þau í nágrenni, og urðu þá margar vísur til, þar á meðal þessar. Helga kvað: biggi kveður löngum ljóð lyndi meður kátu; hölda gleður, hrindir móð, hirðir tjeður plátu. Sigurður kvað: Syngja ljóðin liðugt kann lyngorms tróðan bungu, hringa slóðin eg seni ann,*) yngisfljóð í Tungu. Eftir að Eiríkur fluttist að Bergsstöðum, vorið 1861, rjeðst Sigurður þangað til vistar, og var þar viðloða eftir það- Vel man jeg Helgu, því hún var granni foreldra minna frá því jeg man fyrst eftir þar til jeg var 19 ára, og var vinátta milli heimilanna. Helga var há og *) Efia: Þvinga móðinn iftu& ann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.