Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 1
Jón Þoríáksson, borga rstjóri. Óuænt frjett um álfur barst utan úr veldi náttar: Jörð hefir tekið i faðminn fast foringja mikils háttar. Frjettin bergmáls ömur-óm yfir bygðir leiddi. Engi um þenna örlagadóm aldurtila beiddi. Enn sem fyrri undan dró ónytjunga, er státa. Miklu höfum vér meir’ en nóg miðlungs eftirbáta. Ýms til hálfs eru unnin störf, einn fyrir hinum tefur. Mikils-háttar manna þörf móðir okkar hefur. Unni Jón af heilum hug hverri dáða-breytni, visaði I jmsku og vatt á bug vaðalshœtti og skreytni. Visku hans í verki naut, vel fyrir mistök girti, málin sjálf til mergjar braut, mest um kjarna hirti. Þó i rœðu fleygur, fær fimlega vopnin bæri, orðin sparaði oftast nœr eins og gullmynt vœri. Manna, er stunda mistök œ, metorð litil gerði — þeirra, er kasta gulli á glœ, gáfur fella í verðí. Gerði undir höfði hátt hug sem býr að viti, að því studdi: aukinn mátt einn og sjerhver hlyti. Brekku þekti og brattan stig, bæði af reynslu og sögum; vildi að hver um sjálfan sig sœi — frjáls að lögum. Árla dags og undir kvöld, elskur að göfgum frama: hreinan bar á hólmi skjöld, hjálminn slíkt hið sama. Myrkri nátengd máttar völd: mat hann þess: að fjelli; her sinn vildi að heiðblá tjöld hefði á orrustu velli. Hlutu ekki ’ins hljóða manns hylli, er sat að völdum, þeir sem fyrir lýðum lan’s leika tveimur skjöldum. Honum vel í hendi fór, hlýðinn forsjá, lykill; virtist ekki á velli stór, var þó fyrir sjer mikill. Að þvi studdi Ijóst og leynt, lagði í sölur mikíð: öndvegi þjóðar heldist hreint. Hann á þökk fyrir vikið. Nú, þegar œfi-sól er sest, sjálfur lagður á beðinn, heyrði’ meir en hjeraðs brest: harmur að þjóð er kveðinn. Enn til vor eru gyðjum geng grjót og lendi fannar. Blessar hniginn dáðadreng dis, er valinn kannar. Við þá signing hœversk, hljóð hún að Jóni lýtur; atlot þessi’ eru góð einstaklíng, sem hlýtur. Verndar líka merkismanns minning Heima-sorgin . . . Orðið hefir við andlát hans ekkja — Höfuðborgin. Því skal fagna, er viium vjer vinir og frœndur Braga: orðstir Jóns fyrir eyðing ver eilif drotning — Saga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.