Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 4
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Friðarbandalag kvenna. Grein þessi er rituð af sænskri konu, sem var ein af stofnendum friðarbandalags kvenna fyrir 20 árum. Á þessum fjöllum, sem jeg er nú að ferðast yfir í sólbráð á apríldegi, ganga njarðir sex hrein- dýraræktarfjelag'i, sem öll eiga heima á Valdresi. Guðbrandsdælir og Raumdælir eiga líka hrein- hjarðir. Og Svgni- eiga sínar hjarðir á Filefjeld. og í Selja dölum er mikd hreindýrarækt. Bykle Reinsainlag býst við að fá um 700 kálfa í vor. En það er sama sem að hjörð þess aukist upp í 2000 dýr. Um annað eru menn og yfirleitt fáfróðir, hvernig kynstofninum er haldið við í suðurhluta Noregs. I hjörðum þar sem hlutfallið er hæfilegt milli hreina og simla, er aukningin 25% á ári. En flestir slátra miklu meira en fjórða hlut hjarðar sinnar á haustin. En samt sem áður fjölgar hreindýrunum ár frá ári. Ástæðan til þess er sú, að sein- ustu árin hafa hreindýr verið miklu ódýrari í Svíþjóð heldur en í Noregi. Hreindýraræktarfjelög- unum á Valdresi þykir það því borga sig að kaupa sænsk hreindýr og reka þau alla leið frá Abiska í Norðurbotni yfir auðnir og fjöll tveggja konungsríkja. En mestur hluti hreindýranna kemur þó frá Austurbotni. Það er þó löng rekstrarleið yfir sænsku skógana upp á háfjöllin, vestur og suður að Storlien og þaðan meðfram landamærunum alla leið að Röros. Þessu fylgja ótrúlegir erfiðleikar ófærð, barátta við úlfa og vand- ræði með þreklítil dýr, sem vilja laumast út úr hópnum og hvíla sig. Tveir eða þrír menn eru í tvo mánuði samfleytt að reka 7 til 800 hreindýrahóp frá nyrstu beiti- löndum Svíþjóðar suður á heið- arnar hjá Valdres, og þangað er venjulega komið um páskaleytið. Sumir spara sjer þetta erfiði. Eru hreindýrin þá rekin til Öster- sund og þar eru þau sett inn í sjerstaka járnbrautarvagna, sem .rúma 50—60 hreindýr hver. Og svo er hinum dauðskelfdu dýrum ekið yfir til Storlien, um Þránd- heim og niður til Dovre, en þaðan eru þau svo rekin þangað sem þau eiga að vera. —•••• Fyrir rúmum 20 árum (það var 28. apríl 1915), meðan heimsstyrj- öldin stóð sem hæst, kom hin fyrsta friðarmálastefna kvenna saman í Haag. Tvær þúsundir kvenna voru þar sem fulltrúar ýmissa ríkja. Margar höfðu átt erfitt með að komast þangað, en Frakkar höfðu harðbannað frönsk um konum að sækja friðarstefn- una. Fulltrúarnir voru frá Þýska- landi, Englandi, Kanada, Banda- ríkjunum, Italíu, Belgíu, Austur- ríki, Ungverjalandi, Svíþjóð, Nor- egi, Danmörk og Hollandi. Nú eftir tuttugu ár er von að menn spyrji hvort nokkur árang- ur hafi orðið af þessari ráðstefnu, hvort hún hafi orðið nokkuð meira en virðingarverð tilraun? Rökfærsla karlmannanna, sem leggja alt út á sinn veg, er sú að þeir keppast við að réyna að telja heiminum trú um, að öll hergögn sje einungis til þess gerð að vernda friðinn. Og þeir láta sjer ekki í augum vaxa að kalla brynskip, „tanka“ og eitur- gas, friðartæki! í Rússlandi og Italíu eru sex og sjö ára drengir æfðir við herþjónustu og fengin vopn og það er sagt að það sje gert til þess að efla friðarvilja þeirra! Alþjóðakvikmyndir, sem keppast um að sýna sem mest af herbúnaði þjóðanna, eru skýrðar á þann hátt meðal hinna fyrver- andi ófriðarþjóða, að þetta sje alt gert til þess að tryggja friðinn! Mönnum tekst meira að segja að vinna fyrir friðinn með því að vera milligöngumenn þjóða í kaup um og sölu hergagna og morð- tóla! Hið eina sem menn hafa lært síðan 1914, er það, að orðið friður lætur betur í eyrum heldur en ófriður! Og þótt konurnar éigi enga beina sök á þessum fólgnu lygum og yfirdrepskap, þá hafa þær syndgað með kæruleysi sínu og afskiftaleysi. Þær eru þó helming- ur mannkyns, en hvað hafa þær gert til þess að gera framtíðina trygga fyrir þau börn, sem þær eignast? Ekki einu sinni svo mikið, að sögukensla í skólum sje miðuð við friðarhugmyndina, ekki einu sinni svo að tinsoldátar sje horfn- ir sem barnaleikfang, nje bannað sje að sýna börnum hernaðar- myndir. Konurnar sem sátu fundinn í Haag 1915, eiga enga sök á þessu. Og þótt þær hafi ekki getað fram- kvæmt hið óframkvæmanlega, hafa þær þó mörgu góðu komið til leiðar. Þessi ráðstefna var fyrsta sporið í áttina að alþjóða samvinnu, sem hægt er að koma á þegar einangrun er útilokuð, en hún er vörður styrjaldar og upp- haf og undirrót þjóðahatursins. Þótt helmingur af þessum konum væri frá ófriðarlöndum, skildu þær engar þjóðflokka girðingar. Þær hugsuðu sem heimsborgarar og allar luku upp einum munni um þetta: Yjer æskjum engra hags muna fyrir ættland vort annara en þeirra, sem hægt er að fá, án þess gengið sje á rjett annara þjóða; frá voru sjónarmiði er ekkert til sem heitir sigur, meðan það orð þýðir jafnframt ósigur fyrir ná- granna /ora. Á ráðstefnunni var einnar mín- útu þögn helguð hluttekningu með þeim mæðrum í öllum lönd- um, sem heima sátu og grjetu ástvini sína. En einmitt á þessari sömu mínútu voru óteljandi menn drepnir og limlestir, óteljandi kon- ur gerðar ekkjur og óteljandi böm föðurlaus. Á ráðstefnunni rjeði innilegur samhugur allra, jafnt kvenna úr hlutlausum löndum sem hinna, er áttu menn sína í stríði hvern við annan í skotgröfunum. Og þeim kom saman um að stofna sístarf- andi friðarfjelag í öllum þeim löndum, sem fulltrúa áttu á Haag- fundinum. Og svo var stofnað „Alþjóða kvennasambandið fyrir frið og frelsi“. Á það nú deildir í 45 löndum og sitt eigið fundahús og framkvæmdastjórn í Genf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.