Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 2
162 '11 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hreindýrarækt í Noregi. Eftir Halvdan Hydle. Eftir erfiða dagleið komum við Óli Hovi til sæluhússins} þar sem Andrjes hreindýrabeitarmaður var Óli barði á gluggann til þess að vekja Andrjes. Hann var í fasta svefni og átti að fara á fætur eftir nokkra tíma til þess að ganga til hreindýranna. Hann hefði því átt að vera önugur, en það var nú öðru nær. Hann bauð okkur velkomna, leiddi okkur í bæinn og fór að hita kaffi. Hann fór út að sækja vatn} og aðra ferð eftir eldvið því kveikja þarf upp eld. Svo bar hann fram kaffi og hlaupost, smjör og mysuost. Og svo fengum við okkur reyk, og síðan skyldi gengið til hvíldar. Jeg tók það ekki í mál að hátta í ból Andrjesar. Bæði fanst mjer það ranglátt að reka þreyttan hreinahirði úr rúmi, og svo virtist mjer bólið alt of stutt fvrir mig. Hreinfeldur var á rúmbotninum og böggull af gömlum fötum var í stað kodda. Andrjés var ósveigj- anlegur; hann hafði ekki upp á betra að bjóða en þetta flet, og það var sjálfsagt að gesturinn svæfi þar. Margra alda gestrisna Valdresinga kemur fram í þessu. Ekki var sofið lengi. Jeg vakn- aði við það að Óli var að glamra með kaffikatlinum. Andrjes var farinn á stað fyrir nokkru. Sæluhúsið} sem við erum í, stendur upp hjá Turrsjö, um 1000 metra yfir sjávarflöt. Þar um kring á heiðunum hafa bændur í Valdres hreinhjarðir sínar á beit. Þeim er skift þar niður á heiða- lönd bvgðarinnar. Það virðist nóg landrými þar} en hreinarnir eru rásgjarnir. Þeir telja það ekki eftir sjer að hlaupa nokkrar míl- ur, og þeir eru ekki hagspakir eins og önnur liúsdýr, svo sem hestar, kýr og kindur. Hreinn inn hefir í sjer útþrá og hann er hálfviltur, enda þótt hann sje tal- inn taminn. Hann er mannfælinn og tekur á rás ef komið er nærrl honum. Það verður að ná honum með kastslöngu, ef menn þurfa að handsama hann til geldingar eða frálags. Klukkan sex erum við komnir á skíðin og stefnum upp hnúkana í átt til Rundemellen. Sólin skín á fjallatindinn og endurkast geisl- anna brotnar í hlífðargleraugum okkar. En það er ekki fyrir við- vaninga að ferðast með hrein- mönnum upp snarbrattar hlíðar. Maður skammast sín fyrir að dragast aftur úr. Svitinn rennur í stríðum straumum undan húfunni og niður í augun. Og eftir tveggja stunda gang stóð jeg með gufu- mökk utan um mig á tindinum á Rakalsmellen} 1200 metra yfir sjávarflöt. Andrjes var kominn upp á tind- inn fyrir löngu, og höfðum við sjeð hann þar sem svartan drang og hundinn sem svarta þústu við hlið hans. Við höfðum ekki sjeð hann hreyfast annað en hvað hann sneri sjer í ýmsar áttir, rýndi í gengum sjónaukann. Svo hvarf hann ofan af brúninni og hundurinn á eftir. Á næsta fjalli náðum við Andrjesi. Þar hafði hann staðið lengi og horft í allar áttir, og að lokum komið auga á hreinahjörð sína. Efst á hæðarhrygg nokkrum langt í burtu, bar eitthvað krækl- ótt við loft þegar maður horfði í sjónaukann. Mjer sýndist það vera kjarr, en liinir sáu undir eins að það voru hreindýrahorn. Og eftir klukkustundar gang í af- bragðs skíðafæri, vorum við komnir á móts við hópinn. Hreindýrin lágu jórtrandi og róleg á hjarni, efst á hálsi nokkr- um} eins og þeirra er siður. Þau hafa líklega verið um 700. En um töluna er ekkert hægt að segja ineð vissu. Hreindýrahjarðirnar eru ekki taldar nema einu sinni á ári. Og það er ekkert áhlaupaverk. Enginn getur talið hreindýr í hóp upp í fjalli. Andrjes stikar nú stórum á skíðum sínum, og hundurinn reyn- ir að fylgja honum eftir. Hundur, skíði og sjónauki er nauðsynlegt fyrir hreinahirði Með sjónaukan- um skyggnist hann að hjörðinni, þangað til hann finnur hana. — Hundurinn hjálpar honum til þess að halda hreinunum í hóp. Og vegna þess að hann er á skíðum, getur hann fylgt hreinunum eftir. Nú verður Andrjes að fara þessa leið. Það er metnaður hvers hirðis að týna engu einasta lireindýri. Og um þetta leyti rása hreindýrin fram og aftur. Seinna, þegar siml- urnar fara að bera, en það er í maí, gerast þau spakari. En þá þarf að gæta þeirra nótt og dag, og þá skiftast tveir menn á um það. Þeir eru venjulega á rölti sinn sólarhringinn hvor} 24 klukku stundir hvíldarlaust. Það er ótrú- legt, en það er satt. Hjerna í fjöllunum eru hvorki iilfar nje önnur óargadýr, sem hættuleg eru. En snjóskriður falla oft á hreindýrahjarðirnar og valda miklu tjóni. Og kálfarnir eru í sífeldri hættu, þótt simlurn- ar hugsi vel um þá. Hrafninn er þeirra versti óvinur. Þessi argi hræfugl er á sífeldu vakki í kringum nýborinn hreinkálf, og >ef móðirin víkur sjer örlítið frá, er hrafninn fljótur að stökkva á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.