Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 8
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lierðabreiður, álitlegur ungur mað- ur. Bærinn hans varð honum kær- ari og kærari, og stundum gat hann jafnvel strokið hendinni eftir viðnum, hlýlega eins og þegar menn gera gælur við hestinn sinn. Það var ekki bærinn einn, sem var honum mikils virði, heldur ól hann í brjósti hlýjar tilfinningar til sveitarinnar allrar, sveitarinnar, {>ar sem forfeðurnir höfðu rutt jörðina til þess að geta boðið hejr- sáturnar velkomnar. En af hverju, sem það var, sá hann alt í einu á björtu sumar- kvöldi litla og lítilfjörlega hey- sátu koma og staðnæmast fyrir ntan gluggann og líta inn. Hann sagði ekkert, en lionuin hitnaði um hjartaræturnar, og ekki leið á löngu áður en hann hafði marga menn í vinnu og átti bjöllu, sem hringdi hvern morgun Enginn vissi lengur, hvernig hann hafði fengið nafnið: Strákurinn hennar stelvísu-Kötu. Heysátun- um fjölgaði með hverju sumri, og tuttugasta sumarið helt liann brúðkaup. Þá var leikið á dragspil og fiðl- ur og skotið fagnaðarskotum. Úti á túninu, þar sem heysátumar stóðu í þjettum röðum, hafði kon- ungurinn sjálfur, Solvolme hinn mikli, risið á fætur svo langur sem hann var, og stutt góðlát- lega trjespjóti sínu í völlinn. Heysátur, heysátur, hrópaði strákurinn liennar stelvísu-Kötu, svo að bergmálaði í hverju þili, velkomnar heim að bænum henn- ar móður minnar, Veisluborðið var dúkað undir beru lofti, hlaðið margskonar góð- gæti, og hljóðfæraleikarar, gestir og heysátur voru í einni þvögu. Og eftir þetta varð það siður á bænum hvert sumar, þegar Sol- volme kom, að unga fólkið safnað- ist saman og skemti sjer. Og þeg- ar dansinn þraut var drukkin skál heysátnanna úti á túninu. Þorgeir Sveinbjarnarson þýddi. 5mcelþi. Filmsráðstefna. í Berlín hefir verið haldin að undanförnu ráðstefna kvikmynda- fólks um allan heim. Hjer á mynd inni sjást fulltrúar Kínverja og fylgja þeir með athygli því sem fram fer á ráðstefnunni. Blómsölustúlka. Sólskinseyjan Madeira er í Atl- antshafi og lýtur yfirráðum Portú- gals. Þar er frjóvsemi mikil og þangað er mikill straumur ferða- manna (Sjá grein í Lesbók 1934 bls. 121). Hjer á myndinni sjest blómsölustúlka á leið til sölu- torgsins í Funchal, höfuðborgar- innar á eynni. Fallegur hestur. Hestaeigendur í Kaliforníu eiga marga arabiska hesta af hreinu kyni. Var nýlega haldin sýning á þeim í San Diego og er hjer mynd af dýrasta hestinum sem var á þeirri sýningu. — Stækkið þjer myndir upp í líkamsstærð ? — Já. — Gerið svo vel að stækka myndina af þessum fíl. — Heyrðu Anna, hjer stendur í blaðinu að soldáninn af Yokaw- bobstan hafi eignast 368. soninn. — Aumingja konan hans! Húsfreyja (um miðja nótt): Æ, heyrðu góði hvernig hundurinn spangólar. Það þýðir að einhver er feigur af fjölskyldunni. Bara að það sje nú ekki þrílita kýrin okkar. — Ó, ljúfan mín( þessi sólarupp rás hjer á fjöllunum er dásamleg. Jeg gæti horft á hana í allan dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.