Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ftalski flugherinn. ítalir hafa bjr"t nýa borg, sem heitir Gu- donia og var hún nýlega vígð. Borg þessi er bygð fyrir ítalska flugmenn, og þar eiga ekki aðrir heima en þeir og skyldulið þeirra. Þarna er saman safnað öllum flugher Itala. Borgin var vígð fyrir skemstu og þá var þessi mynd tekin. Heysáturnar. Eftir Verner von Heidenstam. Það var um bjarta Jónsmessu- nótt endur fyrir löngu. Grasið angaði og allur skógurinn vakti. Strákurinn hennar stélvísu Kötu hafði laumast niður að herragarð- inum til þess að horfa á dansinn og var nú einn á gangi uti á tún- inu. Einn hafði hann staðið alt kvöldið við hlöðuhornið langt frá öllum öðrum. Enginn talaði til hans, nje skipti sjer af honum, nema þá til að grípa í eyrað á hon- um og segja: Best gæti jeg trúað, að þú hefðir hnuplað eplunum mínum í nótt. Nú. skaltu fá það borgað. Og það kvein og glumdi í kjálkunum á honum, svo að hon um sortnaði fyrir augum. Móðir hans bjó í litlum, hrör- legum kofa inni í skóginum. Þar í kring var ekkert að sjá nema eggjagrjót. Hún flakkaði um sveit ina eineygð og lotin, með stóran hrísvönd á bakinu. Hún talaði fátt, en augað skimaði. En tæki ein- hvér frá henni hrísvöndinn og leysti hann sundur, þá, — já, þá leyndist þar altaf eitthvað smá- vegis, sem hún átti ekki neitt í. En því meira, sem hún stal, því fátækari varð hún, og högg og barsmíð, grátur og illyrði voru daglegt brauð heima í bænum hennar, Strákurinn hennar stelvísu Kötu var svartur í framan af skít, og kartöflunefið hans var eins og kirsuber á botninum á sótugum potti á hvolfi. Hann gekk út á túnin. Þar hafði nýlerga verið sleg- ið, og heyið síðan sett upp á grind- ur til þurkunar. Hann varð smeikur. Honum fanst heyklúk- urnar vera forynjur, þar sem þær stóðu með trjespót sín í löngum röðum, úfnar og með langt skegg. Hann tók sprettinn og hljóp með öndina í hálsinum. Á hverju sumri hafði hann sjeð þær koma og búa um sig á ökrunum, og alt af kallaði hann þær hreint og beint heysáturnar, en aldrei höfðu þær hrætt hann eins og núna í hálfrökkrinu. Þegar hann hreyfði sig, lögðu þær einnig af stað og hlupu í kapp við hann, sitt hvoru megin við veginn, víst 2—3 hundruð talsins, Hú, hú, hvernig það brakaði og skrjáfaði, þruskaði og þrammaði. Loks varð hann að nema staðar til þess að ná andanum og þá staðnæmdust forynjurnar líka. Auðvitað hafði honum sýnst þær hlaupa, af því að hann hljóp sjálfur. Ha, ha. Hann náði sjer fljótlega, páraði með fætinum í sandinn, bjó til flautu úr sóleyjarlegg, liljóp jafn- fætis yfir skurðinn, settist og stóð á fætur aftur, gekk fram og aft- ur sitt á hvað og ljek margskonar listir. Heysátur, hrópaði hann. Hey- sátur, hvers vegna komið þið aldrei heim til hennar mömmu. Þegar hann var kominn upp á hólinn við kirkjuna, settist hann á dj’raþrepið við kirkjugarðinn. Linditrjen þar fyrir innan stóðu grafkyr, kirkjugluggarnir glóðu í birtu Jónsmessunæturinnar, og klukkuturninn var að sjá eins og geisistór öldungur með hatt á höfðinu, en strákurinn varð ekk- ert hræddur við hann. Heysátur, heysátur, hrópaði hann. Hversvegna komið þið aldrei heim til hennar mömmu minnar. Hann hrökk við og starði fram fyrir sig. Heysáturnar voru farn- ar að hreyfast þótt hann sjálfur sæti kyr. Þær studdust við trje- spjót sín og komu þrammandi og másandi. Það brakaði í heyinu. Hægt og silaléga komu þær vagg- andi ein eftir aðra upp að stjett- inni og söfnuðust í kring um hann. Þar stungu þær allar í einu trje- spjótum sínum í jörðina, og stærsta og úfnasta heysátan hneigði sig og sagði: Þú kallaðir á okkur. Hvað vilt þú barn? Veist þú ekki að jeg er Solvolme, hinn mikli konungur heysátnanna. Þá var drengnum hennar stel- vísu-Kötu aftur öllum lokið. Hann sat og leit ekki upp, en nagaði hnúann á öðrum sleikjufingrinum. Og ekkert gat hann sagt annað en þetta sama: Heysátur, heysátur. Hversvegna komið þið aldrei heim til hennar mömmu? Solvolmé hjelt áfram að tala,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.